Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.


Höfundur
Ronad
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 23. Jún 2012 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Ronad » Lau 23. Jún 2012 17:23

Ég var nú að pæla að fara að fjárfesta mér í LED tæki 46 - 50 tommu búinn að vera að skoða þetta örlítið en veit ekki alveg muninn eins og á 300hz tæki og 600hz tæki o.s.f.v er einhver sjáanlegur munur og er eitthvað ákveðiið sem betra er að hafa í huga en annað við val á svona tæki?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf svanur08 » Lau 23. Jún 2012 17:34

Myndi frekær fá mér Plasma


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf hjalti8 » Lau 23. Jún 2012 21:34

Ronad skrifaði:Ég var nú að pæla að fara að fjárfesta mér í LED tæki 46 - 50 tommu búinn að vera að skoða þetta örlítið en veit ekki alveg muninn eins og á 300hz tæki og 600hz tæki o.s.f.v er einhver sjáanlegur munur og er eitthvað ákveðiið sem betra er að hafa í huga en annað við val á svona tæki?


ágætis umræða um sjónvarpsmál fyrir tveim mánuðum, aðalega plasma vs lcd, í þessum þræði: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=47&t=47266&st=0&sk=t&sd=a

annars er sjónvarpsmiðstöðin hætt að selja margt sem var í boði þá og nýjar týpur í komnar í staðinn, bestu kaupin í dag eru sennilega Panasonic ST50 á 350k, þá ertu kominn 50k yfir budget-inn en þá ertu líka kominn með nánast fullkomið sjónvarp.

ef þú villt lesa þig til um þetta þá er þessi review síða frábær: http://www.hdtvtest.co.uk/news/category/reviews




Höfundur
Ronad
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 23. Jún 2012 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Ronad » Lau 23. Jún 2012 23:12

ég vill ekki plasma þar sem það hentar ekki fyrir mjög björt rými glerið á plasma tækjunum gerir það að verkum að það endurkastar ljósinu margfalt á við LED tækin




kfc
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Fös 18. Mar 2011 23:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf kfc » Lau 23. Jún 2012 23:18

Í LED er það bara Samsung sem kemur til greina.

http://www.samsungsetrid.is/vorur/559/



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf audiophile » Sun 24. Jún 2012 09:33

Myndi reyndar ekki versla Samsung sjónvörp í Samsung setrinu, eru miklu dýrari þar en t.d. Elko.

Farðu frekar í týpuna fyrir ofan http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1706


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Farcry » Sun 24. Jún 2012 11:58

Spurning hvernig þessi IPS Panel sjónvörp eru http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXL47E5Y



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf hjalti8 » Sun 24. Jún 2012 14:32

Farcry skrifaði:Spurning hvernig þessi IPS Panel sjónvörp eru http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXL47E5Y



því miður eiga þessir IPS skjáir erfitt með að sýna dökkar myndir, þær verða ekki einungis of ljósar heldur einnig hálf fjólubláar. Á móti hafa þeir betri viewing angles heldur en hefðbundnir lcd skjáir en eru þó langt á eftir plasma tækjum. Persónulega myndi ég þá velja samsung led tæki sem gæti sýnt dekkri myndir sem hafa ekki fjólubláan litblæ. Einn stærsti gallinn við mörg af þessum lcd sjónvörpum með led baklýsingu í könntunum(til að gera þau þynnri) er að baklýsingin á það til að vera ójöfn, þetta getur verið soldið happdrætti því til þess að baklýsingin í þessum sjönvörpum verði jöfn þarf allt að vera svo nákvæmt að jafnvel sjónvörp af sömu týpu geta verið misslæm og jafnvel breyst við flutning.

