Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GrimurD » Mið 19. Jún 2013 22:44

Ætla að versla mér nýtt 46-47" sjónvarp á næstu 1-2 mánuðum. Helstu merkin sem maður hefur verið að skoða eru Panasonic og Samsung. Hinsvegar er fullt af LG og Philips sjónvarpstækjum líka sem hafa verið mjög vel speccuð á lítinn pening. En ég veit hinsvegar ekkert um þessi merki og finn ekki mikið af góðum svörum á Google.

Hingað til hef ég verið hrifnastur af þessu: Panasonic TXL47ET5Y
En það er að fá stóra mínusa í reviews fyrir það hvað það er víst með lélega svarta liti og contrast.

En svo eru flott tæki eins og t.d. þetta: Philips 46PFL5527T
Sem líta mjög vel út á blaði en ég hef ekki fundið nein reviews um.

Samsung eru líka rosalega flott en félagi minn er með mjög mikið backlight bleed á sínu 47" ES8000 tæki og ég hef séð talað um það á forums að maður þurfi nánast að handpikka Samsung sjónvörp til þess að fá tæki sem glímir ekki við mikið backlight bleed.

Einhver hér sem þekkir þetta vel og getur gefið mér smá ráðleggingar um hvað er mest solid valið fyrir þennan pening í augnablikinu?

Budget: 250-250/300 þúsund
Stærð: 46-47" í mesta lagi

Búðirnar verða síðan helst að vera með vaxtalausar raðgreiðslur þar sem ég ætla að taka hluta á rað :D


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf ZoRzEr » Mið 19. Jún 2013 22:51

Ma og Pa eiga sömu gerð af þessu Panasonic tæki sem þú nefnir nema bara 42". Það er frábært. Gott viewing angle, skýrt, notendaviðmótið hraðvirkt og þunnt.

Hef horft töluvert á það og þau eru hæst ánægð.

Enga reynslu af öðrum eins tækjum nema plasma tækjum frá Panasonic.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf svanur08 » Mið 19. Jún 2013 22:58

Myndi taka þetta er á góðu tilboði ef þú vilt fara í aðeins dýrara þar að seigja ----> http://www.sm.is/product/50-full-hd-108 ... a-sjonvarp


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf jonsig » Mið 19. Jún 2013 23:43

Varstu búinn að chekka nýju ikea sjónvörpin? kannski ekki jafn fancy og samsung en eru ódýrari og hafa 5ára ábyrgð




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf stebbi23 » Fim 20. Jún 2013 00:26

mæli með að þú látir IKEA sjónvörpin vera...http://gizmodo.com/5919216/the-ikea-tv- ... es-at-once og þetta er bara ein af fáum :(

Þú ert nokkuð save með Samsung, Panasonic, Sony, Philips og LG svona í lang flestum tilfellum og þá sérstaklega myndi ég segja Samsung og Panasonic, það er allavega mín skoðun.
Hins vegar er myndgæðamunurinn oft svo fáránlega lítill á þessum tækjum að það skiptir kannski ekki öllu máli. Þetta tæki sýnir 99% rétta liti og hitt hérna hinumegin sýnir 98% rétta liti, ef það skiptir þig máli þá mæli ég með að þú missir þig á síðum eins og HDTVtest.co.uk
Ég vinn við að selja sjónvörp og 99% af fólki hérna heim gæti ekki verið meira sama hvort að tækið er að sýna 100% rétta liti eða ekki, það sem flestir vilja sjá eru bjartir litir og stillingar eins og "Dynamic" og "Vivid" sem eru í flestum tilfellum með kolranga liti en guð það getur verið gaman að horfa á margt í þeim.
Svo eru svona nokkrir eins og ég og örugglega fleirri á þessu spjalli sem vilja helst "Calibrate'a" tækið til að sýna rétta liti áður en það er tekið upp úr kassanum :D

