þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 81
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf axyne » Þri 15. Nóv 2011 20:35

Spila á gítarinn nánast undantekningarlaust með heyrnatól og er orðinn þreyttur að snúrunni.

Vantar þráðlaus heyrnatól, þurfa að vera nokkuð þæginleg og helst ekki einhverjir hlunkar.

Ég hef verið að spá i Sennheiser RS120.

Eitthvað sem menn myndu mæla með í staðinn ?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf Plushy » Þri 15. Nóv 2011 20:38

Ekkert jafn pirrandi og að vera að spila í stólnum, rúlla sér smá aftur, festa heyrnatóls snúruna í hjólunum, tosa hana óvart út svo að hljóðið blastar í speakers síðan reynirðu að standa upp en flækistí input snúrunni á gítarnum og dettur á rassinn




Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 81
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf axyne » Þri 15. Nóv 2011 21:24

Plushy skrifaði:Ekkert jafn pirrandi og að vera að spila í stólnum, rúlla sér smá aftur, festa heyrnatóls snúruna í hjólunum, tosa hana óvart út svo að hljóðið blastar í speakers síðan reynirðu að standa upp en flækistí input snúrunni á gítarnum og dettur á rassinn


haha segðu, er sjálfur alltaf í skrifborðsstólnum og þoli ekki þegar ég keyri yfir snúruna.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2008
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 275
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf einarhr » Þri 15. Nóv 2011 21:46

Plushy skrifaði:Ekkert jafn pirrandi og að vera að spila í stólnum, rúlla sér smá aftur, festa heyrnatóls snúruna í hjólunum, tosa hana óvart út svo að hljóðið blastar í speakers síðan reynirðu að standa upp en flækistí input snúrunni á gítarnum og dettur á rassinn


word


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 81
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf axyne » Fös 18. Nóv 2011 00:09

bumb


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Gizzly
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 13. Okt 2011 23:24
Reputation: 0
Staðsetning: Draumaland
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf Gizzly » Fös 18. Nóv 2011 00:42

axyne skrifaði:
Plushy skrifaði:Ekkert jafn pirrandi og að vera að spila í stólnum, rúlla sér smá aftur, festa heyrnatóls snúruna í hjólunum, tosa hana óvart út svo að hljóðið blastar í speakers síðan reynirðu að standa upp en flækistí input snúrunni á gítarnum og dettur á rassinn


haha segðu, er sjálfur alltaf í skrifborðsstólnum og þoli ekki þegar ég keyri yfir snúruna.


Úff I feel your pain, svo pirrandi að vera með fáránlega langa snúru sem gerir ekkert annað en að þvælast fyrir hjólunum!


Ignorance is Bliss
Cooler Master HAF 932 | ASUS P8Z68 -V Pro | Intel i7 2600K @ 4.5GHz | EVGA GTX570 SC | Corsair Vengeance 1866MHz | Corsair HX750W | Corsair H80 | OCZ 120GB Vertex 3 SSD


gettra
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 06. Des 2011 11:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf gettra » Þri 06. Des 2011 12:42

Get því miður ekki mælt með Senhnheiser 120.
1) Nota mín í vinnunni og það má vera að það sé meira sem getur truflað en á venjulegu heimili en ég er með sendinn á skrifborðinu en á samt erfitt með að fá góða suðlausa rás sitjandi við borðið. Þegar það gerist þá er tólið mjög viðkvæmt fyrir hreyfingu þannig að ef ég sný mér getur komið suð.
2) Þegar ég fæ rás getur hún dugað nokkuð lengi. Svo bara dettur hún út og ég þarf að leita aftur.
3) Ég er að pikka upp allskonar sendingar og truflanir.
4) Það þarf að stilla hljóð í tölvu, hljóð í iTunes (eða hvaða spilara sem þú ert að nota) og hljóð í heyrnartólum til að losna við suð. Þetta suð einkennir reyndar nánast öll RF þráðlaus heyrnartól og er kannski ekkert verra eða meira í SH120. Er ekkert svo slæmt þegar hlustað er á útvarp en getur verið pirrandi með tónlist.
5) Það er talsvert hljóðsmit - það er að þeir sem sitja nálægt mér heyra vel hvað ég er að hlusta á ef ég er með eh styrk á þeim. Kemur ekkert á óvart þar sem þetta eru ekki lokuð heyrnartól.


Svona eftirá þá sé ég eftir að hafa ekki keypt týpuna fyrir ofan RS-160 eða RS-180. Þrátt fyrir að vera talsvert dýrari þá er lítill sparnaður í að kaupa eitthvað sem er ekki notandi.

Er eitthvað jákvætt við RS-120?
Góð hönnun á hleðslustöðinni. Rosalega þægilegt að skella bara heyrnartólunum á hana og þá bara hleðst.
ÞEGAR að næst gott samband þá er það nokkuð gott. Gerist bara of sjaldan.
Sæmilega þægilegt að hafa heyrnartólin á sér.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf tdog » Þri 06. Des 2011 12:57

Hvar vinnur þú og hvernig búnaður er í kringum þig?




gettra
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 06. Des 2011 11:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf gettra » Þri 06. Des 2011 13:38

Starfa hjá stóru upplýsingatæknifyrirtæki. Það er slatti í kringum mig sem getur truflað:
Flúrljós
Spennugjafar
Dettur í hug að rafmagnsstokkur með raflögnum og netlögnum sem er við hliðina á mér trufli.
Hef stundum grun um að GSM sendir á næsta húsi trufli.
Það eru amk 2 aðrir sem vinna með mér með þráðlaus heyrnartól. Er stundum að rekast á við þá.

Allt þetta getur truflað en ég tel mig búin að prófa mismunandi staðsetningar og stillingar og aldrei verið almennilega sáttur.




Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 81
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: þráðlaus heyrnatól fyrir gítar.

Pósturaf axyne » Mið 04. Jan 2012 14:29

Endaði á að panta mér Sennheiser RS 160.

Munaði ekkert svakalega í verði miðan við RS120 og tel það hafa verið betri kaup.

PROS
-RS 160 eru digital og eiga að skila hljóðmerkinu uncompressed og ekkert tíðnistillingarvesen.
-Heyrist ekkert stuð í þeim og ég get farið um alla íbúðina með lokaðar hurðir(múrsteinshús) án vandræða.
-RS160 eru lokuð og loka ágætlega á hljóð inn jafnt sem út. (RS120 eru opin).

CONS
-Drægnin er samt töluvert minni miðan við RS120 (20m í staðin fyrir 100m) skiptir mig eingu máli.
-Sakna smá að hafa hleðslustand þarf að plugga þeim í samband til að hlaða
-Spöngin mætti hafa verið stærri, er með þau í mestu útraganlegri stöðu og passa akkúrat á hausinn á mér.
-Pínku þröng á minn stóra haus, gæti verið óþæginleg til langs tíma.

Er sosem ekki búinn að nota þau meira en klukkutíma en er samt sáttur, rosalegur munur á hljóðgæðum miðan við gömlu Pioneer heyrnatólin mín þegar ég spila á gítarinn og hlusta á tónlist. Finnst kannski full mikill bassi í þeim en það er kannski bara ég.

Núna er bara að bíða eftir að maður eigi efni á Mbox2/3 mini til að skipta út fyrir gamla gítarmagnararnn minn og geta farið að njóta mín meira að spila.


Electronic and Computer Engineer