Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf appel » Lau 13. Des 2014 01:11

Sony Pictures mad at Netflix’s failure to block overseas VPN users
Leak accuses Netflix of “semi-sanctioning” piracy by “illegal” paying users.
..we are now hearing from clients in Australia, South Africa and Iceland (to name a few) where significant numbers of people are able to subscribe to Netflix..
http://arstechnica.com/tech-policy/2014 ... vpn-users/


Greinilegt að stúdíóunum líkar illa við lélega geo-blockingu sem Netflix notar. Kannski einn daginn krefjast stúdíóin þess að Netflix taki ekki við greiðslum frá PayPal, eða að PayPal sé með upplýsingar um "country of origin" í þessum tilgangi.


*-*


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Bjosep » Lau 13. Des 2014 02:44

Eða sleppa því bara að búa til lausnir fyrir Netflix og einfaldlega hóta bara að slíta samstarfinu við Netflix og semja við samkeppnisaðila þeirra.




Spekingur
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Þri 01. Feb 2011 12:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Spekingur » Lau 13. Des 2014 19:25

Í stað þess að fólk frá þessum löndum haldi sig við þessa "ólöglegu" leið sem gefur Sony Pictures pening í kassann, þá hvað? Fara þeir sem ekki hafa lengur aðgengi að Netflix en höfðu áður bara ekki aftur í venjulegt niðurhal?
Það hlýtur að þýða minni pening í kassann fyrir stúdíóin.


Stupid people should be billed twice.

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Minuz1 » Lau 13. Des 2014 19:31

Spekingur skrifaði:Í stað þess að fólk frá þessum löndum haldi sig við þessa "ólöglegu" leið sem gefur Sony Pictures pening í kassann, þá hvað? Fara þeir sem ekki hafa lengur aðgengi að Netflix en höfðu áður bara ekki aftur í venjulegt niðurhal?
Það hlýtur að þýða minni pening í kassann fyrir stúdíóin.


HEY, EKKI HUGSA SVONA LANGT!!! ÞETTA ER STÓRFELLT TAP FYRIR ÞÁ!!!!!!!


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Viktor » Lau 13. Des 2014 21:49

Minuz1 skrifaði:
Spekingur skrifaði:Í stað þess að fólk frá þessum löndum haldi sig við þessa "ólöglegu" leið sem gefur Sony Pictures pening í kassann, þá hvað? Fara þeir sem ekki hafa lengur aðgengi að Netflix en höfðu áður bara ekki aftur í venjulegt niðurhal?
Það hlýtur að þýða minni pening í kassann fyrir stúdíóin.


HEY, EKKI HUGSA SVONA LANGT!!! ÞETTA ER STÓRFELLT TAP FYRIR ÞÁ!!!!!!!


Hahahahaha :D :fly =D> \:D/ :-"

HVERT NIÐURHAL ER TÖPUÐ SALA!!!!!!!!!!!!!! :mad :mad :mad
Síðast breytt af Viktor á Lau 13. Des 2014 21:50, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf appel » Lau 13. Des 2014 21:49

Núna er HBO að fara búa til sitt eigið "Netflix", þ.e. bjóða upp á áskriftarþjónustu. Það er ljóst að fleiri fylgja í kjölfarið. Þannig að það er ljóst að Netflix á eftir að mæta aukinni samkeppni bráðum.


*-*

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf beatmaster » Lau 13. Des 2014 22:42

Eittthvað eru menn að misskilja viðskiptamódelið sem virkar, að borga 8 dollara á einum stað til að fá allt efni á sama stað er eitthvað sem að gengur vel upp, að borga á 8 stöðum 8 dollara til að geta valið um eitt hingað og annað þangað er ekki að fara að ganga upp og verður sjálfhætt án viðskiptavina

Það þarf fleiri framleiðslufyrirtæki og færri sýningarastaði til að anna nútíma eftirspurn eftir myndefni, fólk vill bara binge-a seríur og stökkva svo á aðrar seríur og binge-a þær

Eina ástæðan fyrir því að fólk hefur keypt pakka með 300 rásum til að geta horft á rásina sína er það að það gat ekki keypt rásina sína án þess að hún væri bundle-ð inn með hinum 299

Árið er 2014 og mynd- og tónlistarbransinn er fastur í ónýtu viðskiptamodeli sem að gengur ekki lengur, raunverulegir hæfileikar í þessum listum eru fastir undir mörgun lögum af óþarfa blóðsugum sem að voru kanski nauðsynlegar áður fyrr en engan veginn í dag, það eru þessi blóðusgulög sem að eru alltaf brjáluð, alltaf kvartandi, einfaldlega af því að þau eru í örvæntingu að blása lífi í steindauða viðskiptamódelið sitt.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Spekingur
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Þri 01. Feb 2011 12:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Spekingur » Lau 13. Des 2014 23:48

appel skrifaði:Núna er HBO að fara búa til sitt eigið "Netflix", þ.e. bjóða upp á áskriftarþjónustu. Það er ljóst að fleiri fylgja í kjölfarið. Þannig að það er ljóst að Netflix á eftir að mæta aukinni samkeppni bráðum.


