Sennheiser HD 202

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Sennheiser HD 202

Pósturaf jonsig » Lau 12. Mar 2016 00:02

Sælir vaktarar .


Í dag var keypt sér sennheiser hd 202 , mér vantaði heyrnartól sem blokka utanaðkomandi hávaða af einhverju leiti ,og vera um leið þægileg . Auk þess var kostur að þau séu ekki dýr þar sem ég nota þau í skólanum , og væri því ekki gaman að gleyma þeim og sjá þau horfin daginn eftir .


Mynd

Ekki hafði ég stórar væntingar til svona ódýrra heyrnartóla (5.900kr elko) . En eftir 8klst samfellda notkun verð ég að segja að þau stóðu vonum framar.
Þó hljóðgæðin séu langt frá HD800 / PS-500 performance þá minntu þau á hljómgæði HD 598 og verð ég að segja að þau ná þeim uppað 80% markinu. Þótt verðmunurinn sé margfaldur .

Kostir : Fáránlega þægileg ,leka ekki hljóði, ódýr , létt , hljómgæðin eru sambærileg mun dýari heyrnartólum , hægt er að keyra þau á Samsung galaxy 5 án vandræða , hönnuð fyrir margar stærðir af hausum :) OG haldast á hausnum .

Ókostir: 3metra löng leiðsla , og fylgir þessum einhverskonar snúru kefli sem er vægast sagt ömurlegt í alla staði. Mættu blocka betur utanaðkomandi hljóð.

Vandamálið var hinsvegar leyst með að rölta í MBR og kaupa 3.5mm jack á 10x földu verði og stytta leiðsluna um amk 1.5metra :)

Í lokin vildi ég minnast á að mér fannst ...
það vanta eitthvað svona review þótt það sé ekki merkilegt . Chekkið á þessum ef ykkur vantar vinnustaðar headphones eða einfaldlega nennið ekki að hlusta á konuna XD (kemst ekki lengi upp með það).