Val á sjónvarpi 40"+


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Mán 30. Sep 2013 11:09

Sælir,

Maður er að drukkna í þessu framboði á sjónvörpum og á endanum fer ég og skoða vel áður en ég kaupi. Vildi hins vegar fá álit á nokkrum tækjum sem ég hef rekist á.

Er með lítið sjónvarpsherbergi og sit í 1,5-2m fjarlægð frá tækinu. Er með 19" lánstæki eftir að gamla túpan dó, svo sama hvað ég vel, það verður "risastórt" :) Var að spá í 32 tommur en er að hallast að 40+ svo framarlega sem verðið sé ásættanlegt. Budget er max 180þ en 140-160 er optimal.

Þarf ekki smart tæki, þar sem allt fer í gegnum ATV eða myndlykil. Hallast að LED frekar en plasma, þar sem herbergið snýr í suður og getur orðið ansi bjart þar inni. Allt fer í gegn um magara, svo fjöldi HDMI tengja er ekki issue.

Samsung 40" á 140k http://www.samsungsetrid.is/vorur/567/
Samsung 42" á 170k http://www.samsungsetrid.is/vorur/719/ (Eru 2 tommur 30k virði?)
Samsung 46" á 170k http://www.heimkaup.is/samsung-46-full- ... d-sjonvarp
Finlux 47" á 160k http://www.heimkaup.is/Finlux-47-LED-Full-HD-sjonvarp
Thomson 42" á 140k http://sm.is/product/42-led-full-hd-sjonvarp
Thomson 50" á 170k http://sm.is/product/50-led-full-hd-sjonvarp (er þetta ekki orðið allt of stórt fyrir þetta lítið herbergi, eða er ekki hægt að kaupa of stórt sjónvarp?)

Eitthvað annað sem ég ætti að kíkja á?



Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf MuGGz » Mán 30. Sep 2013 11:19

Þú færð líka 100hz í stað 50hz í 42" samsung tækinu

Enn fyrir sama pening færðu 46" þannig ef það er ekki orðið of stórt þá myndi ég hiklaust taka það af þessum



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf svanur08 » Mán 30. Sep 2013 14:58

Ef þú ert 1.5-2m frá tækinu þá ekki stærra en 40-46 tommu.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf littli-Jake » Mán 30. Sep 2013 17:06

Hvað með þetta? 42" LED. Smart með möguleika á wifi. Fínir tengimöguleikar og stafrænir móttakarar.


Smá offtopic. Er einhver munur á þessum stafrænu móttökurum?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Mán 30. Sep 2013 17:32

littli-Jake skrifaði:Hvað með þetta? 42" LED. Smart með möguleika á wifi. Fínir tengimöguleikar og stafrænir móttakarar.


Smá offtopic. Er einhver munur á þessum stafrænu móttökurum?


Varstu með tengil?

Hvað annars með Philips tækin? Ég er voðalega veikur fyrir Samsung og mér hefur sýnst menn hér ekki of hrifnir af Philips tækjunum. Er það eitthvað sérstakt sem angrar menn við þau? Hér er t.d. 42" 100Hz smart tæki á 140k:
http://sm.is/product/42-smart-led-tv




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf littli-Jake » Mán 30. Sep 2013 18:40

sigurdur skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Hvað með þetta? 42" LED. Smart með möguleika á wifi. Fínir tengimöguleikar og stafrænir móttakarar.


Smá offtopic. Er einhver munur á þessum stafrænu móttökurum?


Varstu með tengil?

Hvað annars með Philips tækin? Ég er voðalega veikur fyrir Samsung og mér hefur sýnst menn hér ekki of hrifnir af Philips tækjunum. Er það eitthvað sérstakt sem angrar menn við þau? Hér er t.d. 42" 100Hz smart tæki á 140k:
http://sm.is/product/42-smart-led-tv


Sorry. Klikkaði á að setja linkinn :oops: En já. Þetta er tækið


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Mán 30. Sep 2013 19:08





Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Þri 01. Okt 2013 19:28

Fór rúntinn og skoðaði. Endaði með að kaupa Sony tækið. Mjög sáttur enn sem komið er!




sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Þri 01. Okt 2013 19:40

sopur skrifaði: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 4ASAE#elko - mér líst mjög vel á þetta


þetta hérna ? :)



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf DJOli » Þri 01. Okt 2013 20:20

Færð ekki betri díl en þetta.

http://sm.is/product/42-smart-led-tv

Var með eins sjónvarp en það var eyðilagt fyrir mér.
Vinur minn á 24" tölvuskjás útgáfuna af þessu sjónvarpi og fýlar í tætlur.
Svo keypti ég mér mjög mjög svipaðan nema 23" sem tölvuskjá, og fýla einnig rosalega vel.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Þri 01. Okt 2013 20:58

sopur skrifaði:
sopur skrifaði: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 4ASAE#elko - mér líst mjög vel á þetta


þetta hérna ? :)

Já.




sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Fim 03. Okt 2013 08:50

ég er einmitt buinn að vera að pæla í þessu.