Ertu að meina HBO Go og HBO Nordic?


Stupid people should be billed twice.


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf hkr » Sun 14. Des 2014 02:44

Spekingur skrifaði:
appel skrifaði:Núna er HBO að fara búa til sitt eigið "Netflix", þ.e. bjóða upp á áskriftarþjónustu. Það er ljóst að fleiri fylgja í kjölfarið. Þannig að það er ljóst að Netflix á eftir að mæta aukinni samkeppni bráðum.


Ertu að meina HBO Go og HBO Nordic?


Held að hann eigi við það nema að þú þarft ekki að vera með cable áskrift til þess að geta fengið þá þjónustu, verður s.s. stand alone eins og netflix.
http://www.vulture.com/2014/10/your-que ... wered.html



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf rapport » Sun 14. Des 2014 14:31

Það verður aldrei einn staður sem allt fæst á X pening...

Rétt eins og með sjónvarpsstöðvarnar þá verður "stöð/síða" sem sérhæfir síg í Sci Fi, gamanþáttu, spennuþáttum, fjölskylduefni, bíómyndum, gömlu efni o.s.frv. o.s.frv.

Eða...

Það verða margar síður sem verða með allt efni og keppa í verðum og gæðum á þjónustu.


Þegar samkeppnin verður meiri þá mun fólk geta valið milli ódýrra aðila sem eru með lélegt samband og óáreiðanlega þjónustu eða dýrari aðila sem eru með betri þjónustu.

Þetta eru bara þreifingar á milli stórra framleiðenda, þeir eru að gera sig breiða til að reyna að ná hagstæðari samningum.


Ég mundi vilja sjá Youtube vera með milliveg, það sem litlir eða nýir framleiðeindur geta sótt um styrki til að framleiða efni (hugsanlega er það til jafnvel til)...




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Bjosep » Sun 14. Des 2014 17:51

Rétt eins og stöð 2 og skjárinn bjóða upp á eitthvað frelsi þá bjóða margar stöðvar eða "stöðvakeðjur" upp á þjónustu sem er svipuð og netflix .

Viaplay/Viasat
C-more
HBO Nordic
Sky

Ég þekki reyndar bara Viaplay en hún er alveg eins og Netflix nema líklegast með minna framboð. Þetta eru bara þær sem ég veit um.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf hkr » Sun 04. Jan 2015 19:59

http://www.visir.is/lokad-endanlega-fyr ... 5150109716

Verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Netflix.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf slapi » Sun 04. Jan 2015 20:32

En þessu skátengt, ef netflix (og jafnvel aðrar veitur í framtíðinni) munu koma við hérna á Íslandi þá þurfa þier væntanlega að vera með serverana hér, eru ISP arnir kannski þessvegna að fara að mæla alla traffík?


http://www.visir.is/pirati-fer-yfir-isl ... 4141019159




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf starionturbo » Sun 04. Jan 2015 20:33

Og hvað mun http request blocking leysa frekar en dns request blocking?

Þetta þýðir að við þurfum að hætta greiða playmo.tv fyrir sína þjónustu og fara greiða fyrir ameríska VPN þjónustu og route-a öllum fyrirspurnum *.netflix.com yfir þangað.

Svo bæta þeir inn geo validation á kreditkort og paypal, sem er hægt að leysa eins og ameríska itunes aðganga...

Þetta er alveg sorglegt, því miður... en alfarið SMÁÍS (nú FRISK) og STEF að kenna.


Foobar

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 20:47

slapi skrifaði:En þessu skátengt, ef netflix (og jafnvel aðrar veitur í framtíðinni) munu koma við hérna á Íslandi þá þurfa þier væntanlega að vera með serverana hér, eru ISP arnir kannski þessvegna að fara að mæla alla traffík?


http://www.visir.is/pirati-fer-yfir-isl ... 4141019159


Enga trú á því. Í Noregi virðist þetta allavega vera koma frá Amazon.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf appel » Sun 04. Jan 2015 20:55

Heimurinn er að þróast í átt að meira eftiriliti, hertara aðgengi, o.s.frv. Villta Vesturs tími internetsins eru löngu liðinn, og núna þarf allta að vera eftir reglunum, lögum og skilmálum.

