Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift


Höfundur
essasu
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 16:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift

Pósturaf essasu » Mán 22. Sep 2014 20:42

Sælir vaktarar.

Þar sem foreldrar mínir eru orðnir langt um þreyttir á okurverði íslensk sjónvarps þá voru þau að pæla að segja sínu upp. Eins og staðan er í dag þá eru þau með Stöð2, Stöð2Sport, Bíó, Stöð2sport2 og allt þetta rusl. :pjuke

Þar sem ég er ekki mikið í að horfa á sjónvarpið þá treysti ég frekar á ráðleggingar ykkar.

Spurning er hvaða pakka geta þau hennt sér í þar sem þau fá svipaðar stöðvar. Þá er ég bara að tala um íþróttastöðvar sem sýna enska boltann og þvíumlíkt, stöðvar sem sýna bíómyndir og þætti o.s.frv.

Er málið að fara í Apple Tv eða sambærilegan búnað? Gervihnattadisk, afruglara? Hvað segið þið?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift

Pósturaf hagur » Mán 22. Sep 2014 21:13

Gervihnattadiskur er það eina sem uppfyllir þetta allt held ég.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift

Pósturaf CendenZ » Mán 22. Sep 2014 21:14

Sky HD+ er málið, tengdó með slíkt. Ekkert nema snilld þegar kemur að fréttum og íþróttum




Höfundur
essasu
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 16:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift

Pósturaf essasu » Mán 22. Sep 2014 21:18

Vitið þið hvernig svoleiðis pakki kostar ca?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Apple TV (Sambærilegt)/Áskrift

Pósturaf depill » Mán 22. Sep 2014 23:18

Ég held að þú sért ekki að fara spara pening á þessu ... Stofnkostnaðurinn er 64.900 kr

Ef þú tekur allt þá kostar þetta 24.986 kr á mánuði miðað verð af satis.is, en 19626,66667 ef þú tekur minni pakka + sleppir Movies. ( En tekur Sports og BT Sports + HD )

Stóri pakkinn hjá 365 kostar 17.490 kr getur fengið í því heimasíma og 10 GB net. Eða þú getur sleppt Stöð 2 og þá ertu kominn í 11.900 og færð samt heimasíma og 10 GB net ( þarft að greiða routerleigu +550 + 2610 kr í aðgangsgjald )