Þannig ef þú ert eins og flesit þá kannski skiptir munurinn á 90% og 100% réttum litum þig ekki svo miklu máli og ég myndi mæla með að gefa hlutum eins og...
Útliti - stór partur af stofunni eða herberginu...afhverju má það ekki líta helvíti vel út?
Tengimöguleikum
Stærð
Hvernig rými tækið er í:(ef það er gluggi í suður þá mæli ég ekki með plasma), annars mæli ég með að skoða þá en samt bara Samsung og Panasonic.
Viltu 3D?
Viltu SmartTV?
VIltu gervihnattamóttakara?
Aðrir fídusar sem þú leitar eftir?

...meira vægi



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Jún 2013 00:31

jonsig skrifaði:Varstu búinn að chekka nýju ikea sjónvörpin? kannski ekki jafn fancy og samsung en eru ódýrari og hafa 5ára ábyrgð

Þarf maður að setja þau saman sjálfur? :-k



Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf cure » Fim 20. Jún 2013 00:36

GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Varstu búinn að chekka nýju ikea sjónvörpin? kannski ekki jafn fancy og samsung en eru ódýrari og hafa 5ára ábyrgð

Þarf maður að setja þau saman sjálfur? :-k

Allveg pottþétt.. annað meikar engann sens.



Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fim 20. Jún 2013 00:43

stebbi23 skrifaði:...

Þannig ef þú ert eins og flesit þá kannski skiptir munurinn á 90% og 100% réttum litum þig ekki svo miklu máli og ég myndi mæla með að gefa hlutum eins og...
Útliti - stór partur af stofunni eða herberginu...afhverju má það ekki líta helvíti vel út?
Tengimöguleikum
Stærð
Hvernig rými tækið er í:(ef það er gluggi í suður þá mæli ég ekki með plasma), annars mæli ég með að skoða þá en samt bara Samsung og Panasonic.
Viltu 3D?
Viltu SmartTV?
VIltu gervihnattamóttakara?
Aðrir fídusar sem þú leitar eftir?

...meira vægi

Ég er klárlega einn af þessum 10%. Pæli mikið í þessum hlutum en reyni nú samt að vera sensible. Er ekkert að sækjast eftir sjónvarpi með greatest of the great svörtum litum t.d. Þeir þurfa bara að vera ásættanlegir.

3d er í lagi en alls ekki nauðsynlegt
Sama um SmartTV, myndi aldrei nota það. Frekar kaupa mér Google TV eða Roku sem gerir þa mun betur en flest sjónvörp.
Gervihnattamóttakari skiptir engu.
Væri fínt að hafa 4-5 hdmi tengi á því.
Stofuglugginn er í suður en maður er alltaf með gluggatjöld þegar það er dagsbirta hvorteðer ;) Þetta er mjög lítið rými(íbúðin er 42fm)


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf jonsig » Fim 20. Jún 2013 00:45

Vá ekkert smá slæmt review á ikea tv.




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf stebbi23 » Fim 20. Jún 2013 10:46

GrimurD skrifaði:Ég er klárlega einn af þessum 10%. Pæli mikið í þessum hlutum en reyni nú samt að vera sensible. Er ekkert að sækjast eftir sjónvarpi með greatest of the great svörtum litum t.d. Þeir þurfa bara að vera ásættanlegir.

3d er í lagi en alls ekki nauðsynlegt
Sama um SmartTV, myndi aldrei nota það. Frekar kaupa mér Google TV eða Roku sem gerir þa mun betur en flest sjónvörp.
Gervihnattamóttakari skiptir engu.
Væri fínt að hafa 4-5 hdmi tengi á því.
Stofuglugginn er í suður en maður er alltaf með gluggatjöld þegar það er dagsbirta hvorteðer ;) Þetta er mjög lítið rými(íbúðin er 42fm)