Hérna er svo dæmi um slæma baklýsingu sem getur orðið vel sjáanleg í dökkum senum:

Mynd



Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Farcry » Sun 24. Jún 2012 14:41

hjalti8 skrifaði:
Farcry skrifaði:Spurning hvernig þessi IPS Panel sjónvörp eru http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXL47E5Y



því miður eiga þessir IPS skjáir erfitt með að sýna dökkar myndir, þær verða ekki einungis of ljósar heldur einnig hálf fjólubláar. Á móti hafa þeir betri viewing angles heldur en hefðbundnir lcd skjáir en eru þó langt á eftir plasma tækjum. Persónulega myndi ég þá velja samsung led tæki sem gæti sýnt dekkri myndir sem hafa ekki fjólubláan litblæ. Einn stærsti gallinn við mörg af þessum lcd sjónvörpum með led baklýsingu í könntunum(til að gera þau þynnri) er að baklýsingin á það til að vera ójöfn, þetta getur verið soldið happdrætti því til þess að baklýsingin í þessum sjönvörpum verði jöfn þarf allt að vera svo nákvæmt að jafnvel sjónvörp af sömu týpu geta verið misslæm og jafnvel breyst við flutning.

Hérna er svo dæmi um slæma baklýsingu sem getur orðið vel sjáanleg í dökkum senum:

Mynd

Ok nú eru IPS tölvuskjáir góðir, hefur greinilega ekki ennþá skilað sér í sjónvörpin, eiga kannski eftir að þróa þetta betur.



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf hjalti8 » Sun 24. Jún 2012 15:28

Farcry skrifaði:Ok nú eru IPS tölvuskjáir góðir, hefur greinilega ekki ennþá skilað sér í sjónvörpin, eiga kannski eftir að þróa þetta betur.


Það má nú líka deila um það, það sem þeir hafa aðallega fram yfir aðra lcd skjái er viewing angles og fleiri/nákvæmari litir. Þegar kemur að tölvuskjám þá skiptir viewing angles litlu máli þar sem það eru sjaldan margir að nota sama skjáinn í einu, en í sambandi við litina þá er venjulegur notandi ekki að fara taka eftir neinum mun á að fara yfir í IPS skjá. Það sem hinsvegar venjulegur notandi gæti tekið eftir er þetta lélega contrast ratio sem ég var að tala um að ofan og þessi fjólublái litbær en þetta tvennt sést vel þegar horft er á dökkar myndir í dökku herbergi(mun minna áberandi í vel upplýstu herbergi). Einnig hafa IPS skjáir oft lélegri response time og refresh rate(hz) en aðrir lcd skjáir en það er samt hægt að fá þá með hærri upplausn sem er stór plús, sérstaklega fyrir stærri skjái.




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf stebbi23 » Sun 24. Jún 2012 22:18

Ronad skrifaði:Ég var nú að pæla að fara að fjárfesta mér í LED tæki 46 - 50 tommu búinn að vera að skoða þetta örlítið en veit ekki alveg muninn eins og á 300hz tæki og 600hz tæki o.s.f.v er einhver sjáanlegur munur og er eitthvað ákveðiið sem betra er að hafa í huga en annað við val á svona tæki?


svo ég svari nú spurningunni þinni um muninn á 300hz og 600hz...

Þetta er í rauninni endurnýjunartíðnin á myndinni í tækjunum. Ódýrustu tækin eru yfirleitt skráð með 50Hz og aðeins dýrari með 100Hz og það þýðir einfaldlega að 100Hz tækið sýnir 2 ramma fyrir hvern 1 sem 50hz tækið sýnir á sama tíma.
400Hz tæki sýnir þess vegna 8 sinnum fleirri ramma en 50Hz tæki á hverjum tíma.

Þetta er hinsvegar ekki alveg samanberanlegt milli Plasma og LCD. 600Hz í Plasma er mjög svipað og 100Hz í LCD og í rauninni byrjuðu Plasma framleiðendur ekki að flassa 600Hz tölunni fyrr en að LCD framleiðendur fóru að hækka sig jafnt og þett úr 50Hz.

Það er munur á t.d. 100Hz tæki og 400Hz tæki í hreyfingum, en þú sérð hann nánast bara ef tækin eru hlið við hlið í búð. Ert voða lítið að fara að taka eftir þessu þegar þú ert kominn heim og ert bara með eitt tæki.