Hvernig ertu að fíla það ? eitthvað sem er að bögga þig ?




moppuskaft
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 30. Sep 2010 11:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf moppuskaft » Fim 03. Okt 2013 09:23

http://www.ikea.is/products/26820 5 ára ábyrgð. á 108 þús vert að koða:)




kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf kjarrig » Fim 03. Okt 2013 14:51

moppuskaft skrifaði:http://www.ikea.is/products/26820 5 ára ábyrgð. á 108 þús vert að koða:)


Búið að hrauna þvílíkt yfir þetta tæki hérna, þ.a. ég held að það mætti setja pass á það




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Fim 03. Okt 2013 15:46

sopur skrifaði:ég er einmitt buinn að vera að pæla í þessu.

Hvernig ertu að fíla það ? eitthvað sem er að bögga þig ?


Búinn að prufukeyra það í 2-3 daga og ekkert sem böggar mig enn sem komið er. Það er mjög nett og stílhreint og því merkilega lítið áberandi miðað við hvað það er stórt. Átti 28" túbu í 10 ár áður en hún datt í gólfið og hef svo verið með 19" LCD í láni síðasta árið, svo stökkið er mikið.

Augljósir kostir eru t.d.
Tækið er með innbyggðu þráðlausu korti, svo ekki þarf að kaupa USB kubb aukalega eins og í flestum smart tækjum á þessu verði.
Fóturinn er notaður sem veggfesting og vinklar fylgja með til að festa á vegginn. Því þarf ekki að kaupa hana aukalega.

Gallar:
Bara 2 HDMI tengi. Skiptir mig ekki máli, þar sem allt fer í gegnum magnarann minn. Gæti verið vesen fyrir aðra. Í Elkó voru t.d. tvö B-tæki nýlega komin inn þar sem kaupendurnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir þyrftu fleiri fyrr en tækið var komið heim.

Að öðru leiti er ég mjög sáttur við myndgæðin. Held að 42" séu passlegar í litla sjónvarpsherbergið. Það er á mörkunum að vera óþægilega stórt svona fyrstu dagana, en það er að venjast. Hefði held ég ekki þolað að fara í 46" í rúmlega 1,5m fjarlægð.




sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Fim 03. Okt 2013 17:37

Takk fyrir svörin.

skritið að það séu bara 2hdmi tengi, þar sem þeir auglýsa að það séu 4 :P

Mynd



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf svanur08 » Fim 03. Okt 2013 18:45

Tækið fær bara mjög góða dóma hér -----> http://www.trustedreviews.com/sony-brav ... _TV_review


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Fim 03. Okt 2013 19:39

sopur skrifaði:Takk fyrir svörin.

skritið að það séu bara 2hdmi tengi, þar sem þeir auglýsa að það séu 4 :P


Spurning hvort það á við 50" tækið?




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sigurdur » Fim 03. Okt 2013 19:41

svanur08 skrifaði:Tækið fær bara mjög góða dóma hér -----> http://www.trustedreviews.com/sony-brav ... _TV_review


Já, var búinn að kíkja á þetta og nokkur í viðbót. Yfirleitt sett út á HDMI tengin og skort á 3D, en hvorugt er vandamál fyrir mig. WiFi var líka ágætis bónus þar sem ég nenni ekki að draga þriðja cat5 kapalinn inn í sjónvarpsherbergi, a.m.k. ekki alveg strax.

Eftir að hafa horft á sjónvörp í rúma 2 tíma í þremur búðum var ég á því að þetta tæki væri það besta fyrir mig fyrir þennan pening.




sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Fim 03. Okt 2013 20:03

alltaf hægt að kaupa sér hdmi switch ef þetta verður vandamál :)



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf svanur08 » Fim 03. Okt 2013 20:14

sopur skrifaði:alltaf hægt að kaupa sér hdmi switch ef þetta verður vandamál :)


Já fá HDMI tengi á TV er varla vandamál, HDMI switch eða magnari leysir það :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Lau 05. Okt 2013 20:36

skellti mer á sony tækið - drullusáttur.

næ þó ekki að streama i gegnum borðtölvuna, bara i gegnum fartölvuna og allar stillingar eins :S

Veit einhver hvernig maður nær netflix á svona tækjum ? :D



Skjámynd

mjámjá
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Fim 17. Jan 2013 23:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf mjámjá » Sun 06. Okt 2013 07:27





sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf sopur » Lau 12. Okt 2013 23:14

Hefuru fengið playback not available þegar þú streamar frá tölvu ? :S



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi 40"+

Pósturaf DaRKSTaR » Sun 13. Okt 2013 04:42

sopur skrifaði:skellti mer á sony tækið - drullusáttur.

næ þó ekki að streama i gegnum borðtölvuna, bara i gegnum fartölvuna og allar stillingar eins :S

Veit einhver hvernig maður nær netflix á svona tækjum ? :D


sony tækin looka virkilega vel.. sjálfur með 55" sony.

ég lenti í sama vandamáli með að steama endaði með að ég setti upp serviio media server og núna virkar þetta eins og í sögu
linkur á hann hér: http://www.serviio.org/


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless