Besta lausn til að streyma á milli herbergja


Höfundur
vallibirgiss
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 17. Sep 2013 02:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Besta lausn til að streyma á milli herbergja

Pósturaf vallibirgiss » Þri 26. Jan 2016 16:18

Góðan daginn
Er með myndlykill inní sjónvarpsherbergi ásamt sjónvarpi
Síðan er eg með sjónvarp inní 2 öðrum herbergjum
Hvað er besta leiðin til að streyma myndlyklinum inní öll herberginn?
Gamla kerfið hjá okkur fór í gegnum vhs og loftnetið



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Besta lausn til að streyma á milli herbergja

Pósturaf nidur » Þri 26. Jan 2016 17:27

Ég myndi segja loftnetssnúran, þarft ekki að senda út analog, gætir farið í digital með einhverju eins og skjámynd er að selja.

http://skjamynd.is/index.php?option=com ... Itemid=175



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta lausn til að streyma á milli herbergja

Pósturaf hagur » Þri 26. Jan 2016 17:35

Þér er semsagt sama þó að það þurfi allir að horfa á það sama? Það er engin "góð" leið. Flestir myndlyklar geta "mótað" signalið út í gegnum loftnetskapal, á svipaðan hátt og þú varst greinilega að gera. Það eru lousy gæði samt. Önnur leið er að nota aðra útganga á afruglaranum en þá þarftu að fara að þræða kapla og getur lent í lengdartakmörkunum. HDMI geturðu náttúrulega ekki feedað á marga staði nema með þar til gerðum HDMI splitter og þá ertu líka orðinn sérstaklega viðkvæmur fyrir lengd kapla. Af minni reynslu er 10m max, án þess að vera með einhverskonar repeater eða magnara á milli.

Besta leiðin er einfaldlega að splæsa í 2 aðra myndlykla. En það kostar auðvitað extra. Ef þú ert bara með opnar rásir þá er spurning um að nota bara t.d Raspberry Pi2 og KODI og setja upp netstrauma á t.d RÚV, Skjá1 o.sv.frv.