Svo kalla framleiðendurnir þetta mismunandi nöfnum. T.d. samsung tala aldrei um Hz. Tækin hjá þeim eru 50 CMR, 100 CMR, 200 CMR, 400 CMR eða 800 CMR þar sem CMR stendur fyrir Clear Motion Rate.

Þeir tóku upp CMR fyrir um 2-3 árum og samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá aðilum frá Samsung þá vinna örgjörvinn, panelinn og myndvinnsluvélin mun betur saman í tækinu saman til að mynda það. Þeir segja einnig að CMR jafnist við Hz töluna fyrir ofan. 50 CMR = 100hz. 200 CMR = 400Hz.....


Annað sem þú þarft að pæla í er skerpan eða "Contrast" og er yfirleitt táknuð með tölum einn á móti einhverju... 1:1000
Því hærri sem seinni talan er því meiri á munurinn á milli svarta og hvíta litarins að vera.
Skerpan eða "Contrast" er mæld með að mæla muninn milli svarts og hvíts þegar venjuleg mynd er í gangi.
Hins vegar fyrir nokkrum árum byrjuðu framleiðendur að mæla muninn með bara svartan á skjánum og svo bara hvítann og fóru því allt í einu að fá miklu hærri tölur, þá er talað um "Dynamic Contrast" og er yfirleitt svona 5-10 sinnum hærri tala.
Stuttu eftir það fóru framleiðendur eins og Samsung að hætta sýna tölur á sínum tækjum og tala þá um "High-, Mega- eða Ultra Contrast".

Besta leiðin til að skoða skerpuna er að fara einfaldlega í búðir og fá að sjá tækin. Biddu um að fá að sjá tækin Calibrate'uð eitthvað til að sjá svarta litinn sem best. Forstilltu stillingarnar sem koma með tækjunum og er yfirleitt verið að nota í búðunum eru yfirleitt crap. Myndin mun ekki looka eins Vivid við þetta en mundu að bjartast og skýrast er ekki alltaf réttast. Þú vilt hafa litina eins raunverulega og hægt er en ekki ultra bjarta.

Í dag færðu yfirleitt bestu skerpuna í tækjum frá Samsung, Panasonic og Sharp Elite tækjunum.
Pioneer Kuru tækin eru enn í dag þau tæki sem hafa náð svartasta svarta litnum en þau eru ekki lengur í framleiðslu.

ég er örugglega að gleyma einhverju... :D



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf GullMoli » Sun 24. Jún 2012 22:22

Menn ekkert farnir að fjárfesta frekar í skjávörpum?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2127
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 22:30

Í Optical Studio gleraugnabúðinni í Smáralindinni er næfurþunnt sjónvarp í silfurramma, minnir að það sé Samsung.
Það er fellt inní vegginn uppá rönd. Ég hef aldrei séð önnur eins myndgæði. Það var greinilega 1080 BlueRay mynd sem loppaði þarna og gæðin voru slík að maður sá svitaholur og fílapensla á modelunum sem voru að sýna gleraugun.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf worghal » Sun 24. Jún 2012 22:33

GuðjónR skrifaði:Í Optical Studio gleraugnabúðinni í Smáralindinni er næfurþunnt sjónvarp í silfurramma, minnir að það sé Samsung.
Það er fellt inní vegginn uppá rönd. Ég hef aldrei séð önnur eins myndgæði. Það var greinilega 1080 BlueRay mynd sem loppaði þarna og gæðin voru slík að maður sá svitaholur og fílapensla á modelunum sem voru að sýna gleraugun.

held að þetta sé Samsung D8000

Mynd

er hálf ástfanginn af þessari hönnun :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2127
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 22:36

Já þetta er tækið...
Myndgæðin eru ólýsanleg ...

Ég myndi ekki vilja sjá 1080 porn í þessu tæki, yrði allt of díteilað :pjuke




Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Kosmor » Sun 24. Jún 2012 22:36

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1706

Ég er starfsmaður Elko og mæli sterklega með þessu.

