kjartanbj skrifaði:peturm skrifaði:Ef menn eru að spá í Smartthings þá mæli ég með ActionTiles. Ég er með tablet upp á vegg sem keyrir ActionTiles. Þetta er í raun vef viðmót fyrir SmartThings sem hægt er að stilla af fyrir hvert og eitt rými.
En varðandi það sem OP sagði með US tíðni á SmartThings þá skaltu vera mjög meðvitaður um hvað þú ert að gera því að núna eru fleiri aðilar hér heima farnir að selja Z-Wave búnað sem þú getur þá ekki nýtt þér. Vertu bara viss um að þú sért til í að kaupa þennan búnað alfarið frá US og eiga þá á hættu að vera í einhverju 110v brasi. Síminn er t.d. að selja Fibaro á nokkuð góðu verði hér heima.
Annars er ég með SmartThings, nokkra Fibaro Dimma, Harmony Ultimate og hub, Ecoh Dot, Fibaro Switcha, Aeon hreyfiskynjara, Fibaro hurða/gluggaskynjara, Qubino Dimmer. MiLight sem er stjórnað í gegnum HA-Bridge á r-pi. Svo var ég að tengia Ring dyrbjöllu sem opnast á tabletinu um leið og hringt er eða einhver hreyfing er fyrir utan.
Maður verður pínu hooked svo það bætist alltaf aðeins við
Svo mæli ég með Vesternet.com - bresk síða síða sem sendir beint til Íslands og þeir taka breska söluskattinn af svo verðið er gott.
Ég reyndi að finna UK version af SmartThings Hub en engin vildi senda til Íslands en ekkert mál með US version , flest allt sem ég þarf virkar með honum þó ideally hefði ég viljað fá UK version , en allt ZigBee virkar og flest er batterí operated á zwave nema innstungur sem ég í raun þarf ekkert og reyni þá að fá bara ZigBee eða WiFi ef ég þarf þannig
Búin að panta mér UK version gegnum Forward2me , sjáum hvernig það gengur að fá hann til mín , búin að selja US útgáfuna frá mér í staðin , örugglega betra fyrir mig að vera með UK útgáfuna upp á framtíðina að gera og betra skipta svona strax á meðan ég er ekki búin að kaupa mikið af búnaði sem er US spec