Athugaðu að ég er ekki sá hlutlausasti og er Samsung maður inn að beini og myndi líklegast ekki kaupa mér neitt annað í dag og kaupi eiginlega nánast engin raftæki nema þau séu Samsung. Hins vegar viðurkenni ég alveg að Panasonic er merki sem ég myndi alveg sætta mig við að eiga og þá Panasonic plasmi en ekki LED.
Það eru einstaka plasmar sem eru orðnir góðir í björtum rýmum en það eru yfirleitt alltaf dýrustu týpurnar og svo er sólarljós enþá algjör killer fyrir plasma þannig ég myndi passa mig rosalega vel áður en þú kaupir plasma með glugga í suður, þó þú sért með gluggatjöld. Prófaðu bara að nota vasaljósið af síma á plasma í búð og margfaldaðu það síðan með 100 og þá sérðu hvernig sól yrði.
Eins og ég sagði þá er ég ekki sá hlutlausasti og ég vinn hjá BT svo ekki er ég að fara að birta linka frá öðrum fyrirtækjum en ég myndi skoða þetta.
http://bt.is/product/samsung-46-smart-led-f5505
Þetta er glænýtt frá Samsung með Dual Core örgjörva og reyndar SMART TV en þau eru það bara sjálfkrafa frá Samsung ef þau eru komin yfir ákveðna línu.

en mæli bara með að fara í búðirnar og skoða sjálfur :) Það er alltaf best



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf hjalti8 » Fim 20. Jún 2013 17:32

GrimurD skrifaði:Ætla að versla mér nýtt 46-47" sjónvarp á næstu 1-2 mánuðum. Helstu merkin sem maður hefur verið að skoða eru Panasonic og Samsung. Hinsvegar er fullt af LG og Philips sjónvarpstækjum líka sem hafa verið mjög vel speccuð á lítinn pening. En ég veit hinsvegar ekkert um þessi merki og finn ekki mikið af góðum svörum á Google.

Hingað til hef ég verið hrifnastur af þessu: Panasonic TXL47ET5Y
En það er að fá stóra mínusa í reviews fyrir það hvað það er víst með lélega svarta liti og contrast.

En svo eru flott tæki eins og t.d. þetta: Philips 46PFL5527T
Sem líta mjög vel út á blaði en ég hef ekki fundið nein reviews um.

Samsung eru líka rosalega flott en félagi minn er með mjög mikið backlight bleed á sínu 47" ES8000 tæki og ég hef séð talað um það á forums að maður þurfi nánast að handpikka Samsung sjónvörp til þess að fá tæki sem glímir ekki við mikið backlight bleed.

Einhver hér sem þekkir þetta vel og getur gefið mér smá ráðleggingar um hvað er mest solid valið fyrir þennan pening í augnablikinu?

Budget: 250-250/300 þúsund
Stærð: 46-47" í mesta lagi

Búðirnar verða síðan helst að vera með vaxtalausar raðgreiðslur þar sem ég ætla að taka hluta á rað :D




Persónulega myndi ég ekki fara í þetta panasonic né philips tæki. Ástæðan er sú að þau nota bæði IPS panel sem er með lélegan contrast og black levels.
Þessi sjónvörp eru mjög fín í birtu en í dimmu herbergi(prime bíómynda-aðstæður) þá sérðu hvað þau hafa lélegt black level+ips glow og mögulega lélega baklýsingu.

Ef gardínurnar í stofunni þinni eru lélegar þá mæli ég með því að finna sjónvarp með góðum VA-panel, flest öll samsung sjónvörp í þessum verðflokki nota VA-panel.
Öll lcd sjónvörp með edge-led baklýsingu eiga samt í hættu að hafa ójafna baklýsingu og/eða bleeding.

Ef gardínurnar eru hins vegar góðar þá mæli ég með panasonic plasma tæki. Þau performa ekkert æðislega vel í birtu(looka dimm hliðiná lcd tæki með brightness í botni) en í dimmu herbergi eru þetta einfaldlega lang bestu tækin. Það er ekki að ástæðulausu að þetta eru einu tækin sem fá "reference level" rating frá síðum eins og hdtvtest.co.uk og avforums.com

ANSI checkerboard fyrir panasonic plasma(gt60) :
Mynd



ANSI checkerboard fyrir týpískan VA-panel(samsung f8000) :
Mynd
black levels á va-panel eru yfir 10x bjartari heldur en á panasonic plasma panel


ANSI checkerboard fyrir týpískan IPS-panel(Philips 55PFL6008):
Mynd
black levels á IPS panel eru 2-3 sinnum bjartari heldur en á VA-panel

ef ég væri þú þá myndi ég reyna að finna eitthvað lcd sjónvarp með VA-panel eða fara í annaðhvort st60 eða gt50. ST60 hefur betri myndgæði heldur en gt50 en hefur lélegan response time og örugglega færri fídusa.




Stubbur13
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Fös 28. Ágú 2009 20:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf Stubbur13 » Fim 20. Jún 2013 22:56

stebbi23 skrifaði:
GrimurD skrifaði:Ég er klárlega einn af þessum 10%. Pæli mikið í þessum hlutum en reyni nú samt að vera sensible. Er ekkert að sækjast eftir sjónvarpi með greatest of the great svörtum litum t.d. Þeir þurfa bara að vera ásættanlegir.

3d er í lagi en alls ekki nauðsynlegt
Sama um SmartTV, myndi aldrei nota það. Frekar kaupa mér Google TV eða Roku sem gerir þa mun betur en flest sjónvörp.
Gervihnattamóttakari skiptir engu.
Væri fínt að hafa 4-5 hdmi tengi á því.
Stofuglugginn er í suður en maður er alltaf með gluggatjöld þegar það er dagsbirta hvorteðer ;) Þetta er mjög lítið rými(íbúðin er 42fm)


Athugaðu að ég er ekki sá hlutlausasti og er Samsung maður inn að beini og myndi líklegast ekki kaupa mér neitt annað í dag og kaupi eiginlega nánast engin raftæki nema þau séu Samsung. Hins vegar viðurkenni ég alveg að Panasonic er merki sem ég myndi alveg sætta mig við að eiga og þá Panasonic plasmi en ekki LED.
Það eru einstaka plasmar sem eru orðnir góðir í björtum rýmum en það eru yfirleitt alltaf dýrustu týpurnar og svo er sólarljós enþá algjör killer fyrir plasma þannig ég myndi passa mig rosalega vel áður en þú kaupir plasma með glugga í suður, þó þú sért með gluggatjöld. Prófaðu bara að nota vasaljósið af síma á plasma í búð og margfaldaðu það síðan með 100 og þá sérðu hvernig sól yrði.
Eins og ég sagði þá er ég ekki sá hlutlausasti og ég vinn hjá BT svo ekki er ég að fara að birta linka frá öðrum fyrirtækjum en ég myndi skoða þetta.
http://bt.is/product/samsung-46-smart-led-f5505
Þetta er glænýtt frá Samsung með Dual Core örgjörva og reyndar SMART TV en þau eru það bara sjálfkrafa frá Samsung ef þau eru komin yfir ákveðna línu.

en mæli bara með að fara í búðirnar og skoða sjálfur :) Það er alltaf best


Er 100hz nóg á 46" sjónvarpi? Er ekki must að hafa 200hz eða 400hz þegar þú ert kominn í svona stórt sjónvarp?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf svanur08 » Fim 20. Jún 2013 23:47

Stubbur13 skrifaði:
stebbi23 skrifaði:
GrimurD skrifaði:Ég er klárlega einn af þessum 10%. Pæli mikið í þessum hlutum en reyni nú samt að vera sensible. Er ekkert að sækjast eftir sjónvarpi með greatest of the great svörtum litum t.d. Þeir þurfa bara að vera ásættanlegir.