Menn sem notuðu VPN þjónustur til að fela sig og downloada torrentum eru núna að horfa upp á það að stjórnvöld í bandaríkjunum og kanada eru að skylda þessar VPN þjónustuaðila að hafa eftirlit með notendum sínum og senda þeim viðvaranir ef þeir eru að downloada kvikmyndum og þess háttar.

Undanfarin misseri hefur verið lokað á mjög margar tenglasíður. Búið að jarða pirate bay, og fjöldi annarra þjónustna eru að hverfa hratt.

Þannig að mín tilfinning er sú að eftir því sem tíminn líður þá verða stjórnvöld og fyrirtæki öflugri í baráttunni gegn einhverjum sem t.d. rekur torrent síðu fyrir þætti og kvikmyndir.

Það verður kannski aldrei hægt að koma í veg fyrir allt alltaf, en fyrir massann þá kemst hann ekki í svona efni ef hann kann það ekki.


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 21:12

starionturbo skrifaði:Og hvað mun http request blocking leysa frekar en dns request blocking?

Þetta þýðir að við þurfum að hætta greiða playmo.tv fyrir sína þjónustu og fara greiða fyrir ameríska VPN þjónustu og route-a öllum fyrirspurnum *.netflix.com yfir þangað.

Svo bæta þeir inn geo validation á kreditkort og paypal, sem er hægt að leysa eins og ameríska itunes aðganga...

Þetta er alveg sorglegt, því miður... en alfarið SMÁÍS (nú FRISK) og STEF að kenna.


Ég hef lengi hugsað afhverju ef Netflix vill Geo blocka afhverju þeir geo blocka ekki strauminn í staðinn fyrir bara authentication eins og þeir gera í dag. En ef þeir ætla að fara gera þetta núna sem mun gera DNS þjónustur óhæfar til verksins og gera VPN þjónustur þyngri mun þetta flækja málið fyrir alltof mörgum. Þetta verður of erfitt. Ef foreldrar mínir geta ekki auðveldlega notað eþtta á AppleTV og iPödunum sínum munu þau ekki nota Netflix.

Reyndar skal ég segja með auknu contenti á Sjónvarpi Símans t.d. hefur það stór minnkað sömuleiðis hjá mér.

Og ef þeir bæta við AVS ( geo validation ) á kreditkortum þá mun það jafnframt gera það erfiðara fyrir massan sem nennir þessu ekki. Og til þess er leikurinn gerður.

Það er ástæða fyrir því að notkun á Hulu er lítil hér á landi, en mjög mikil á Netflix.

Það vita allir að það munu aldrei allir fara löglegu leiðina en það er verið að reyna beina massanum þangað. Hér er ég ekki að segja þetta sé rétt eða rangt.

En hins vegar er Netflix bara að borga fyrir US leyfin, eða bara Noregs leyfin og það er í raun og veru "ósanngjarnt" fyrir hina að keppa við þá. Öfugt við Spotify sem er að greiða Íslensku leyfin og þess vegna getur bara einhver komið á morgun og greitt þessi leyfi. Það er erfitt, ómögulegt fyrir t.d. Íslenska aðila að keppa við Netflix þar sem gjöldin eru allt önnur. Vonandi breytist þetta og stúdíóin rukka bara alla aðila í heiminu per stream per titill. Þá fyrst verður markaðurinn sanngjarn og þetta ætti alveg að vera mögulegt í dag.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf appel » Sun 04. Jan 2015 22:13

Ég vil bæta við einu.

Þróunin er sú í heiminum að lönd vilja stjórna sínu interneti, einkum hvað kemur yfir landamærin. Það eru fjölmörg lönd í heiminum sem er meinilla við yfirráð Bandaríkjanna á netþjónustum, þ.e. ef einhver einstaklingur t.d. í Brasilíu tengist internetinu þá notast hann bara við amerískar netþjónustur, Facebook, Google, Netflix, o.s.frv. Hvað græðir Brasilía á því, að byggja upp fjarskiptainnviði í landinu til að bera amerískar þjónustur?

