Ég er með LG LCD sjónvarp, sennilega orðið nærri 10 ára gamalt og fyrst núna er það að bila. Það slekkur á sér og kveikir strax aftur, kannski einusinni í hverjum þætti og þá missi ég bara af nokkrum sekúndum en mér finnst það gerast oftar ef ég er að horfa á með USB lykli sem startar þá öllu upp á nýtt og ég þarf að spóla áfram til að finna staðinn sem það stoppaði á.
Elkó vísaði mér á að tala við Öreind, þegar ég lýsti þessu fyrir þeim þá könnuðust þeir ekkert við svona bilun en ef ég gúgglga þetta þá er fullt af umfjöllun um nákvæmlega svona bilanir og talað um að þetta gerist oft í LG sjónvörpum. Ég tými eiginlega ekki að borga 5000 kall til að láta segja mér að 10 ára sjónvarp sé ónýtt en ef einhver kannast við vandamálið þá get ég sett þennan 5000 kall upp í nýtt sjónvarp...
Bilað sjónvarp
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað sjónvarp
Ég vildi að mitt sjónvarp myndi bila því þá væri ég fljótur í costco
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 75
- Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað sjónvarp
depill skrifaði:Ég held að nú sé bara kominn tími á ferð í Costco
Ég er að fá nákvæmlega svörin sem ég vonaðist eftir
Re: Bilað sjónvarp
10 ár er nú bara góð ending. En skelltu þér á nýtt TV.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 116
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað sjónvarp
Mitt dó eftir tæplega 5 ára notkun. fór úr 42" í 55 og hananú
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað sjónvarp
Í janúar gerði ég við 8 ára gamalt lcd sjónvarp. Það voru farnir 5 eða 6 þéttar á plötunni fyrir spennubreytirinn. Fjórir þéttana voru reyndar (að mínu mati) í dýrari kantinum og kostuðu um 450 krónur stykkið.
Og það er eftir því sem ég best veit, enn í notkun í dag. Ég held að viðgerðin hafi borgað sig, enda kostaði hún kúnnann undir 10 þúsund krónum.
Og það er eftir því sem ég best veit, enn í notkun í dag. Ég held að viðgerðin hafi borgað sig, enda kostaði hún kúnnann undir 10 þúsund krónum.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 75
- Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað sjónvarp
DJOli skrifaði:Í janúar gerði ég við 8 ára gamalt lcd sjónvarp. Það voru farnir 5 eða 6 þéttar á plötunni fyrir spennubreytirinn. Fjórir þéttana voru reyndar (að mínu mati) í dýrari kantinum og kostuðu um 450 krónur stykkið.
Og það er eftir því sem ég best veit, enn í notkun í dag. Ég held að viðgerðin hafi borgað sig, enda kostaði hún kúnnann undir 10 þúsund krónum.
Ég læt kíkja á það á öðrum stað þar sem skoðunargjaldið er ekki eins dýrt...