Bendi þér líka á að skoða blað morgundagsins, hvort EM tilboðið haldi áfram (Veggfesting sem fylgir öllum keyptum sjónvörpum)


Væri svo ekki verra að fá sölulaunin [-o< [-o< [-o< [-o<



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2127
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 22:40

Ef ég ætti pening núna til að eyða í TV ... þá væri Samsung klárlega númer #1 á listanum mínum.
Þvílík snilldarhönnun.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf vesley » Sun 24. Jún 2012 22:42

GuðjónR skrifaði:Ef ég ætti pening núna til að eyða í TV ... þá væri Samsung klárlega númer #1 á listanum mínum.
Þvílík snilldarhönnun.



Algjörlega sammála. Stundum finnst manni myndin vera raunverulegri en það sem augað getur séð sjálft. :roll:




Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf Kosmor » Sun 24. Jún 2012 22:44

GuðjónR skrifaði:Ef ég ætti pening núna til að eyða í TV ... þá væri Samsung klárlega númer #1 á listanum mínum.
Þvílík snilldarhönnun.


Sammála þessu, númer 1, 2, og 3!



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf worghal » Sun 24. Jún 2012 22:44

Kosmor skrifaði:http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=112061&serial=UE46D6755XXE&ec_item_14_searchparam5=serial=UE46D6755XXE&ew_13_p_id=112061&ec_item_16_searchparam4=guid=c8d7a07b-8887-4039-ba07-e1f84cbff214&product_category_id=1706&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1706

Ég er starfsmaður Elko og mæli sterklega með þessu.

Bendi þér líka á að skoða blað morgundagsins, hvort EM tilboðið haldi áfram (Veggfesting sem fylgir öllum keyptum sjónvörpum)


Væri svo ekki verra að fá sölulaunin [-o< [-o< [-o< [-o<

mæli með að setja "starfsmaður í Elko" í undirskrift :)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2127
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 22:45

vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef ég ætti pening núna til að eyða í TV ... þá væri Samsung klárlega númer #1 á listanum mínum.
Þvílík snilldarhönnun.



Algjörlega sammála. Stundum finnst manni myndin vera raunverulegri en það sem augað getur séð sjálft. :roll:


Akkúrat, myndgæðin eru óraunverulega raunveruleg ... svo raunverulega óraunverulega verulega eru þau!




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf stebbi23 » Mán 25. Jún 2012 00:02

mæli með að skoða nýja 8000 tækið ESxx8000
Magnað tæki með hreyfi- og talstýringu sem satt að segja virkar alveg ágætlega vel. Væri alveg til að geta stjórnað sjónvarpinu aðeins án fjarstýringarinar þegar maður er að borða pizzu með höndunum.

Dual Core örgjörvi sem bætir myndvinnslu og gerir alla SMART möguleika miklu fljótari í vinnslu.

Geðveik hönnun. Ótrúlega þunnt og flottur standur og nánast engin umgjörð.

Uppfæranlegt eftir nokkur ár. Er að feel'a þennan fídus mikið, ef það koma t.d. quad core örgjörvar í tækin eftir nokkur ár með betri myndvinnsluvél þá áttu möguleika að uppfæra í það án þess að kaupa nýtt tæki.
Svo eru allskonar skemmtilegir fídusar eins og það er hægt að láta tækið vera aðgangspunkt fyrir þráðlaust net.

http://www.samsung.com/uk/consumer/tv-a ... U-features




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf stebbi23 » Mán 25. Jún 2012 00:10

svo er náttlega þetta væntanlegt...
http://www.engadget.com/2012/05/10/sams ... rlds-fair/

Myndi giska á að verðmiðinn hérna heima verði í kringum 1,5-2 kúlur... :O



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp verðflokkur 250-300þús.

Pósturaf svanur08 » Mán 25. Jún 2012 00:42

stebbi23 skrifaði:svo er náttlega þetta væntanlegt...
http://www.engadget.com/2012/05/10/sams ... rlds-fair/

Myndi giska á að verðmiðinn hérna heima verði í kringum 1,5-2 kúlur... :O


Virkar eins og 42 tommu miðað við fólkið við hliðiná


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR