Þráðlaust HDMI


Höfundur
Tosmeister
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 22. Ágú 2016 07:28
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Þráðlaust HDMI

Pósturaf Tosmeister » Fös 08. Des 2017 11:19

Sælt veri fólkið,

árið 2011 keypti ég mér hdmi sendi og móttakara í Bandaríkjunum á 15 þús kr.
Sendirinn er á stærð við lófann á mér og móttakarinn er aðeins stærri (lófi og hluti af fingrum).

þetta er gamalt og sendir bara í 1080 þannig ég fór að leita mér að svipaðri græju sem getur sent í 4k eða er allavegana minna í sniðum.
Eftir smá leit á netinu finn ég eiginlega ekkert og það sem ég finn er rándýrt.

Vitið þið um einhverja góða lausn fyrir þráðlaust hdmi?



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust HDMI

Pósturaf einarhr » Fös 08. Des 2017 11:43

Hvað með Chromcast 4k?


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
Tosmeister
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 22. Ágú 2016 07:28
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust HDMI

Pósturaf Tosmeister » Þri 02. Jan 2018 15:03

einarhr skrifaði:Hvað með Chromcast 4k?

Get ég sent mynd frá myndlykli yfir í sjónvarp með Chromecast?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust HDMI

Pósturaf hagur » Þri 02. Jan 2018 15:41

Tosmeister skrifaði:
einarhr skrifaði:Hvað með Chromcast 4k?

Get ég sent mynd frá myndlykli yfir í sjónvarp með Chromecast?


Nei. Afhverju þarftu þráðlaust? Þú ert ekki að fara að fá wireless HDMI búnað sem styður 4k nema borga handlegg fyrir (eins og þú ert þegar búinn að komast að).

Ef þetta snýst bara um lengd á kapli, þ.e fjarlægð frá source að sjónvarpi er lengri en HDMI kapall ræður við, þá myndi ég skoða HDBaseT 2.0 græju. Þær reyndar kosta alveg sitt, en örugglega minna en wireless lausn.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust HDMI

Pósturaf pepsico » Mið 03. Jan 2018 06:55

Ef takmarkið er að koma aðgengi að myndlykli í sjónvarp sem er ekki með snúruaðgengi en er með þráðlaust samband þá
myndi ég skoða það að koma fyrir þráðlausum myndlykli sem slær þá tvær flugur í einu höggi.
Síminn er kominn með þráðlausa 4K myndlykla og Vodafone fær sína afhenta snemma í ár.

https://www.siminn.is/forsida/adstod/sj ... myndlykill



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust HDMI

Pósturaf russi » Mið 03. Jan 2018 09:42

Ég hef prófað þennan, sem kostar ekki mikið hér heima (fæst í Feris)
http://www.lenkeng.net/Index/detail/id/130

Kostur við þennan að hann tekur líka IR signal yfir þetta sem er kostur, Hinn kosturinn er að þú ert með einn transmitter og getur svo haft reciver á fleirri stöðum, sem gefur þér kost á fleiri staðsetningum til að taka á móti merki. Keyrir þetta á multicast yfir Ethernet kapall.
Mjög vænlegur kostur ef þú ert með Cat lagnir á þá staði sem þú þarft þetta. Ef þú aftur á móti ert ekki með cat-lagnir þá hefur þessi framleiðandi líka Wireless lausnir, held nú að þær nái ekki í 4K samt.

Þessi eining er er reyndar 1080p, en þeir eru líka með 4K einingar