Smart homes - Snjall heimili


Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Þri 16. Jan 2018 13:19

kjartanbj skrifaði:
peturm skrifaði:Ef menn eru að spá í Smartthings þá mæli ég með ActionTiles. Ég er með tablet upp á vegg sem keyrir ActionTiles. Þetta er í raun vef viðmót fyrir SmartThings sem hægt er að stilla af fyrir hvert og eitt rými.

En varðandi það sem OP sagði með US tíðni á SmartThings þá skaltu vera mjög meðvitaður um hvað þú ert að gera því að núna eru fleiri aðilar hér heima farnir að selja Z-Wave búnað sem þú getur þá ekki nýtt þér. Vertu bara viss um að þú sért til í að kaupa þennan búnað alfarið frá US og eiga þá á hættu að vera í einhverju 110v brasi. Síminn er t.d. að selja Fibaro á nokkuð góðu verði hér heima.

Annars er ég með SmartThings, nokkra Fibaro Dimma, Harmony Ultimate og hub, Ecoh Dot, Fibaro Switcha, Aeon hreyfiskynjara, Fibaro hurða/gluggaskynjara, Qubino Dimmer. MiLight sem er stjórnað í gegnum HA-Bridge á r-pi. Svo var ég að tengia Ring dyrbjöllu sem opnast á tabletinu um leið og hringt er eða einhver hreyfing er fyrir utan.
Maður verður pínu hooked svo það bætist alltaf aðeins við ;)

Svo mæli ég með Vesternet.com - bresk síða síða sem sendir beint til Íslands og þeir taka breska söluskattinn af svo verðið er gott.



Ég reyndi að finna UK version af SmartThings Hub en engin vildi senda til Íslands en ekkert mál með US version , flest allt sem ég þarf virkar með honum þó ideally hefði ég viljað fá UK version , en allt ZigBee virkar og flest er batterí operated á zwave nema innstungur sem ég í raun þarf ekkert og reyni þá að fá bara ZigBee eða WiFi ef ég þarf þannig



Búin að panta mér UK version gegnum Forward2me , sjáum hvernig það gengur að fá hann til mín , búin að selja US útgáfuna frá mér í staðin , örugglega betra fyrir mig að vera með UK útgáfuna upp á framtíðina að gera og betra skipta svona strax á meðan ég er ekki búin að kaupa mikið af búnaði sem er US spec




Tesli
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Tesli » Mið 17. Jan 2018 22:30

Gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru obsessed á home automation! :D

Ég hannaði og forritaði ljósastýringu heima, ásamt logg á hita/raka og stýringu á fjöltengi, með http://www.particle.io platforminu.
Ljósabúnaðurinn sérst á þessari mynd:
https://imgur.com/qmM8zMA
Hér er video af mér að sýna virkni kerfisins þar sem ég nota heimasíðu til þess að fylgjast með og stýra ljósakerfinu:
(Sorry með tónlistina í video-inu en ég þurfti að setja eitthvað lag til að drepa niður samræður sem voru í íbúðinni á meðan)
https://www.youtube.com/watch?v=ZBBQ32BGNx8&feature=youtu.be
Ég er líka búinn að setja hita og rakanema á tvo staði í íbúðinni sem ég get fylgst með á síðunni, það kemur síðan raka viðvörun eins og sérst þarna þegar rakinn fer yfir 30% (var í testi, ætti að vera hærra). Svo logga ég niður tölurnar úr nemunum til þess að geta plottað seinna og skoðað raka/hita trend yfir dagana.

Einnig fór serían á jólatrénu í pirrurnar á mér þannig að ég breytti fjöltengi og setti á það relay til að stýra:
https://imgur.com/7wCj79l

Svo er hérna mynd af einum af tveim raka/hitanema sem eru undir uppþvottavélinni og inni í svefnherbergi (fæ email ef rakinn er of mikill).
https://imgur.com/n9P7Ijh

Ég er líka með Raspberry Pi 3 með snertiskjá þar sem ég stýri ljósakerfinu með færri möguleikum en á heimasíðunni en þó með þá möguleika sem ég nota mest.
https://imgur.com/rZ87WJc

Heimasíðuna keyri ég svo localli á síma, tölvu og Raspberry Pi og tala þaðan beint við particle.io ský sem svo talar við tækin. Ég get því stjórnað kerfinu þó að ég sé út í bæ á 4g eða heima hjá mér á WiFi.

