Val á hátalarasnúru!

Skjámynd

Höfundur
PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Val á hátalarasnúru!

Pósturaf PhilipJ » Lau 05. Des 2015 11:12

Nú er ég að fara að tengja tvo bakhátalara og þarf snúru sem er c.a. 7-8 m fyrir hvorn hátalara.
Þetta eru hátalararnir https://www.google.com/search?q=Technic ... 8&oe=utf-8
Með hverju mælið þið í þykkt á snúrum?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Lau 05. Des 2015 14:08

Þegar hljóðkerfi er hannað er miðað við viðnám vírsins sé undir 5% af nominal viðnámi hátalarans (6ohm í þínu tilviki) .

Hér geturu séð mm í mm2 og sett svo inní reiknivél á linknum fyrir neðan . http://www.engineeringtoolbox.com/wire- ... _1874.html

http://chemandy.com/calculators/round-w ... ulator.htm

10metrar af 0.75q ættu að vera ca 200 milliohm ==> 3.3% . (hugarreikningur ,chekkaðu til öryggis)
ír .



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Lau 05. Des 2015 14:30

Svo kaupa vír í byko , lampasnúra kostar ekki mikið miðað við okrið hérna á klakanum .
Ekki kaupa hátalaravír scam :)



Skjámynd

Höfundur
PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf PhilipJ » Lau 05. Des 2015 14:51

Er enginn munur á hátalaravír og lampasnúru fyrir utan verð og nafn



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Lau 05. Des 2015 14:59

Hreinleikinn á kopar er mjög svipaður ef ekki hinn sami .

Einhverntíman datt einhverjum snilling í hug að selja venjulegar koparleiðslur sem "hátalarasnúrur" og markaðsetja þær betri fyrir audio . Og græddi heilan helling á því.

Munurinn á hátalaravír og húsavír er sá fyrir mér að meira eftirlit er með gæðum húsavíra .

Og ef þú lest um einhverja OFC koparvíra ,þá er það annar vinkill á scam´inu.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf DJOli » Lau 05. Des 2015 16:19

Sem lærlingur rafvirkja, þá gríp ég í þá víra sem mér eru næstir til að tengja hátalara.
Ég hef yfirleitt tekið 1,5q (kvarat) fjölþættann tvíleiðara í heimilishátalara.
Hinsvegar þegar um minni hátalara er að ræða (undir 150w) þá hef ég notað 0,75q tvíleiðara lampasnúru.

Kvarat er þekkta mælieiningin hér heima.
Fjölþættur vír er kapall með mörgum fínum vírum.
Tvíleiðari eru tveir kaplar saman í leiðara.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Höfundur
PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf PhilipJ » Lau 05. Des 2015 20:23

Takk fyrir góð svör, lét vaða á 0,75 lampasnúru og virkar vel so far :)




Quemar
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 13:29
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf Quemar » Sun 06. Des 2015 00:56

Mig minnir að ég sé með 2,5 mm á mínu systemi. Official hátalarasnúrur, en ég fékk líka top verð í gegnum sambönd og keypti 100m rúllu :-p

Það er líka bull að þetta sé allt eins. En samt er klárlega verið að leggja svínslega mikið á "hátalarasnúrur", svo það má deila um hvort verðmunurinn sé þess virði.
Mesta muninn fann ég á að upgreida scart tengin mín á sínum tíma, VÁ!!!, mikill munur, það er líka alveg analog og því fræðilega sambærilegt við hátalarasnúru pælingarnar...
Er samt sammála með digital tengin, sé ekki alveg hvernig það mini hafa áhrif... betra að setja peninginn í gott DAC.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Sun 06. Des 2015 02:30

DJOli skrifaði:Kvarat er þekkta mælieiningin hér heima.
Fjölþættur vír er kapall með mörgum fínum vírum.
Tvíleiðari eru tveir kaplar saman í leiðara.


