Ég er með gamalt túpusjónvarp með einu scart tengi og þarf að tengja við það DVD spilara og myndlykil frá Vodafone, hvoru tveggja með scart tengi.
Ég prófaði að nota Y-tengi (scart), en það virkaði ekki vel því myndlykilinn virtist alltaf trufla DVD spilarann, jafnvel þó slökkt væri á myndlyklinum með fjarstýringu. Hins vegar virkaði myndlykillinn fínt þegar slökkt var á DVD spilara.
Eru til einhverjar lausnir á þessu eða er það bara að uppfæra græjurnar ? Hvorki myndlykilinn né DVD spilarinn eru með Scart-input tengi og ég get reyndar tengt myndlykilinn með loftnetssnúru, en þá eru gæðin einhverra hluta vegna léleg.
Sjónvarp með einu scart tengi
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp með einu scart tengi
SCART fjöltengi, þar sem svissað er á milli merkja. Fæst í flestum betri raftækjaverslunum.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Sjónvarp með einu scart tengi
Takk ég prófa þetta. Fjöltengið sem ég var að nota gaf ekki möguleika á að svissa á milli merkja.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp með einu scart tengi
Kosmor skrifaði:http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=107428&serial=HQSS0026&ec_item_14_searchparam5=serial=HQSS0026&ew_13_p_id=107428&ec_item_16_searchparam4=guid=434b032c-d560-4574-875b-91b9107eba5f&product_category_id=782&ec_item_12_searchparam1=categoryid=782
Hann þarf akkúrat öfugt. 2x (eða fleiri) input og 1 output, svo hægt sé að svissa á milli.
Þetta ætti að duga: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=782