Flakkari með upptökumöguleika?


Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Flakkari með upptökumöguleika?

Pósturaf hundur » Þri 06. Des 2011 05:09

Sælir kæru vaktarar. Gamla liðið var loksins að uppfæra sjónvarpið yfir í flatskjá og því fannst þeim (lesist: mér) tilvalið að reyna að tengja einhvern media server við þetta. En þau vilja að hægt sé að taka upp sjónvarpsefni og ég vil að það sé hægt að spila flestallar gerðir videofæla og jafnvel streyma í aðrar tölvur heimilisins.

Er til einhver flakkari sem gerir þetta? Og hvernig er með media server tölvur, er hægt að sleppa ódýrt með þær?

Við erum með Amino 140 afruglara frá Vodafone ef það skiptir einhverju máli.




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Flakkari með upptökumöguleika?

Pósturaf Skari » Þri 06. Des 2011 07:37

Ef ég væri að kaupa mér meda server í dag þá myndi ég kaupa : http://buy.is/product.php?id_product=1812 (Western digital WD TV Live).. lítill, nettur og spilar allt saman. Hef því miður svo ekkert kynnt mér það að taka upp, seinast þegar ég tók upp eitthvað var á vhs.




Major Bummer
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 21:58
Reputation: 0
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Flakkari með upptökumöguleika?

Pósturaf Major Bummer » Þri 06. Des 2011 11:15

Hef verið að skoða þetta líka. Upptökuflakkarar virðast vera á leiðinni út. Tölvutek eru nýlega hættir með Argosy HV-359T og sá eini sem ég hef fundið hérlendis er ACryan playon dvr, http://tolvulistinn.is/vara/23279 en er full dýr.

Fann þessa úti:

http://www.amazon.com/Noah-Company-Medi ... 53&sr=8-11
http://www.mvixusa.com/shop/index.php?d ... ct_id=1610

lítið um reviews um flakkara og review á síðum búða eru oftast neikvæð, sennilega nennir fólk ekki að reviewa ef þetta virkar.
Sjálfsagt væri best að vera með htpc en er að skoða þetta fyrir afa sem er ekki mjög tæknilega sinnaður.

endilega láttu vita hverju þú endar á.