Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"


Höfundur
simmi2
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 04. Jan 2013 19:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf simmi2 » Fös 04. Jan 2013 20:19

Ég er að leita mér að nýju sjónvarpi og myndi þyggja smá aðstoð við val á rétta tækinu.

Ég er eitthvað búinn að vera að leita sjálfur og fann meðal annars þetta tæki http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXL55WT50Y en ég er ekki beint expert í þessum málum þannig að það væri frábært ef að einhver gæti mælt með tæki eða sagt mér hvað eru bestu tækin fáanleg á ca 500þ.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Tengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf svanur08 » Fös 04. Jan 2013 20:22

Viltu LCD/LED eða Plasma eða alveg sama? Ef Plasma ---> http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55ST50Y ef LCD/LED ---> http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 8,625.aspx

Kannski aðeins dýrara LCD tækið en Samsung er líka málið í LCD.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
simmi2
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 04. Jan 2013 19:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf simmi2 » Fös 04. Jan 2013 21:11

Takk fyrir svarið, mér er nokkuð sama hvernig display tækið er með, bara að leita að því besta fyrir peninginn

svo var ég að spá hvernig er ips alpha í samanburði við LED og Plasma, veit það einhver?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Tengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf svanur08 » Fös 04. Jan 2013 21:15

simmi2 skrifaði:Takk fyrir svarið, mér er nokkuð sama hvernig display tækið er með, bara að leita að því besta fyrir peninginn

svo var ég að spá hvernig er ips alpha í samanburði við LED og Plasma, veit það einhver?


Mínu mati er Plasma langbest fyrir peninginn verður ekki ósáttur með þetta Panasonic Plasma tæki, komið á tilboð og allt ;)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf hjalti8 » Lau 05. Jan 2013 01:03

simmi2 skrifaði:svo var ég að spá hvernig er ips alpha í samanburði við LED og Plasma, veit það einhver?


ips panelar henta því miður ekkert sérlega vel fyrir stóra skjái. Það er vegna þess að þeir hafa ips glow og lélegt black-level/contrast. T.d. er svört mynd á ips skjá 10-20 sinnum bjartari en svört mynd á panasonic ST50.


simmi2 skrifaði: mér er nokkuð sama hvernig display tækið er með, bara að leita að því besta fyrir peninginn


Það sem er aðallega betra við plasma tækin er black level og panel uniformity. Bestu lcd(VA panelar) tækin frá sony og samsung hafa c.a. 5 sinnum lélegra black-level heldur en ST50 en eru samt með ca 2-4 sinnum betra black level heldur en ips panelar. Svo nota samsung og sony edge-backlighting á bestu týpunum sem getur verið mjög ójöfn (getur verið mismunandi á milli sjónvarpa þó svo það sé nkv. sama týpa). Svo hafa plasma panelar betri viewing angles heldur en bæði VA og IPS panelar(en IPS hefur betri viewing angles heldur en VA panelar).

Það sem er verra við plasma er að þeir geta fengið burn-in og hafa image retention. LCD skjáir geta jú líka fengið burn-in en það er nánast ómögulegt við eðlilega notkun. IR(image retention, googlaðu þetta ef þú vilt útskýringu á þessu) er að mínu mati ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem það er ekki permanent. En burn-in er stærra vandamál, t.d. ef þú horfir á sömu sjónvarpsstöðina 24/7 með hvítu sjónvarpsmerki í horninu þá munu þessir pixlar sem þurfa alltaf að sýna hvítt eyðast hraðar en hinir og á endanum verða þeir dekkri en aðrir og þá muntu sjá skugga af þessu sjónvarpsmerki ef þú lætur sjónvarpið sína alveg hvíta mynd(og við eðlilega notkun við ákv. aðstæður, getur farið eftir litum ef sjónvarpsmerkið er litað). Sennilega mun þú aldrei taka eftir þessu þar sem nýju tækin eru orðin mjög góð í sambandi við þetta, nema kannski IR sem hverfur hvort eð er þegar þú spilar mynd á hreyfingu, en ég vildi bara vara þig við þessu því þetta getur verið vandamál ef þú ferð ílla með tækið.

Svo eru LCD skjáir líka bjartari og svo hafa líka betri týpur frá samsung og sony mjög góða glossy filtera svo að í mjög björtu herbergi geta þeir jafnvel litið út fyrir að hafa betra black-level heldur en panasonic plasma en í dimmu herbergi gera þeir lítið gagn.

annars eru panasonic ekki eini framleiðandinn sem gerir góð plasma sjónvörp heldur eru samsung orðnir mjög góðir núna(reyndar bara í stærri skjáum 60"+ sem hafa betra black level heldur en minni skjáir). e6500 og e8000 eru bestu týpurnar hjá þeim.

ég mæli líka með því að þú lesir þig betur til um þetta. Þetta er að mínu mati lang besta review síðan(ef reviewin eru gerð af David Mackenzie), annars er voðalega lítið sýnt myndrænt á henni svo þú verður að lesa og bera saman sjálfur :)



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf DJOli » Lau 05. Jan 2013 08:43

Ég myndi geyma peninginn aðeins lengur og safna fyrir 4k sjónvarpi.
Kaupa bara svona eins og 160þús króna full hd lcd/led í dag.

Hugsa bara að það væri rosalega leiðinlegt að vera tiltölulega nýbúin(n) að kaupa rándýrt sjónvarp sem styður ekki nema 1920x1080, svo kemur bara sjónvarp eða skjávarpi á næsta leiti með upplausnina 3840×2160 (2x hærri upplausn en 1920x1080) sem kostar kannski helmingi meira en þú hefur verið að leggja í fína full hd sjónvarpið þitt.

For the record, þá er verið að þróa 4k sjónvörp í dag.
Eina vandamálið með það er að þau eru sett á sirka 3,2 milljónir stykkið.
Dæmi:
http://www.pocket-lint.com/review/6123/ ... -tv-review
http://store.sony.com/webapp/wcs/stores ... ier=S_4KTV

Færi persónulega í Sony sjónvarpið frekar en LG þar sem LG er drasl, og það er mitt álit.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf audiophile » Lau 05. Jan 2013 10:36

Gleymdu 4K.

720p efni er rétt að koma í sýningu í íslensku sjónvarpi og það er 2013! Það er 10 árum eftir að Bluray kom út. Hversu mörgum árum eftir að 4K sjónvörp koma út haldiði að þeir drullist til að sýna 1080p efni og hvað þá 4k?

Keyptu það sjónvarp sem þig langar í núna því næsta tækni sem þess virði er að verða spenntur yfir er OLED og það eru ennþá nokkur ár í að það verði á viðráðanlegu verði. OLED mun verða það sem sameinar styrki Plasma og LCD/LED í einu tæki ef marka má loforðin.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Tengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf svanur08 » Lau 05. Jan 2013 15:42

Græðir lítið á 4k þarf svona 85 tommu tæki og sitja nálægt því til að sjá einhvern mun.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf stebbi23 » Sun 06. Jan 2013 13:14

mæli með að skoða Samsung PS60E6500(selt sem PS60E6505 á Íslandi), það er aðeins stærra en skv. aðal reviewer hjá HDTVtest.co.uk með best "all-round" myndgæðin 2012.
http://bt.is/product/samsung-60-3d-plas ... 5-sjonvarp

http://www.hdtvtest.co.uk/news/best-led ... 232482.htm
Our chief reviewer David Mackenzie explained:
“But as a standalone set, no other HDTV we’ve tested in 2012 delivers better all-round picture quality than the 60″ version of Samsung’s E6500 series, the PS60E6500. It is outstanding value for money, and can produce high-contrast, accurate, lucid pictures with near-perfect screen uniformity and lack of image retention issues.”



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf hjalti8 » Sun 06. Jan 2013 14:09

stebbi23 skrifaði:mæli með að skoða Samsung PS60E6500(selt sem PS60E6505 á Íslandi), það er aðeins stærra en skv. aðal reviewer hjá HDTVtest.co.uk með best "all-round" myndgæðin 2012.
http://bt.is/product/samsung-60-3d-plas ... 5-sjonvarp

http://www.hdtvtest.co.uk/news/best-led ... 232482.htm
Our chief reviewer David Mackenzie explained:
“But as a standalone set, no other HDTV we’ve tested in 2012 delivers better all-round picture quality than the 60″ version of Samsung’s E6500 series, the PS60E6500. It is outstanding value for money, and can produce high-contrast, accurate, lucid pictures with near-perfect screen uniformity and lack of image retention issues.”


sammála þessu, þetta er svakalegt sjónvarp




Ziggije
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 30. Jún 2011 18:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf Ziggije » Mán 07. Jan 2013 03:39

Ég keypti mér þetta sjónvarp núna rétt fyrir jól http://ht.is/product/55-3d-smart-led-sj ... 55pfl5507t var reyndar ekki á tilboði þá en allavegna, Ég er alveg þrusu sáttur með það og ég hef ekkert slæmt út á það að segja. Mæli eindregið með því og sérstaklega þar sem það er á góðu tilboði ;)




Höfundur
simmi2
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 04. Jan 2013 19:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf simmi2 » Lau 12. Jan 2013 01:26

Valið stóð á endanum á milli http://bt.is/product/samsung-60-3d-plas ... 5-sjonvarp og http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55ST50Y og eftir að hafa farið á báða staði og borið saman þá valdi ég samsung tækið frá BT..... takk fyrir allar útskýringar og svör við spurningum!



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf hjalti8 » Lau 12. Jan 2013 13:34

simmi2 skrifaði:Valið stóð á endanum á milli http://bt.is/product/samsung-60-3d-plas ... 5-sjonvarp og http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55ST50Y og eftir að hafa farið á báða staði og borið saman þá valdi ég samsung tækið frá BT..... takk fyrir allar útskýringar og svör við spurningum!


þetta val gat bara ekki klikkað hjá þér, til hamigju með tækið :happy

ég mæli svo með því að þú horfir lítið sjónvarpsefni sem er ekki í 16:9 hlutföllum fyrstu 1-2 vikurnar því þá er plasma tækið viðkvæmast fyrir burn-in. Einnig mæli ég með því að þú zoomir inn á stöðvar sem hafa static sjónvarpsmerki í horninu(1-2 fyrstu vikurnar). Svo er líka oft mælt með því að það sé sniðugt að lækka contrast og brightness(tímabundið) og spila break in slides eða 16:9 mynd(t.d. avatar, engan texta samt) fyrstu 100-200 tímana eða í c.a. eina viku non-stop.

margir vilja samt meina að allt þetta sé óþarfi á þessum nýju plasma tækjum í dag en ef ég væri í þínum sporum myndi ég samt gera þetta allt(amk forðast non 16:9 efni og sjónvarpsmerki fyrstu vikurnar).

download linkur á ágætis break in slides(getur sett þær á usb kubb og spilað þær í loop-u, sniðugt að disable-a líka effect þegar það er skipt um slide): http://www.eaprogramming.com/downloads/ ... Images.zip




yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf yamms » Lau 12. Jan 2013 14:11

ég myndi ekki nenna slíku rugli. Er einmitt með Panasonic tækið sem hann linkaði á líka (55 plasma)

Horfi bara á það sem er í sjónvarpinu, vod, blu ray eða hvað sem er. Ef það kemur svona burn in þá er ekkert annað að gera en að skila draslinu, þetta kostaði nóg að maður á ekki að þurfa að vera að standa í svona veseni með nýtt tæki. :)



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf hjalti8 » Lau 12. Jan 2013 14:40

eins og ég segji þá er orðið mjög erfitt að fá burn-in á þessum nýju tækjum. En þetta er þekkt vandamál og það veit enginn hvernig þessi nýju tæki verða orðin eftir 2+ ár. Kannski eldast þau vel og kannski ekki. Svo það er ágætt að hafa þetta amk í huga og reyna að fara vel með tækið frekar en að ignora þetta alveg.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Tengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf svanur08 » Lau 12. Jan 2013 20:14

Flott tæki til hamingju ;)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
simmi2
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 04. Jan 2013 19:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við val á sjónvarpi 50-55"

Pósturaf simmi2 » Sun 13. Jan 2013 19:58

hjalti8 skrifaði:
simmi2 skrifaði:Valið stóð á endanum á milli http://bt.is/product/samsung-60-3d-plas ... 5-sjonvarp og http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55ST50Y og eftir að hafa farið á báða staði og borið saman þá valdi ég samsung tækið frá BT..... takk fyrir allar útskýringar og svör við spurningum!


þetta val gat bara ekki klikkað hjá þér, til hamigju með tækið :happy

ég mæli svo með því að þú horfir lítið sjónvarpsefni sem er ekki í 16:9 hlutföllum fyrstu 1-2 vikurnar því þá er plasma tækið viðkvæmast fyrir burn-in. Einnig mæli ég með því að þú zoomir inn á stöðvar sem hafa static sjónvarpsmerki í horninu(1-2 fyrstu vikurnar). Svo er líka oft mælt með því að það sé sniðugt að lækka contrast og brightness(tímabundið) og spila break in slides eða 16:9 mynd(t.d. avatar, engan texta samt) fyrstu 100-200 tímana eða í c.a. eina viku non-stop.

margir vilja samt meina að allt þetta sé óþarfi á þessum nýju plasma tækjum í dag en ef ég væri í þínum sporum myndi ég samt gera þetta allt(amk forðast non 16:9 efni og sjónvarpsmerki fyrstu vikurnar).

download linkur á ágætis break in slides(getur sett þær á usb kubb og spilað þær í loop-u, sniðugt að disable-a líka effect þegar það er skipt um slide): http://www.eaprogramming.com/downloads/ ... Images.zip


Takk fyrir linkinn, ég læt sjónvarpið keyra slideshow með þessum lita myndum þegar það er ekki í notkun en svo var annað sem að ég var að pæla í seinna meir þegar þessir 100-200 tímar eru komnir, er þá ekki tími til að finna calibration settings?

Kann einhver hérna á svoleiðis?