3d er í lagi en alls ekki nauðsynlegt
Sama um SmartTV, myndi aldrei nota það. Frekar kaupa mér Google TV eða Roku sem gerir þa mun betur en flest sjónvörp.
Gervihnattamóttakari skiptir engu.
Væri fínt að hafa 4-5 hdmi tengi á því.
Stofuglugginn er í suður en maður er alltaf með gluggatjöld þegar það er dagsbirta hvorteðer ;) Þetta er mjög lítið rými(íbúðin er 42fm)


Athugaðu að ég er ekki sá hlutlausasti og er Samsung maður inn að beini og myndi líklegast ekki kaupa mér neitt annað í dag og kaupi eiginlega nánast engin raftæki nema þau séu Samsung. Hins vegar viðurkenni ég alveg að Panasonic er merki sem ég myndi alveg sætta mig við að eiga og þá Panasonic plasmi en ekki LED.
Það eru einstaka plasmar sem eru orðnir góðir í björtum rýmum en það eru yfirleitt alltaf dýrustu týpurnar og svo er sólarljós enþá algjör killer fyrir plasma þannig ég myndi passa mig rosalega vel áður en þú kaupir plasma með glugga í suður, þó þú sért með gluggatjöld. Prófaðu bara að nota vasaljósið af síma á plasma í búð og margfaldaðu það síðan með 100 og þá sérðu hvernig sól yrði.
Eins og ég sagði þá er ég ekki sá hlutlausasti og ég vinn hjá BT svo ekki er ég að fara að birta linka frá öðrum fyrirtækjum en ég myndi skoða þetta.
http://bt.is/product/samsung-46-smart-led-f5505
Þetta er glænýtt frá Samsung með Dual Core örgjörva og reyndar SMART TV en þau eru það bara sjálfkrafa frá Samsung ef þau eru komin yfir ákveðna línu.

en mæli bara með að fara í búðirnar og skoða sjálfur :) Það er alltaf best


Er 100hz nóg á 46" sjónvarpi? Er ekki must að hafa 200hz eða 400hz þegar þú ert kominn í svona stórt sjónvarp?


Ef þú vilt horfa á bíómyndir smooth með soap opera effect, langt best að slökkva á svona fítus og horfa á myndina í 24 fps eins og hún á að vera.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fim 20. Jún 2013 23:52

hjalti8 skrifaði:...

ef ég væri þú þá myndi ég reyna að finna eitthvað lcd sjónvarp með VA-panel eða fara í annaðhvort st60 eða gt50. ST60 hefur betri myndgæði heldur en gt50 en hefur lélegan response time og örugglega færri fídusa.

Líst djöfulli vel á GT50. Sérstaklega útaf response time. Mun vera að nota t.d. Steam Big Picture og vonandi PS4 á þessu og það væri djöfulli gott að hafa góðan response time.

Annars er ég alveg off á IPS panels eftir þetta sem þú sagðir, Plasma eru mjög solid og með góða svarta liti og lágt reponse. Hallast verulega af því, eina vandamálið með GT50 er verðið, á eftir að koma í ljós hvort ég get farið svona hátt.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf svanur08 » Fös 21. Jún 2013 00:15

Ég fékk mér panasonic plasma á sínum tíma GT30 sé sko ekki eftir því, elska tækið mitt ;)

Ætlaði að fara í LCD/LED en fékk ráð hjá vökturum með að velja frekær Plasma. Plasma All the way! :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf Farcry » Fös 21. Jún 2013 00:22

GrimurD skrifaði:
hjalti8 skrifaði:...

ef ég væri þú þá myndi ég reyna að finna eitthvað lcd sjónvarp með VA-panel eða fara í annaðhvort st60 eða gt50. ST60 hefur betri myndgæði heldur en gt50 en hefur lélegan response time og örugglega færri fídusa.