Ég er líka búinn að gera vekjaraklukku þar sem ég stilli tímann og svo um morguninn þá byrjar ljósið á dimmstu stillingu og keyrir upp í hæstu stillingu á 15min (sólarupprás :D ). Svo hef ég líka látið ljósnema stýra ljósunum þannig að ljósin séu kveikt mismikið eftir sólarljósinu úti en ég er búinn að scrappa því projecti því það var ekki jafn praktískt og ég hélt til að byrja með.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf mainman » Fim 25. Jan 2018 13:12

Hey ok, ég er búinn að vera að reyna að skoða þetta og er aðeins viltur í þessu, vona að þið getið hjálpað mér við þetta.
Ég þarf "the brain" right ?
Ég var að spá í hvort að google home væri svoleiðis ?
Ef ekki, hvað er þá flottasta "The brain" unitið ?
Eða er google home bara eitthvað raddviðmót sem maður fær sér bara til að hafa þetta meira fancy ?
Ég skoðaði hjá einum svona rafmagnslás og eitthvað svoleiðis, er þetta allt bara svona universal ?
Hann var með apple stýringu og hann sagði mér að þegar hann fengi nýja hluti frá hinum og þessum fyrirtækjum þá gæti hann farið inn í appið, valið add new unit, og síðan miðað myndavélinni á QR kóðann sem fylgdi með tækinu og þá væri hann búinn að adda því inn í alla flóruna hjá sér. Eru öll þessi kerfi svoleiðis og er hægt að adda öllum tækjum við öll kerfin ?
By the way, er google home ekki "hub" ?

Vona að þið skiljið hvað ég er að meina með þessu öllu.
Eigið þið svör við þessu handa mér ?
Kv. einn alveg ruglaður á þessu.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Fim 25. Jan 2018 15:59

Google home er ekki hub, nei.

Þú þarft hub eins og t.d SmartThings hubbinn eða sambærilegt, t.d Wink. Mér skilst að SmartThings sé samt svona mest "universal" og styðji flesta hlut, enda bæði Zigbee og Z-Wave based.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf mainman » Fim 25. Jan 2018 19:10

hagur skrifaði:Google home er ekki hub, nei.

Þú þarft hub eins og t.d SmartThings hubbinn eða sambærilegt, t.d Wink. Mér skilst að SmartThings sé samt svona mest "universal" og styðji flesta hlut, enda bæði Zigbee og Z-Wave based.


Takk fyrir það.
Ég byrja þá á að fá mér t.d. samsung smartthings hubbinn og stækka mig út frá því?



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf vesi » Fim 25. Jan 2018 19:54

kjartanbj skrifaði:Finnst þetta Danalock ekki vera nægilega gott, vantar keypad að utanverðu td að mínu mati svo maður geti hleypt vinum og vandamönnum inn auðveldlega ef maður td gleymdi einhverju heima og biður einhvern um að kippa því með sér td upp i bústað og svona, þó það sé held ég hægt að opna remotely fyrir fólki með þessu þá finnst mér keypad vera þægilegri lausn


var að sjá að það er komið BT keypad með.
https://www.smartlocksolutions.eu/danalock


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Fim 25. Jan 2018 21:32

mainman skrifaði:
hagur skrifaði:Google home er ekki hub, nei.

Þú þarft hub eins og t.d SmartThings hubbinn eða sambærilegt, t.d Wink. Mér skilst að SmartThings sé samt svona mest "universal" og styðji flesta hlut, enda bæði Zigbee og Z-Wave based.


Takk fyrir það.
Ég byrja þá á að fá mér t.d. samsung smartthings hubbinn og stækka mig út frá því?


Já, það er gott start. Svo bætirðu bara við hlutum smátt og smátt. Langflest af þessu home automation dóti í dag er stutt af SmartThings.

Það er einn að selja svona hub hér á vaktinni held ég.




vgud
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 02. Des 2010 17:27
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf vgud » Fös 26. Jan 2018 08:18

vesi skrifaði:var að sjá að það er komið BT keypad með.
https://www.smartlocksolutions.eu/danalock


Mig sýnist þessi smartlocksolutions vera scam síða.
Fyrsta vísbending er að þeir bjóða mikið betra verð en danalock.com
Keypadi-ið á samt að koma 2018 skv réttri síðu.




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Lau 27. Jan 2018 19:24

hagur skrifaði:
mainman skrifaði:
hagur skrifaði:Google home er ekki hub, nei.

Þú þarft hub eins og t.d SmartThings hubbinn eða sambærilegt, t.d Wink. Mér skilst að SmartThings sé samt svona mest "universal" og styðji flesta hlut, enda bæði Zigbee og Z-Wave based.


Takk fyrir það.
Ég byrja þá á að fá mér t.d. samsung smartthings hubbinn og stækka mig út frá því?


Já, það er gott start. Svo bætirðu bara við hlutum smátt og smátt. Langflest af þessu home automation dóti í dag er stutt af SmartThings.

Það er einn að selja svona hub hér á vaktinni held ég.


Bara athuga hvaða Hub það er, betra vera með UK version af hubinum ef þú vilt geta keypt td smart plug sem er nothæft hér heima sem er Zwave , Uk version er með Euro tíðnunum en US með US tíðnum, Zigbee er síðan það sama á milli hubba

Ég keypti upprunalega US version en skipti yfir í UK og seldi US version, svo þarf að passa að þegar maður kaupir Zwave græjur að þær séu með réttu tíðnunum




nagi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 15:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf nagi » Þri 30. Jan 2018 11:32

Er ekkert mál að nota ikea tradfri med Philips hue? Er sama virkni í appinu?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Þri 30. Jan 2018 11:51

nagi skrifaði:Er ekkert mál að nota ikea tradfri med Philips hue? Er sama virkni í appinu?


Já, virkar basically bara eins og Hue perur.




nagi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 15:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf nagi » Þri 30. Jan 2018 13:29

hagur skrifaði:
nagi skrifaði:Er ekkert mál að nota ikea tradfri med Philips hue? Er sama virkni í appinu?


Já, virkar basically bara eins og Hue perur.


OK. Ég væri til í að bæta við ódýrum ikea perum. Er bara búinn að vera að lesa mjög ólíkar reynslur. Margir eru að lenda í veseni. Ætli maður verði ekki bara að prófa eina




nagi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 15:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf nagi » Mið 31. Jan 2018 14:35

nagi skrifaði:
hagur skrifaði:
nagi skrifaði:Er ekkert mál að nota ikea tradfri med Philips hue? Er sama virkni í appinu?


Já, virkar basically bara eins og Hue perur.


OK. Ég væri til í að bæta við ódýrum ikea perum. Er bara búinn að vera að lesa mjög ólíkar reynslur. Margir eru að lenda í veseni. Ætli maður verði ekki bara að prófa eina


Ég prófaði að kaupa eina. Passaði að kaupa úr lotu með hærra nr en 1717. Hún virkar vel. Þurfti að vísu að tengja hana með því að setja peruna alveg upp að tengistöðinni og touchlinka. Peran dimmist ekki eins mikið og Hue og er ekki með sama kelvin range. Hún er bjartari en hue og að öðru leyti mjög fín. Allt virkar eðlilega.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Mið 31. Jan 2018 14:42

nagi skrifaði:
nagi skrifaði:
hagur skrifaði:
nagi skrifaði:Er ekkert mál að nota ikea tradfri med Philips hue? Er sama virkni í appinu?


Já, virkar basically bara eins og Hue perur.


OK. Ég væri til í að bæta við ódýrum ikea perum. Er bara búinn að vera að lesa mjög ólíkar reynslur. Margir eru að lenda í veseni. Ætli maður verði ekki bara að prófa eina


Ég prófaði að kaupa eina. Passaði að kaupa úr lotu með hærra nr en 1717. Hún virkar vel. Þurfti að vísu að tengja hana með því að setja peruna alveg upp að tengistöðinni og touchlinka. Peran dimmist ekki eins mikið og Hue og er ekki með sama kelvin range. Hún er bjartari en hue og að öðru leyti mjög fín. Allt virkar eðlilega.


Kúl. Keyptirðu E27 peru? Er sjálfur bara með GU10 Ikea perur en er að bíða eftir að E14 kertaperan komi aftur. Hún er búin að vera uppseld síðan í desember ...




nagi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 15:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf nagi » Mið 31. Jan 2018 14:50

Já ég keypti E27. Ég þarf einmitt E14 líka. En mér sýnist sú pera í ikea ekki vera með breytilegt kelvin. Þannig sennilega þarf ég að kaupa hana sem hue.

https://elko.is/philips-hue-e14-6w-b39-hvit-hueambe14




marinop
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf marinop » Fim 01. Feb 2018 09:07

Góður þráður!

