Reynsla af Salora sjónvörpunum frá Tölvutek?

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Reynsla af Salora sjónvörpunum frá Tölvutek?

Pósturaf GullMoli » Mán 07. Mar 2016 15:19

Sælir.

Er búinn að vera skoða sjónvörp svolítið og sjónvarpið sem Tölvutek bjóða uppá heillar nokkuð; 120þús fyrir 48" 4k sjónvarp?

https://tolvutek.is/vara/salora-48-4k-led-sjonvarp


Þekki einn sem á FullHD útgáfuna sem þeir voru með áður, og það hefur reynst honum nokkuð vel. Hinsvegar langar mig að forvitnast um hvort einhverjir hérna þekki til 4k útgáfunnar? Óbærilegt input lag með leikjatölvum? etc


EDIT: Get svosum svarað þessu sjálfur núna. Fór niðureftir til þeirra áðan þar sem þeir eru nýbúnir að setja upp PS4, Xbox One og Steam box vél. Allt tengt við sitthvort Salora tækið. Input lag var eitthvað pínu pons en annars virkar þetta sem solid tæki fyrir þennan pening.

EDIT2: Verslaði svona sjónvarp. Sé eftir því af nokkrum ástæðum:
1. Netflix takkinn á fjarstýringunni virkar ekki. Virkar samt á sjónvörpunum hjá Tölvutek(fór og prufaði hana hjá þeim). Appið sjálft virkar samt.
2. Netkortið í sjónvarpinu er eitthvað meingallað, nær engum hraða og því eru 4k youtube video aldrei í sync (video og hljóð) og sömuleiðis meikar þetta ekki að streama 4k Netflix í appinu (scalar niður gæðin allsvakalega). Tekið skal fram að sjónvarpið er snúrutengt og 100MB ljósleiðari hérna.
3. Það heyrist þokkalega hátt spennuhljóð í tækinu.
4. Öll fjögur hornin eru með svona blackbleed, as in eru mjög greinilega dekkri en restin af sjónvarpinu.
5. Tækið virðist ekki höndla snöggar hreyfingar, verður blurrað í kringum það sem hreyfist. Sérstaklega á HD efni.
6. Gerði tilraun til þess að fara á SpeedTest.net í innbyggða browsernum. Síðan loadaðist gífurlega hægt og loks þegar ég gerði "Start Test" á HTML5 síðunni þá crashaði sjónvarpið.

Fer með það niðureftir við tækifæri og fæ vonandi að skila, ekki nema þetta sé bara gallað tæki.

EDIT3: Fór með það til þeirra og reyndist tækið vera gallað, fékk endurgreitt og ætla í LG. Ég þekki til starfsfólks þarna og þetta er víst í fyrsta skiptið sem þeir fá staðfest bilað Salora tæki til sín. Ég prufaði tækin niðri hjá þeim aftur og virtust þau ekki eiga við þessi sömu vandamál að stríða, nema jú smá blacklight bleed í hornunum og skelfilegt menu viðmót.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af Salora sjónvörpunum frá Tölvutek?

Pósturaf snaeji » Þri 08. Mar 2016 20:51

Er Thomson meira solid merki?

Held örugglega að þetta sjónvarp hérna sé LED

Hér er eitt hjá SM á 120 þús:
Thomson 50" Ultra HD Smart Wifi Sjónvarp




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af Salora sjónvörpunum frá Tölvutek?

Pósturaf Olli » Þri 08. Mar 2016 21:26

Þetta er alls ekki frábært verð fyrir noname tæki



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af Salora sjónvörpunum frá Tölvutek?

Pósturaf brain » Mið 09. Mar 2016 07:51

Salora er ekki noname !

Fyrirtækið er næstum 100 ára. Salora sjónvörp hafa verið seld síðan 198*

Voru seld í Hljómbæ á Hverfisgötu.