30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb


Höfundur
BaldurÖ
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Þri 23. Jún 2009 22:28
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf BaldurÖ » Fös 25. Nóv 2016 18:26

Daginn

afhverju er svona mikill verðmunur

hér kostar svona tölva 29 þús en 59 þús í Tölvutek

https://www.amazon.co.uk/dp/B01N0J3MYD/ref=gbph_img_m-5_62ef_c346e7f1?smid=A3P5ROKL5A1OLE&pf_rd_p=b1583de8-ab23-443b-bb8e-4d1c5f5462ef&pf_rd_s=merchandised-search-5&pf_rd_t=101&pf_rd_i=161428031&pf_rd_m=A3P5ROKL5A1OLE&pf_rd_r=6A9RXVY0168BW242WFCD&th=1

getur einhver sagt mér hvað hún kostar hingað komin ég er að hugsa um að kaupa
hana en kann bara ekki að finna út með tolla og annað




agust1337
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf agust1337 » Fös 25. Nóv 2016 18:33

Þú þarft að borga fyrir toll og stundum sendinga kostnað ef hann er ekki frír. En tollur.is gefur mér heildar kostnað 34.959 kr / £250
En samt ódyrara, sennilega fyrir elko.
Viðhengi
Screenshot_19.png
Screenshot_19.png (76.6 KiB) Skoðað 1652 sinnum


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


Höfundur
BaldurÖ
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Þri 23. Jún 2009 22:28
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf BaldurÖ » Fös 25. Nóv 2016 18:40

Takk kærlega fyrir þetta :)




Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Tonikallinn » Fös 25. Nóv 2016 18:44

agust1337 skrifaði:Þú þarft að borga fyrir toll og stundum sendinga kostnað ef hann er ekki frír. En tollur.is gefur mér heildar kostnað 34.959 kr / £250
En samt ódyrara, sennilega fyrir elko.

Amazon reiknar allt fyrir þig



Skjámynd

Maniax
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Þri 24. Júl 2012 14:59
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Maniax » Fös 25. Nóv 2016 19:17

Miðað við visa gengi í dag sem er 144,7664 *303,34 pund sem er með flutning og skatt

Þá virðist þetta enda í 43.914,53 krónum í heildina miðað við 229 punda vélina sem er sama bundle og hjá Tölvutek sýnist mér
Þá ertu samt allavega að græða 16.076 krónur í mismun

Capture.PNG
Capture.PNG (17.91 KiB) Skoðað 1606 sinnum
Síðast breytt af Maniax á Fös 25. Nóv 2016 19:36, breytt samtals 1 sinni.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Sam » Fös 25. Nóv 2016 19:29

Það er enginn tollur á tölvum, bætist bara VSK við verð og flutningskostnað.




Mossi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 00:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Mossi » Fös 25. Nóv 2016 22:52

Verslanir borga ekki sama stykkjaverð og við einstaklingurinn.

Magnafslàttur, fyrirtækja/ þjònustuafslàttur og ekki sami sendingakostnaður (þ.e.a.s. ef gert er ràð fyrir að fyrirtæki panti inn eitthvað magn). Þannig að àlagningin er meiri en við erum að reikna.


Hinsvegar, þà eru nokkrar àstæður af hverju àlagningin er svona hà.
Fyrst lagi, þà er mjög dýrt að hafa einhvern lager hérna sérstaklega m.t.t. stærðar markaðarins, þannig að yfirleitt er pantað inn lìtið ì einu og oft. Þannig að fàir fà einhvern gòðan magnafslàtt einsog myndi gerast annars staðar ì Evròpu. Ìsland pantar ekki i bulk.

Svo er umhverfið hérna mjög òvingjarnlegt fyrir fyrirtækjarekstur. Þ.e.a.s. þà eru mjög mikil gjöld og annar kostnaður og skattar og þess hàttar sem fellur à fyrirtæki og þà sérstaklega per starfsmann. Þar með fràtalið hùsnæðiskostnað og den slags sem er àgætlega hàr. En skattmann pikkar og týnir til og frà endalaust af fyrirtækjum.

Þannig að þetta er ekki bara àlagning ùtaf græðgi.

Fyrirtæki à Ìslandi vita það að þau munu aldrei græða (og halda rekstri) með fjöldasölu, þannig að þau reyna að græða hvað mest à hverju seldu stykki. Markaðurinn à Ìslandi er ekki nògu stòr og hreyfist ekki nògu hratt til að fyrirtæki einfaldlega geti reitt sig à fjöldasölu. Við erum bara 370.000. Og stór partur af þeim verslar ekki (börn, fàtækir, aldraðir) og að miklu leiti kaupum við til að endast. Lìtill partur kaupir sér nýjasta nýtt (pre 2007 thinkalike). Þannig að aftur, hreyfingin er hæg þannig að fyrirtæki oft þurfa að skrùfa verð upp.

En af þvì sögðu! Þà er oftar en ekki einfaldlega verið að tala um græðgi. À Ìslandi vilja allir vera kòngar, og Ìsland lìtur à Reaganomics sem biblìuna oftar en ekki. Þvì miður.




Crancster
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Feb 2013 01:24
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Crancster » Fim 01. Des 2016 21:23

Sam skrifaði:Það er enginn tollur á tölvum, bætist bara VSK við verð og flutningskostnað.


Afsakið að ég sé að vekja dauðan þráð en þetta er hreinlega bara ekki rétt, leikjatölvur slíkt og Playstation, Xbox og Nintendo teljast ekki undir sömu tollaflokkun og venjulegar tölvur sem bera eingöngu 24% VSK og úrvinslugjöld. Leikjatölvur falla í tollflokk sem ber með sér 10% toll, 24% VSK og úrvinslugjöld.

Tölvan kostar frá Amazon í Bretlandi 229.99 GBP eftir að þeir fjarlægt sinn VSK þá verður tölvan á 191,66 GBP. Við það bætist 29.97 GBP í flutnings kostnað hingað til Íslands.

Heidlar verðið er þá komið í 221.63 GBP. Ef við förum eftir reiknvél Tollstjóra á https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/ þá kemur þetta út á 49.326 kr. en inn í þann reikning vantar einnig tollmeðferð en það kostar hjá póstinum 550 kr.
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (499.33 KiB) Skoðað 1394 sinnum




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf vesley » Fim 01. Des 2016 21:36

Hvaða tollflokk ertu að setja xbox tölvuna í ?




Crancster
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Feb 2013 01:24
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Crancster » Fim 01. Des 2016 21:42

Leikjatölvur lenda í tollflokk: 9504.5000 - Rafmyndaleiktæki og -vélar aðrar en þær í undirlið 9504.3000

https://vefskil.tollur.is/tollalinan/TAV/yfirlit.aspx?F=20&K=95&T=95045000




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 30 þús króna verðmunur á Xbox S 500gb

Pósturaf Sam » Fim 01. Des 2016 22:57

Enginn þörf á að biðjast afsökunar á að endurvekja þráðinn til leiðréttingar, ég biðst bara afsökunar á að hafa farið með rangt mál.