Ég er sjálfur með
* Smartthings (US version), teppalagði húsið með xiaomi zigbee skynjurum sem eru að virka vel og hengi presence sensor á grunnskólastelpuna.
* Google Home x2 (einn venjulegan og einn mini) og sé að ég þarf að fjárfesta í nokkrum mini í viðbót því þetta er notað töluvert á heimilinu.
* Ring dyrabjöllu V2 og Ring Floodcam.
* Nokkur Hue ljós (flutti fyrir nokkrum mánuðum í stærra húsnæði og ákvað eftir það að fara í Tradfri frekar - fer betur með veskið).
* Slatta af ikea tradfri ljósum og perum og er mjög pirraður yfir því hversu hægt það gengur hjá IKEA að innleiða support fyrir google home! Ég veit að ég get parað ljósin við hue hubbinn en er þrjóskur og vil bíða og sjá hvernig eðlilegt integration virkar við tradfri höbbinn.
* Ódýrar xiaomi kína inni-myndavélar sem ég geri ráð fyrir því að séu ekki "öruggar", svo þær eru tengdar við xiaomi power socket (zigbee) sem gefur þeim bara straum þegar smartthings fer á "away".

Sá einhvern minnast á Actiontiles fyrir Smartthings - hef ekki skoðað það og nú hef ég eitthvað að gera í kvöld!




Tesli
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Tesli » Fim 01. Feb 2018 13:23

marinop skrifaði:Góður þráður!

Ég er sjálfur með
* Smartthings (US version), teppalagði húsið með xiaomi zigbee skynjurum sem eru að virka vel og hengi presence sensor á grunnskólastelpuna.
* Google Home x2 (einn venjulegan og einn mini) og sé að ég þarf að fjárfesta í nokkrum mini í viðbót því þetta er notað töluvert á heimilinu.
* Ring dyrabjöllu V2 og Ring Floodcam.
* Nokkur Hue ljós (flutti fyrir nokkrum mánuðum í stærra húsnæði og ákvað eftir það að fara í Tradfri frekar - fer betur með veskið).
* Slatta af ikea tradfri ljósum og perum og er mjög pirraður yfir því hversu hægt það gengur hjá IKEA að innleiða support fyrir google home! Ég veit að ég get parað ljósin við hue hubbinn en er þrjóskur og vil bíða og sjá hvernig eðlilegt integration virkar við tradfri höbbinn.
* Ódýrar xiaomi kína inni-myndavélar sem ég geri ráð fyrir því að séu ekki "öruggar", svo þær eru tengdar við xiaomi power socket (zigbee) sem gefur þeim bara straum þegar smartthings fer á "away".

Sá einhvern minnast á Actiontiles fyrir Smartthings - hef ekki skoðað það og nú hef ég eitthvað að gera í kvöld!


Sæll marinop,

Hvernig eru Ring dyrabjallan og Floodcam að standa sig? Ertu með einhver pros and cons og mælir þú með þeim?




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Fim 01. Feb 2018 13:34

Ég er með 2 ikea Perur og tengdi þær bara beint við Smartthings hubinn og setti inn tradfri device handler, stjórna þeim svo með Alexa




marinop
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf marinop » Fim 01. Feb 2018 16:48

Tesli skrifaði:Hvernig eru Ring dyrabjallan og Floodcam að standa sig? Ertu með einhver pros and cons og mælir þú með þeim?


Ég þarf reyndar að játa að floodcam er búið að liggja upp í hillu í dágóðan tíma og bíður þess að ég fái lánaðan stiga til að segja upp.

Kostir dyrabjöllunnar:
* Það eru ekki margir gestir sem dingla á þeim tímum sem enginn er heima en það er gott í þau tilfelli að geta svarað.
* Ég tel þetta hafa fælingarmátt - veitir mér smá hugarró miðað við þessar fréttir af innbrotum sem eru í gangi núna.
* V2 er bæði hægt að hafa víraða og með batteríi.
* Plug and play og appið einfalt og gott.

Ókostir:
* Næmnin í hreyfiskynjaranum. Ég er að fá svolítið af false positives þegar það keyra bílar framhjá í götunni minni (gatan er kannski í 10m fjarlægð frá bjöllunni) þrátt fyrir að næmnin sé stillt á það minnsta. Mér finnst þetta gerast frekar á sólardögum og er tilgátan mín að þegar sumir bílar keyra framhjá þá fer endurkast af sólinni frá bílunum í myndavélina sem triggerar "hreyfingu". Dýrasta útgáfan af þessari bjöllu (og floodcamið) er með annars konar motion kerfi og er ég forvitinn að vita hvernig það mun reynast.
* Nú hef ég aldrei áður verið að nota WIFI í gegnum útvegg, en þrátt fyrir að bjallan sé staðsett frekar nálægt routernum mínum þá kvartar appið stundum yfir því hversu lélegt wifi merki er í bjölluna. Þetta hefur ekkert háð mér og ég held að þetta skipti engu máli - en kannski hefði verið ráð að kaupa "chime pro" bjölluna sem er um leið wifi extender sem (að ég held) nýtist bara fyrir ring.
* "Integrated with Google Home" en samt er ekki hægt að nota google home sem bjöllu?? Það ætti auðvitað að vera hægt að svara í gegnum google home :/

Ástæðan fyrir að ég keypti V2 fram yfir V1 er aðallega það að geta vírað bjölluna, en til þess þarf ég að fá einhvern sem kann á rafmagn og þangað til keyri ég hana á batteríum. Þau endast í um 3 mánuði per hleðslu sem mér finnst fínt miðað við hversu kalt það er búið að vera í vetur.

Ég er ánægður með bjölluna þó hún breyti lífi mínu kannski ekki mikið :)




marinop
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf marinop » Fim 01. Feb 2018 16:53

kjartanbj skrifaði:Ég er með 2 ikea Perur og tengdi þær bara beint við Smartthings hubinn og setti inn tradfri device handler, stjórna þeim svo með Alexa


Ég keypti líka nokkrar ikea tradfri fjarstýringar og ég tými ekki að missa þær. Ég held reyndar að einhverjir dúddar séu komnir langt með að búa til smartthings device handler fyrir þær en ... á meðan ikea stuðningurinn er "alveg" að koma þá vil ég ekki eyða einhverjum kvöldstundum i að hakka þetta saman :D

Getur þú stýrt bæði birtustigi og litrófi í gegnum alexu?




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Fim 01. Feb 2018 19:03

já, get valið um held ég 4 tegundir af litrófi og svo bara prósentum af styrkleika með Alexu



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Fim 01. Feb 2018 20:27

marinop skrifaði:..... Dýrasta útgáfan af þessari bjöllu (og floodcamið) er með annars konar motion kerfi og er ég forvitinn að vita hvernig það mun reynast.


Ég er bæði með original V1 bjölluna (við bakdyrnar) og svo Pro módelið við aðalinnganginn og motion detection-ið í Pro er miklu betra. Það byggir ekki á PIR skynjara heldur er "alvöru" pixel change detection og cameran er alltaf að taka upp í buffer. Um leið og hreyfing er skynjuð, þá spólar hún til baka um c.a 5 sek og byrjar að vista. Þannig sér maður alltaf hvað triggeraði upptökuna, í raun áður en hreyfingin átti sér stað.




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Skari » Fim 01. Feb 2018 23:16

hagur skrifaði:
marinop skrifaði:..... Dýrasta útgáfan af þessari bjöllu (og floodcamið) er með annars konar motion kerfi og er ég forvitinn að vita hvernig það mun reynast.


Ég er bæði með original V1 bjölluna (við bakdyrnar) og svo Pro módelið við aðalinnganginn og motion detection-ið í Pro er miklu betra. Það byggir ekki á PIR skynjara heldur er "alvöru" pixel change detection og cameran er alltaf að taka upp í buffer. Um leið og hreyfing er skynjuð, þá spólar hún til baka um c.a 5 sek og byrjar að vista. Þannig sér maður alltaf hvað triggeraði upptökuna, í raun áður en hreyfingin átti sér stað.
Hvernig er hún þegar það er mikil snjókoma og almennt slæmt veður, er hún þá ekki alltaf að skynja hreyfingu?

Sent from my Mi A1 using Tapatalk




marinop
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf marinop » Fös 02. Feb 2018 00:09

:fly
Skari skrifaði: Hvernig er hún þegar það er mikil snjókoma og almennt slæmt veður, er hún þá ekki alltaf að skynja hreyfingu?


Nei, merkilegt nokk. Snjór og rigning triggerar þetta ekki. Einnig er runni sem liggur út að götu sem er vel í augsýn græjurnar og þó hann sé að dansa svolítið í veðri eins og er núna þá skilar það sér ekki í notification. False alarms hjá mér virðast aðallega vera bílar :)

Þetta er eitthvað black magic.




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Skari » Fös 02. Feb 2018 00:18

marinop skrifaði::fly
Skari skrifaði: Hvernig er hún þegar það er mikil snjókoma og almennt slæmt veður, er hún þá ekki alltaf að skynja hreyfingu?


Nei, merkilegt nokk. Snjór og rigning triggerar þetta ekki. Einnig er runni sem liggur út að götu sem er vel í augsýn græjurnar og þó hann sé að dansa svolítið í veðri eins og er núna þá skilar það sér ekki í notification. False alarms hjá mér virðast aðallega vera bílar :)

Þetta er eitthvað black magic.



Áhugavert.. hef nefnilega séð útimyndavélar sem eru í sífellu að triggerast yfir slæmu veðri en ætli maður verði að prófa eina svona vél