Við skulum athuga það að það eru 196 lönd í heiminum og flest þeirra eru "authoritarian", þ.e. flest löndin eru svona einsog Egyptaland, Tyrkland, Rússland, o.s.frv. Þau vilja flest skerða aðgengi fólks að upplýsingum, þjónustum á borð við Twitter. ESB vill aðrar reglur á internetinu en þær sem BNA telur að eigi að gilda. Á endanum er eina sem gengur upp er landamæraskipt internet.

Ég spái því að á næstu 1-2 áratugum munum við sjá internetið breytast miklu meira í svæðisskipt internet, þar sem þjónustur verða eingöngu í boði í þeim löndum þar sem búið er að semja við þarlend stjórnvöld. Við sjáum þessa þróun nú þegar í dag, stærstu netfyrirtækin þurfa að lúta dómsvaldi og eftirlitsstofnunum marga landa. Í framtíðin verður ekki til bara eitt Youtube, heldur Youtube EU, og Youtube USA, o.s.frv. og ef þú ert staddur í EU þá getur þú ekki komist í Youtube USA.

Netflix er þjónusta sem mun falla milli skips og bryggju í þessari framtíð.

Þó verður Ísland mun opnara hvað þetta varðar, en ég er að tala almennt um massa fólks í heiminum. Þó Ísland sé mjög liberal í þessum efnum þá skipta 300 þús hræður engu máli í stóra samhenginu. Á endanum munu bandarísku netrisarnir tapa aðgengi að flestum mörkuðum í heiminum.


Frekar hryllileg framtíðarsýn, en svona mun þetta þróast, þessi teikn eru nú þegar á lofti og Bandaríkin standa í mikilli varnarbaráttu fyrir sínum yfirráðum á internetinu í samtökum á borð við ITU og jú SÞ, og eru núna að ýta á heiminn svokölluðum Trans-Pacific og Trans-Atlantic partnership agreements þar sem yfirráð BNA á internetinu eru tryggð.


*-*

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Minuz1 » Sun 04. Jan 2015 23:30

appel skrifaði:Ég vil bæta við einu.

Þróunin er sú í heiminum að lönd vilja stjórna sínu interneti, einkum hvað kemur yfir landamærin. Það eru fjölmörg lönd í heiminum sem er meinilla við yfirráð Bandaríkjanna á netþjónustum, þ.e. ef einhver einstaklingur t.d. í Brasilíu tengist internetinu þá notast hann bara við amerískar netþjónustur, Facebook, Google, Netflix, o.s.frv. Hvað græðir Brasilía á því, að byggja upp fjarskiptainnviði í landinu til að bera amerískar þjónustur?

Við skulum athuga það að það eru 196 lönd í heiminum og flest þeirra eru "authoritarian", þ.e. flest löndin eru svona einsog Egyptaland, Tyrkland, Rússland, o.s.frv. Þau vilja flest skerða aðgengi fólks að upplýsingum, þjónustum á borð við Twitter. ESB vill aðrar reglur á internetinu en þær sem BNA telur að eigi að gilda. Á endanum er eina sem gengur upp er landamæraskipt internet.

Ég spái því að á næstu 1-2 áratugum munum við sjá internetið breytast miklu meira í svæðisskipt internet, þar sem þjónustur verða eingöngu í boði í þeim löndum þar sem búið er að semja við þarlend stjórnvöld. Við sjáum þessa þróun nú þegar í dag, stærstu netfyrirtækin þurfa að lúta dómsvaldi og eftirlitsstofnunum marga landa. Í framtíðin verður ekki til bara eitt Youtube, heldur Youtube EU, og Youtube USA, o.s.frv. og ef þú ert staddur í EU þá getur þú ekki komist í Youtube USA.

Netflix er þjónusta sem mun falla milli skips og bryggju í þessari framtíð.

Þó verður Ísland mun opnara hvað þetta varðar, en ég er að tala almennt um massa fólks í heiminum. Þó Ísland sé mjög liberal í þessum efnum þá skipta 300 þús hræður engu máli í stóra samhenginu. Á endanum munu bandarísku netrisarnir tapa aðgengi að flestum mörkuðum í heiminum.


Frekar hryllileg framtíðarsýn, en svona mun þetta þróast, þessi teikn eru nú þegar á lofti og Bandaríkin standa í mikilli varnarbaráttu fyrir sínum yfirráðum á internetinu í samtökum á borð við ITU og jú SÞ, og eru núna að ýta á heiminn svokölluðum Trans-Pacific og Trans-Atlantic partnership agreements þar sem yfirráð BNA á internetinu eru tryggð.


Ríki eiga að þjóna einstaklingum, einstaklingar eiga ekki að þjóna ríki.

Þó er ég hræddur um að stjórnvöld munu reyna að ná að stjórna internetinu, það er undir okkur komið að stöðva það.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Tbot » Sun 04. Jan 2015 23:50

Sony hefur alltaf reynt að stýra sínu, samanber region læsingar á DVD, og playstation.



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Demon » Mán 05. Jan 2015 11:20

Playstation er reyndar region-free



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Stutturdreki » Mán 05. Jan 2015 11:29

Demon skrifaði:Playstation er reyndar region-free

Eh.. neibb, ekki algerlega amk.

Strákurinn minn hefur verið að lenda í vandræðum með PS4 leiki sem eru keyptir í USA og svo EU. Hann þarf að vera með sitthvorra accounta fyrir hvort region svo að allir kóðar og annað sem fylgir með leikjunum virki.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf Tbot » Mán 05. Jan 2015 12:12

"The PlayStation and PlayStation 2 consoles are region-locked"

"downloadable content for the PlayStation 3 systems is region-matched with the game"



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 05. Jan 2015 13:24

Stutturdreki skrifaði:
Demon skrifaði:Playstation er reyndar region-free

Eh.. neibb, ekki algerlega amk.

Strákurinn minn hefur verið að lenda í vandræðum með PS4 leiki sem eru keyptir í USA og svo EU. Hann þarf að vera með sitthvorra accounta fyrir hvort region svo að allir kóðar og annað sem fylgir með leikjunum virki.


ps3 og ps4 eru samt region free að því leitið að þú getur keypt leiki bæði í EU og USA án þess að lenda í veseni. Hinsvegar þurfa aukapakkar að matcha við region leikjana s.s. þú þarft Amerískan aukapakka með leik sem er keyptur í Ameríku.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Stúdíóin að fá sig fullsödd af Netflix?

Pósturaf tlord » Mán 05. Jan 2015 14:15

appel skrifaði:Ég vil bæta við einu.

Þróunin er sú í heiminum að lönd vilja stjórna sínu interneti, einkum hvað kemur yfir landamærin. Það eru fjölmörg lönd í heiminum sem er meinilla við yfirráð Bandaríkjanna á netþjónustum, þ.e. ef einhver einstaklingur t.d. í Brasilíu tengist internetinu þá notast hann bara við amerískar netþjónustur, Facebook, Google, Netflix, o.s.frv. Hvað græðir Brasilía á því, að byggja upp fjarskiptainnviði í landinu til að bera amerískar þjónustur?

Við skulum athuga það að það eru 196 lönd í heiminum og flest þeirra eru "authoritarian", þ.e. flest löndin eru svona einsog Egyptaland, Tyrkland, Rússland, o.s.frv. Þau vilja flest skerða aðgengi fólks að upplýsingum, þjónustum á borð við Twitter. ESB vill aðrar reglur á internetinu en þær sem BNA telur að eigi að gilda. Á endanum er eina sem gengur upp er landamæraskipt internet.

Ég spái því að á næstu 1-2 áratugum munum við sjá internetið breytast miklu meira í svæðisskipt internet, þar sem þjónustur verða eingöngu í boði í þeim löndum þar sem búið er að semja við þarlend stjórnvöld. Við sjáum þessa þróun nú þegar í dag, stærstu netfyrirtækin þurfa að lúta dómsvaldi og eftirlitsstofnunum marga landa. Í framtíðin verður ekki til bara eitt Youtube, heldur Youtube EU, og Youtube USA, o.s.frv. og ef þú ert staddur í EU þá getur þú ekki komist í Youtube USA.

Netflix er þjónusta sem mun falla milli skips og bryggju í þessari framtíð.

Þó verður Ísland mun opnara hvað þetta varðar, en ég er að tala almennt um massa fólks í heiminum. Þó Ísland sé mjög liberal í þessum efnum þá skipta 300 þús hræður engu máli í stóra samhenginu. Á endanum munu bandarísku netrisarnir tapa aðgengi að flestum mörkuðum í heiminum.


Frekar hryllileg framtíðarsýn, en svona mun þetta þróast, þessi teikn eru nú þegar á lofti og Bandaríkin standa í mikilli varnarbaráttu fyrir sínum yfirráðum á internetinu í samtökum á borð við ITU og jú SÞ, og eru núna að ýta á heiminn svokölluðum Trans-Pacific og Trans-Atlantic partnership agreements þar sem yfirráð BNA á internetinu eru tryggð.



úff, nú er ég feginn að eiga gömlu ritvélina og faxtækið..