Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"


Höfundur
gardargeir
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 16. Nóv 2010 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"

Pósturaf gardargeir » Þri 16. Nóv 2010 14:42

Sælir,
ég er í smávægilegum vandræðum hérna. Ég er með harðan disk sem ég er með allskyns bíómyndir og þætti inn á og langar til að tengja hann við sjónvarpið mitt. Ég hef prófað að tengja hann heima hjá konunni og sjónvarpið hennar finnur hann en svo þegar ég tengi hann hjá mér þá gefur hún mér upp að velja á milli photos og pictures það er enginn video valmöguleiki?

Þetta er langþægilegasta leiðin fyrir mig að ég held að tengja flakkarann við sjónvarpið og dæla myndum inn á hann og horfa í því.
Ég sé ekki tilganginn í að kaupa sjónvarpsflakkara ef ég næ að redda þessu...

Einhver ráð?
kv, Garðar



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"

Pósturaf Halli25 » Þri 16. Nóv 2010 15:27

Hvaða týpa af sjónvarpi er þetta?

Ertu viss um að þitt sjónvarpð styðji annað en myndir meðan að sjónvarpið hjá konunni þinni gerir það?


Starfsmaður @ IOD


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"

Pósturaf stebbi23 » Þri 16. Nóv 2010 18:51

miða við þau 37" samsung tæki sem seld hafa verið á Íslandi þá er þetta líklega Samsung LE37B555, LE37B655, LE37C575 eða LE37C655.

B555 og B655 eru 2009 tæki og er B555 aðeins með stuðning fyrir ljósmyndir og tónlist á meðan B655 getur líka spilað myndbönd.
C575 og C655 eru 2010 tæki og geta bæði spila myndbönd líka.

Ef að týpunúmerið er annað þá geturu postað því hér og get sagt þér hvað þú getur spila.




Höfundur
gardargeir
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 16. Nóv 2010 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"

Pósturaf gardargeir » Sun 21. Nóv 2010 23:40

stebbi23 skrifaði:miða við þau 37" samsung tæki sem seld hafa verið á Íslandi þá er þetta líklega Samsung LE37B555, LE37B655, LE37C575 eða LE37C655.

B555 og B655 eru 2009 tæki og er B555 aðeins með stuðning fyrir ljósmyndir og tónlist á meðan B655 getur líka spilað myndbönd.
C575 og C655 eru 2010 tæki og geta bæði spila myndbönd líka.

Ef að týpunúmerið er annað þá geturu postað því hér og get sagt þér hvað þú getur spila.


já ókei þú meinar, þannig hvað er best í stöðunni fyrir mig að gera þá til að geta horft á bíómyndir/þætti í sjónvarpinu hjá mér í gegnum tölvu?

Ég var alltaf með svona snúru í mac (sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu) sem eg tengdi í sjónvarpið en hún er ónýt núna, hvað mæliði með?




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lacie Porshce 500gb flakkari tengdur við Samsung 1080 hp 37"

Pósturaf stebbi23 » Þri 23. Nóv 2010 11:32

það er örugglega einfaldast fyrir þig að fá þér snúru frá tölvunni í sjónvarpið, það ætti að vera VGA tengi á tækinu og svo er náttlega HDMI.
Annars er sjónvarpsflakkari líka önnur lausn sem þú getur skoðað.