Notar einhver Google Play Movies?


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf pegasus » Sun 10. Jan 2016 01:24

Ég er að leita að einhverju fyrir pabba minn til að koma í staðinn fyrir vídjóleigu+DVD spilara. Mér dettur í hug að kaupa handa honum Netflix áskrift en þar sem hann horfir ekkert rosalega mikið á kvikmyndir held ég að pay-per-view módel henti honum frekar auk þess sem að úrvalið er þá kannski meira. iTunes og Amazon Videos eru ekki aðgengilegar hér en skv. þessu þá á að vera hægt að nota Google Play Movies þjónustuna á Íslandi.

Hefur einhver hérna reynslu af þessu sem er til í að deila með sér? Allar ráðleggingar og öll komment eru mjög vel þegin hvað varðar val á þjónustu og tæki.



Skjámynd

Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf Stufsi » Sun 10. Jan 2016 02:12

Ef hann horfir á minnst 1-2 myndir kannski á mánuði, þá held ég að netflix sé málið.


Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf HalistaX » Sun 10. Jan 2016 15:36

Hef oft pælt í því að kaupa mér mynd sem ég hef ekki séð, eða bara instant classic.

Mér finnst Google Play markaðurinn á myndum og þáttum bara svo dýr miðað við t.d. Netflix. 1100 kall á mánuði er ekki neitt. Það er minna en að fækka sígarettum um eina á dag.

Var ekki einhvern tímann til einhver íslensk svona þjónusta? Filma.is? Eða eitthvað. Hefuru eitthvað kynnt þér það og hvað það kostar?


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Televisionary
FanBoy
Póstar: 704
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf Televisionary » Sun 10. Jan 2016 22:59

Ég kaupi eina og eina mynd þarna til "eignar". Barnamyndir sem eru spilaðar í tugum skipta eru fljótar að borga sig á móti 48 tíma leigu á VoD hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Einnig frábært að hafa möguleika á niðurhali á snjall tæki þegar maður er að ferðast.




Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf Axel Jóhann » Mán 11. Jan 2016 08:25

ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf codec » Mán 11. Jan 2016 11:21

Axel Jóhann skrifaði:ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði

Ég keypti Chromecast sem reyndar aðeins ódýrari og virkar líka mjög vel.




Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf Axel Jóhann » Mán 11. Jan 2016 11:52

En er chromecast ekki þannig að þú þarft tæki til að streama úr ?


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf starionturbo » Mán 11. Jan 2016 17:52

Júbb. ATV3 + Netflix er rock solid foreldrasetup.


Foobar


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Pósturaf pegasus » Mið 13. Jan 2016 16:54

Takk fyrir allar ábendingarnar. Ég er farinn að hallast að því að kaupa Roku 3 og Netflix áskrift. Fjarstýringin er með raddleit sem pabbi minn getu notað til að finna myndir bæði á Netflix og Google Play Movies. Ég hef áhyggjur af því að hann finni ekki allar myndirnar á Netflix sem honum langar að sjá.