Líst djöfulli vel á GT50. Sérstaklega útaf response time. Mun vera að nota t.d. Steam Big Picture og vonandi PS4 á þessu og það væri djöfulli gott að hafa góðan response time.

Annars er ég alveg off á IPS panels eftir þetta sem þú sagðir, Plasma eru mjög solid og með góða svarta liti og lágt reponse. Hallast verulega af því, eina vandamálið með GT50 er verðið, á eftir að koma í ljós hvort ég get farið svona hátt.

Ég færi frekar í st60, gt50 er síðasta árs týpa, miðað við hvað ég er buin að vera að lesa þá er st60 með betri mynd heldur enn gt50 var með.
http://reviews.cnet.com/flat-panel-tvs/ ... 67256.html
http://www.flatpanelshd.com/review.php? ... 1366730214
http://www.engadget.com/2013/05/03/pana ... have-hdtv/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Jún 2013 00:47

Gaman að lesa þessi innlegg og spá í þetta því sjónvarpið er eftir allt stærsta afþreyjingin.
Ef ég ætti pening núna til að fjárfesta í nýju sjónvarpi þá eftir að hafa skoðað alla þessa þræði myndi ég velja Þetta.

Hef reyndar verið að spá svolítið í stærra TV (er með 42) og mér finnst Samsung LCD eða Panasonic Plasma bestu kostirnir, líklega mun plasma tækið alltaf vinna myndgæðiskeppnina, en Samsung LCD eru svo hrikalega fallega hönnuð. Örþunn og fín.

Er búinn að þetta tæki í fimm ár. Ágætt svo sem en það hefur alltaf truflað mig aðeins hvernig tækið hækkar og lækkar birtustigið, t.d. ef það er umræðuþáttur þá er ákveðin birta síðan kemur kannski texti neðst með nafni þess sem talar og þá minnkar birtan á skjánum en hækkar svo um leið og textinn fer. Þetta getur verið mjög pirrandi ef það er atriði þar sem tveir aðilar eru að tala saman og myndavélin flakkar á milli, þá er birtan endalaust að fara upp og niður.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf worghal » Fös 21. Jún 2013 00:56

GuðjónR skrifaði:Gaman að lesa þessi innlegg og spá í þetta því sjónvarpið er eftir allt stærsta afþreyjingin.
Ef ég ætti pening núna til að fjárfesta í nýju sjónvarpi þá eftir að hafa skoðað alla þessa þræði myndi ég velja Þetta.

Hef reyndar verið að spá svolítið í stærra TV (er með 42) og mér finnst Samsung LCD eða Panasonic Plasma bestu kostirnir, líklega mun plasma tækið alltaf vinna myndgæðiskeppnina, en Samsung LCD eru svo hrikalega fallega hönnuð. Örþunn og fín.

Er búinn að þetta tæki í fimm ár. Ágætt svo sem en það hefur alltaf truflað mig aðeins hvernig tækið hækkar og lækkar birtustigið, t.d. ef það er umræðuþáttur þá er ákveðin birta síðan kemur kannski texti neðst með nafni þess sem talar og þá minnkar birtan á skjánum en hækkar svo um leið og textinn fer. Þetta getur verið mjög pirrandi ef það er atriði þar sem tveir aðilar eru að tala saman og myndavélin flakkar á milli, þá er birtan endalaust að fara upp og niður.

ertu ekki bara með eitthvað "dynamic" dót stillt sem fer upp og niður miðað við þau skilirði sem myndin/þátturinn er að gefa frá sér? ég veit ég er með svona á tölvuskjánum mínum og get stillt af því.

en annars stökkið frá 42 í 65 er helvíti mikið :D sjálfur fór ég úr 32 í 51 tommur með 3 metra áhorfs fjarlægð og ég gæti ekki verið ánægðari :D
keypti samt á kol röngum tíma #-o fékk mér tækið fyrir áramót og tvemur mánuðum seinna var sama tækið orðið um 40þús ódýrara >_<