Ertu ekki að meina kapall með tveimur aðskildum leiðurum ? :)
Síðast breytt af jonsig á Sun 06. Des 2015 03:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Sun 06. Des 2015 02:53

Quemar skrifaði:Mig minnir að ég sé með 2,5 mm á mínu systemi. Official hátalarasnúrur, en ég fékk líka top verð í gegnum sambönd og keypti 100m rúllu :-p

Það er líka bull að þetta sé allt eins. En samt er klárlega verið að leggja svínslega mikið á "hátalarasnúrur", svo það má deila um hvort verðmunurinn sé þess virði.
Mesta muninn fann ég á að upgreida scart tengin mín á sínum tíma, VÁ!!!, mikill munur, það er líka alveg analog og því fræðilega sambærilegt við hátalarasnúru pælingarnar...
Er samt sammála með digital tengin, sé ekki alveg hvernig það mini hafa áhrif... betra að setja peninginn í gott DAC.


Ef ég má spyrja fyrst þú getur fullyrt þetta svona án vandamála, hefur þú einhverja menntun á þessu sviði (rafmagni?) ,Þurft að reikna út skin effect í köplum , rýmd osfr ?

Ég get sagt þér að ef kopar-kapall seldur sem slíkur er ekki amk 99% hreinn kopar þá fær hann ekki vottun í mörgum nágrannaríkjum okkar , þeir eru testaðir vel og vandlega. Og þessir "audio" kaplar sem þú kaupir útí búð lenda ekki í svona grimmum prófunum því það er frekar ólíklegt að þeir drepi fólk séu þeir utan marka . Líklega er einhver kínverjinn að scama þig .

En ok,, segjum sem svo þú hafir super grade ofc kopar leiðara í hátalarann. Helduru að audiomerkið hafi ferðast frá uppsprettu um og gegnum magnarann þinn gegnum sömu gæði leiðara og fancy audio kapallinn þinn ? :) Eða magnet vírarnir og tíðnisíur séu gerðar úr eðalmálmum :)

Hefuru séð vísindaleg gögn um að þessi súrefnis "óhreinindi" í kaplinum hafi mælanleg áhrifá audio signal range ( <30KHz)

Og ps . SCART samnýtir bæði analog og digital merki ... auk þess eru þeir ekki SAMBÆRILEGIR því scart er hannað fyrir töluvert hærri tíðnir . Kannski ættiru að kynna þér muninn á RF tíðni og audio tíðni .




Quemar
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 13:29
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf Quemar » Sun 06. Des 2015 03:30

Ég sagði ekkert að "hátalarasnúrur" væru alltaf betri, bara að það væri bull að þetta sé allt sama tóbakið.
Ég keypti þetta ekki af kínverjum...
Pointið með scartið var að við erum að tala um mostly analog merki og því að minnsta kosti að e-u leiti sambærilegt við hátalarasnúrur. Það eru líka pælingar með þykkt á hátalarasnúrum og hversu langt má leiða þær. Vísa þá líka aftur í umræðuna að digital interconnects eru ólíkleg til að hafa áhrif á gæði, svo ef e-r hluti scart er digital þá spilar það varla stóra rullu.
Ég er með þokkalega respectable græjur sem að ég veit að eru með mjög vandaðar innri brautir, svo ég er ekkert að tapa mér yfir 200kr m á hátalarasnúrum.
Og nei, ég hef enga menntun í þessu, hef bara upplifað muninn þegar kaplar hafa verið upgreidaðir.
Og það er of seint að fara að velta sér uppúr gömlu analog köplunum núna, allt orðið digital, svo ég nenni ekki að grafa upp vísindalegar greinar bara til að deila um það. Hef áhugaverðari hluti til að nördast yfir ;)


jonsig skrifaði:
Quemar skrifaði:Mig minnir að ég sé með 2,5 mm á mínu systemi. Official hátalarasnúrur, en ég fékk líka top verð í gegnum sambönd og keypti 100m rúllu :-p

Það er líka bull að þetta sé allt eins. En samt er klárlega verið að leggja svínslega mikið á "hátalarasnúrur", svo það má deila um hvort verðmunurinn sé þess virði.
Mesta muninn fann ég á að upgreida scart tengin mín á sínum tíma, VÁ!!!, mikill munur, það er líka alveg analog og því fræðilega sambærilegt við hátalarasnúru pælingarnar...
Er samt sammála með digital tengin, sé ekki alveg hvernig það mini hafa áhrif... betra að setja peninginn í gott DAC.


Ef ég má spyrja fyrst þú getur fullyrt þetta svona án vandamála, hefur þú einhverja menntun á þessu sviði (rafmagni?) ,Þurft að reikna út skin effect í köplum , rýmd osfr ?

Ég get sagt þér að ef kopar-kapall seldur sem slíkur er ekki amk 99% hreinn kopar þá fær hann ekki vottun í mörgum nágrannaríkjum okkar , þeir eru testaðir vel og vandlega. Og þessir "audio" kaplar sem þú kaupir útí búð lenda ekki í svona grimmum prófunum því það er frekar ólíklegt að þeir drepi fólk séu þeir utan marka . Líklega er einhver kínverjinn að scama þig .

En ok,, segjum sem svo þú hafir super grade ofc kopar leiðara í hátalarann. Helduru að audiomerkið hafi ferðast frá uppsprettu um og gegnum magnarann þinn gegnum sömu gæði leiðara og fancy audio kapallinn þinn ? :) Eða magnet vírarnir og tíðnisíur séu gerðar úr eðalmálmum :)

Hefuru séð vísindaleg gögn um að þessi súrefnis "óhreinindi" í kaplinum hafi mælanleg áhrifá audio signal range ( <30KHz)

Og ps . SCART samnýtir bæði analog og digital merki ... auk þess eru þeir ekki sambærilegri því scart er hannað fyrir töluvert hærri tíðnir . Kannski ættiru að kynna þér muninn á RF tíðni og audio tíðni .



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Sun 06. Des 2015 04:43

Held að akkúrat málið sé að þú finnir engar vísindalegar greinar um það sem ég bað um .

Maður ber ekki saman audio signal og RF signal 20Hz-22KHz vs .3 kHz - 300 GHz (eins og að bera saman vandamál dihatsu charade vs Ferrari GT) .
Scart hefur allt önnur vandamál heldur 3.5mm audio jack , þó vandamálin séu þau sömu í grunnin eins og tæring og annað sem getur ruglað allt.

Hvað meinaru með digital interconnects ? merkinu er breytt úr digital=>analog síðan rúllar merkið gegnum pre-amp og main amp magnarans þá gegnum jafnvel einhverja metra af áli,kopar,tin ,blý ,sínk og guð má vita hvað samsuðu áður en það er sent á speaker útgang eða aftur í digital :)

Ástæðan fyrir tuðinu mínu er til að reyna koma í veg fyrir að annar MONSTER cable verði keyptur .




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf axyne » Sun 06. Des 2015 09:55

Ágætis grein um hátalarasnúrur, http://www.roger-russell.com/wire/wire. ... stancehigh

Eins og komið hefur framm og OP keypt sér, þá dugar 0.75q lampasnúra í flestum tilvikum.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf kiddi » Sun 06. Des 2015 11:49

Þessi umræða vekur tilefni til þess að minnast þessarar greinar:

http://gizmodo.com/363154/audiophile-de ... oat-hanger
(sem vísar svo hingað http://forums.audioholics.com/forums/th ... post-15412)

Hvað finnst mönnum svo um kapla eins og þessa? Notabene dýrasta parið frá þessum framleiðanda kostar $16k, fyrir held ég 1 metra par :)
http://www.musicdirect.com/p-66298-nord ... es-pr.aspx



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátalarasnúru!

Pósturaf jonsig » Mán 07. Des 2015 01:50

kiddi skrifaði:Hvað finnst mönnum svo um kapla eins og þessa? Notabene dýrasta parið frá þessum framleiðanda kostar $16k, fyrir held ég 1 metra par :)
http://www.musicdirect.com/p-66298-nord ... es-pr.aspx


High Performance FEP Internal Insulation reduces dielectric absorption and increases signal speed

þessi kapall getur líklega minnkað dielectric absorptionið í þéttunum í magnaranum líka ! Þá minnkar squissí hljóðið í soundinu :lol:

increases signal speed það leysir hellings vandamál hjá mér !!! árans leiðnin á rafeindunum í hátalaraköplunum mínum er ekki alveg að ná ljóshraðanum !! þetta gæti verið málið til að minnka laggið í yotta Hz tíðnisviðinu sem ég er alltaf að fókusa á !! :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: