Pósturaf njordur » Þri 10. Mar 2009 12:19
Það eru nokkrur atriði sem koma til greina.
Annarsvegar það sem hann nefnir hérna á undan mér að þú þurfir að virkja DVI output-ið.
Einnig getur verið að ef DVI output-ið er sett á of háa upplausn fyrir sjónvarpið þá kemur engin mynd.
Hinsvegar er einnig möguleiki á því að þetta sé ekki tölvu DVI tengi. Þegar ég var að kaupa mitt fyrsta LCD þá tók ég eftir því á all nokkrum tækjum sem voru með annaðhvort DVI eða VGA að það var tekið fram að þessi tengi styddu ekki tengingu við tölvur.
Mæli með þvi að þú fléttir í bæklinginum eða á netinu um þetta sjónvarp til að komast að því hvort það sé málið.
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling