Sælir,
Ég hef verið að pæla hvernig væri best að setja upp NAS sem myndi taka back up af öllum tölvum á heimilinu og einnig þar sem hægt væri að geyma myndir, tónlist og kvikmyndir. Sem ég gæti síðan horft á í sjónvarpinu með HTPC.
þannig að það sem mig vantar að vita er
hvað er ódýrasta og auðveldasta leiðin til að setja upp NAS og HTPC? (þarf ekki að vera sama tölvan).
mbk.
Setja up HTPC og NAS
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 569
- Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
- Reputation: 0
- Staðsetning: On Your MOM!
- Staða: Ótengdur
Setja up HTPC og NAS
Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Fyrir ári síðan eða svo byggði ég litla vél sem var bæði HTPC og NAS. Hún var frekar ódýr og virkaði virkilega vel fyrir allt sem ég notaði hana í. Ef þú færð þér mini-itx móðurborð með innbyggðum örgjörva þá er kostnaðurinn við móðurborð/örgjörva kominn niður ~15.000 kr samtals. Ég notaði móðurborð mjög líkt þessu http://kisildalur.is/?p=2&id=3081 (mín útgáfa var reyndar með optical tengi og fleira, sem þetta móðurborð er ekki með), en ætli það væri ekki betra að nota þetta móðurborð núna http://kisildalur.is/?p=2&id=3321.
Það eru síðan til mjög hentugir mini-itx kassar með pláss fyrir slatta af hörðum diskum. Ég endaði á Fractal Design Node-304, sem er með pláss fyrir 6 harðadiska, en móðurborðin sem ég benti á eru bara með 4 SATA tengi, svo ef þú vilt nýta öll harðadiskplássin þyrftirðu að fá þér SATA kort í PCIe raufina. Það eru jafnvel til kassar með innbyggðum aflgjafa, til að ná kostnaðinum aðeins meira niður. Ég endaði í einhverju um 60-70k með harðadiskum og öllu.
Notaði Fedora sem stýrikerfi og Kodi sem frontend fyrir sjónvarpið, en það er bara út af því ég nota Red Hat Linux frekar mikið í vinnunni. UnRAID, FreeNAS og Windows eru líka mjög góðir kostir, nema að mér skilst reyndar að maður þurfi að vera með dedicated skjákort fyrir HTPC hlutverkið ef maður notar UnRAID eða FreeNAS.
Það eru síðan til mjög hentugir mini-itx kassar með pláss fyrir slatta af hörðum diskum. Ég endaði á Fractal Design Node-304, sem er með pláss fyrir 6 harðadiska, en móðurborðin sem ég benti á eru bara með 4 SATA tengi, svo ef þú vilt nýta öll harðadiskplássin þyrftirðu að fá þér SATA kort í PCIe raufina. Það eru jafnvel til kassar með innbyggðum aflgjafa, til að ná kostnaðinum aðeins meira niður. Ég endaði í einhverju um 60-70k með harðadiskum og öllu.
Notaði Fedora sem stýrikerfi og Kodi sem frontend fyrir sjónvarpið, en það er bara út af því ég nota Red Hat Linux frekar mikið í vinnunni. UnRAID, FreeNAS og Windows eru líka mjög góðir kostir, nema að mér skilst reyndar að maður þurfi að vera með dedicated skjákort fyrir HTPC hlutverkið ef maður notar UnRAID eða FreeNAS.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Gleymdi að bæta því við að CrashPlan er mjög gott forrit til að bakka upp stakar vélar yfir á NAS boxið. Myndi mæla með því ef þú ert með Windows, Linux eða blandað umhverfi. Ef þú ert með makka umhverfi er hinsvegar líklega betra að setja upp netatalk, sem styður Time Machine backup.
Re: Setja up HTPC og NAS
Hér eru mjög góðar upplýsingar: https://www.reddit.com/r/DataHoarder/wiki/index
Það eru líka oft áhugaverðir póstar á DataHoarder subredditinu: https://www.reddit.com/r/DataHoarder
Það eru líka oft áhugaverðir póstar á DataHoarder subredditinu: https://www.reddit.com/r/DataHoarder
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Ódýrasta leiðin : kaupa Beelink i68 af Gearbest.com fyrir HTPC vél og nota gamalt hardware og setja upp Freenas (kaupa nýja HDD diska).
Dýrari leiðin en einfaldari: Nvidia Shield (HTPC) og kaupa Hardware og setja upp Freenas frá grunni.
https://www.servethehome.com/buyers-gui ... s-servers/
Dýrari leiðin en einfaldari: Nvidia Shield (HTPC) og kaupa Hardware og setja upp Freenas frá grunni.
https://www.servethehome.com/buyers-gui ... s-servers/
Just do IT
√
√
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Persónulega mæli ég með unRAID framyfir FreeNAS fyrir heimanas sem er ekki að fara í meira heavyduty þjónustu en þetta.
Afhverju viltu HTPC frekar en readytouse streaming box (AppleTV/Roku/AndroidTV etc..) ?
Afhverju viltu HTPC frekar en readytouse streaming box (AppleTV/Roku/AndroidTV etc..) ?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
AntiTrust skrifaði:Persónulega mæli ég með unRAID framyfir FreeNAS fyrir heimanas sem er ekki að fara í meira heavyduty þjónustu en þetta.
Afhverju viltu HTPC frekar en readytouse streaming box (AppleTV/Roku/AndroidTV etc..) ?
Hugsanlega getur þú svarað mér einu (sjálfur þekki ég ekki Unraid), hvernig er gagnaöryggið á Unraid ? í Open-ZFS uppsetningum eins og Freenas er að nota er checksuming (leiðréttir bad blocks sjálfkrafa og lætur mann vita ef corruption gerist). Ef maður setur Freenas rétt upp þá mallar þannig Fileserver í 4-5 ár að meðaltali þar til að diskur fer að klikka (Ágætis buffer til að læra á kerfið).
Maður sá einhvern tímann Unraid uppsett í Linus Tech tips og taldi ég um einhverja Youtube bólu væri að ræða þegar margir voru að byrja að nota þetta kerfi. Hins vegar virðist fólk ennþá vera að nota þetta, er smá forvitinn
Er vesen að fara af gamalli Unraid uppsetningu og setja upp á annari vél ?
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 569
- Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
- Reputation: 0
- Staðsetning: On Your MOM!
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
AntiTrust skrifaði:Afhverju viltu HTPC frekar en readytouse streaming box (AppleTV/Roku/AndroidTV etc..) ?
Langar að setja upp Kodi eða svipað kerfi upp á tölvu sem væri tengd við sjónvarpið í stofunni, sem myndi ná í efni af server sem allir á heimilinu gæti nálgast og sett sitt kvikmyndasafn inn. Síðan myndi Kodi ná í allt info fyrir viðeigandi titla.
Er að leita að bara dummy proof uppsetningu. Var með pælingu að kaupa WesternDigital cloud, sem myndi þá vera fyrir alla gagnageymslu og síðan Plex á AppleTV 4 ?
Myndi það ganga upp fyrir það sem ég er að reyna að afreka ?
Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Ég myndi mæla með AndroidTV boxi (NVidia Shield TV, Mibox 3 eða eitthvað Beelink box sem dæmi) miklu frekar en HTPC. Svo seturðu bara upp Kodi/Plex/Whatever á það.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Setja up HTPC og NAS
Ég mæli með einhverju topboxi og svo ready build NAS kerfi.......
Ég fékk mig fullsaddan af freenas/unraid og öllu þessu djöfuls veseni.
Færð Qnap eða Synology NAS kerfi á fínan pening á amazon, sem dæmi er tilboð á DS216play, svo notaru eitthvað sem þér þykir þægilegt að nota til að spila. Roku, appletv eða eitthvað android af gearbest.... Vandamálið leyst á þægilegan og ódýran máta, time is money