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Jún 2013 01:04

Já stökk úr 42 í 65 er HUGE, í raun væri 51-52 alveg nóg ... þetta stóra tæki er bara svo sexy :)
Dynamic contrast heitir það, jú ef ég disable það þá lagast þetta mikið en þá eru bara myndgæðin ekki nógu góð.
Ég sit hátt í 5 metra frá TV.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf worghal » Fös 21. Jún 2013 01:05

GuðjónR skrifaði:Já stökk úr 42 í 65 er HUGE, í raun væri 51-52 alveg nóg ... þetta stóra tæki er bara svo sexy :)
Dynamic contrast heitir það, jú ef ég disable það þá lagast þetta mikið en þá eru bara myndgæðin ekki nógu góð.
Ég sit hátt í 5 metra frá TV.

ég setti mitt tæki beint á "movie" stillingu og það er mikið þægilegra en allar hinar stillingarnar :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fös 21. Jún 2013 11:23

Farcry skrifaði:
GrimurD skrifaði:
hjalti8 skrifaði:...

ef ég væri þú þá myndi ég reyna að finna eitthvað lcd sjónvarp með VA-panel eða fara í annaðhvort st60 eða gt50. ST60 hefur betri myndgæði heldur en gt50 en hefur lélegan response time og örugglega færri fídusa.

Líst djöfulli vel á GT50. Sérstaklega útaf response time. Mun vera að nota t.d. Steam Big Picture og vonandi PS4 á þessu og það væri djöfulli gott að hafa góðan response time.

Annars er ég alveg off á IPS panels eftir þetta sem þú sagðir, Plasma eru mjög solid og með góða svarta liti og lágt reponse. Hallast verulega af því, eina vandamálið með GT50 er verðið, á eftir að koma í ljós hvort ég get farið svona hátt.

Ég færi frekar í st60, gt50 er síðasta árs týpa, miðað við hvað ég er buin að vera að lesa þá er st60 með betri mynd heldur enn gt50 var með.
http://reviews.cnet.com/flat-panel-tvs/ ... 67256.html
http://www.flatpanelshd.com/review.php? ... 1366730214
http://www.engadget.com/2013/05/03/pana ... have-hdtv/

Ef ég mun eiga auka 30 þúsund til að eiga í tæki þá mun ég eflaust taka frekar st60. En ég er hinsvegar vel til í að fórna þessum gæðum vegna verðmunarins ef þetta verður eitthvað tæpt hjá mér.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf ZoRzEr » Fös 21. Jún 2013 11:28

Ég er með 55" ST60 tæki sem ég keypti 28. maí sl. Fór úr 42" GT20 tæki sem var orðið aðeins meira en tveggja ára.

Munurinn á myndinni er ekkert svakalegur, en það er stærðin og hraðinn sem maður tekur eftir. Holy shit.

Hæstánægður með mína græju, örþunn, lítill bezel, fer vel á vegg.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Stubbur13
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Fös 28. Ágú 2009 20:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf Stubbur13 » Fös 21. Jún 2013 19:02

http://ormsson.is/vorur/5229/ var að fá mér svona og er í skýjunum.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf svanur08 » Fös 21. Jún 2013 19:03

Stubbur13 skrifaði:http://ormsson.is/vorur/5229/ var að fá mér svona og er í skýjunum.


Trúi því flott LCD tæki :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


gunnarig
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 19. Jún 2013 01:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi fyrir 200-250 þúsund

Pósturaf gunnarig » Fös 21. Jún 2013 21:09

heyrðu. ég keyftu lcd sjónvar frá SM.is frá finlux. það er 47" og kostaði mig 130þ. ég er mjög sáttur við það ég nota það aðalega sem tölvuskjá og það er setting á því sem gerir það þannig að músin laggar ekki það er 100hz, bara mín 2c.