elri99 skrifaði:En er Google Cast og PlayTo for Chromecast að virka?
Þekki ekki þar sem ég er ekki komin með chromecast - en það væri áhugavert að vita
elri99 skrifaði:En er Google Cast og PlayTo for Chromecast að virka?
ArnarF skrifaði:Ég er mjög ánægður með WD TV Live
Uppsetningin er eftirfarandi : Borðtölvan -> Ethernet tengi í routerinn -> Ethernet tengi í WD TV Live -> HDMI tengi í heimabíóið -> HDMI tengi í sjónvarpið
Semsagt ég er með kvikmyndina/þáttinn í folder sem er deilt til WD TV Live og þaðan streamað í sjónvarpið frá borðtölvunni.
Ukar skrifaði:ArnarF skrifaði:Ég er mjög ánægður með WD TV Live
Uppsetningin er eftirfarandi : Borðtölvan -> Ethernet tengi í routerinn -> Ethernet tengi í WD TV Live -> HDMI tengi í heimabíóið -> HDMI tengi í sjónvarpið
Semsagt ég er með kvikmyndina/þáttinn í folder sem er deilt til WD TV Live og þaðan streamað í sjónvarpið frá borðtölvunni.
Virkar þetta með Netflix og þ.h.?
krissi24 skrifaði:Ég er einmitt í sömu hugleiðingum nema ég er að hugsa um fyrir PLEX, og þá fjartengingu við PLEX server.
AntiTrust skrifaði:krissi24 skrifaði:Ég er einmitt í sömu hugleiðingum nema ég er að hugsa um fyrir PLEX, og þá fjartengingu við PLEX server.
Virkar fínt, er með tvo aðila sem eru með FireTV sem streyma bara frá mér og hafa lítið kvartað.
AntiTrust skrifaði:Fyrir 50GB, lítið. Ef miðað er við HD (720p) á Netflix þá erum við að tala um tæpa 17klst af efni, eða rúmlega hálftíma á dag.
Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að þetta sé plug and play. Til þess að streyma úr vél heima hjá þér eru nokkrar leiðir, besta leiðin ef þú spyrð mig er Plex og Plex er mjög straight forward.
Fyrir uppsetningu á Netflix, Prime, Hulu etc þarftu að kaupa þér DNS þjónustu til þess að geta blekkt þjónusturnar úti að þú sért í landi sem leyfir þessar þjónustur. Slík þjónusta kostar um 500-1000kr á mánuði, flestar eru nær lægra markinu. Að setja DNS þjónana inn í FireTV er sáraeinfalt. Að búa til aðgangana er oft langdregið, en tiltölulega einfalt. Ef þú ert bókstaflega óviti þegar kemur að tölvum þá er líklega betra að hafa e-rn sem þekkir betur til með þér í þetta, en þegar það er búið að setja þetta upp þá er þetta lítið sem þarf að pæla, annað en að horfa og njóta. Með DNS, Netflix og Amazon Prime áskrift ertu að borga ~3þús kr á mánuði.