Kannski er ég bara grill en ég er ekki að fatta hvernig þetta virkar, er með macbook pro fartölvu og philips 26PFL3404/10 flatskjá og er í erfiðleikum með að spila hljóð og mynd á sama tíma með sitthvorri VGA og RCA snúrunni þar sem ég þarf að svissa á milli source-a til að heyra/sjá annaðhvort.
Fæ mynd með að tengja VGA -> VGA þegar og set source á sjónvarpinu "VGA"
Fæ hljóð með mini jack -> RCA in þegar ég set source á sjónvarpinu "EXT2"
Afar tilgangslaust að hafa þetta í sitthvoru lagi, Hvaða lausn þarf ég til að spila mynd og hljóð á sama source ?
VGA-VGA / Minijack-RCA, smá vesen !
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VGA-VGA / Minijack-RCA, smá vesen !
Er sjónvarpið ekki með audio-input fyrir VGA tengið? Á mínum LCD tækjum er lítið 3.5mm headphone tengi við VGA tengið, og ef ég stilli tækin á VGA source-ið, þá heyri ég um leið hljóð sem tengt er í þetta tengi.
Annar möguleiki er að sjónvarpið bjóði uppá mixing, þ.e þannig að þú getir verið með stillt á VGA tengið, farið í MENU og fundið þar einhverstaðar stillingu sem gerir þér kleift að velja hvaða audio input er notað með VGA source.
Ef hvorug leiðin er í boði, þá greinilega styður þetta tæki bara ekkert auxilary hljóð með VGA, heldur er eingöngu VGA monitor. Þá þarftu bara að tengja hljóðið í eitthvað annað, t.d græjur eða tölvuhátalara.
Annar möguleiki er að sjónvarpið bjóði uppá mixing, þ.e þannig að þú getir verið með stillt á VGA tengið, farið í MENU og fundið þar einhverstaðar stillingu sem gerir þér kleift að velja hvaða audio input er notað með VGA source.
Ef hvorug leiðin er í boði, þá greinilega styður þetta tæki bara ekkert auxilary hljóð með VGA, heldur er eingöngu VGA monitor. Þá þarftu bara að tengja hljóðið í eitthvað annað, t.d græjur eða tölvuhátalara.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 22
- Skráði sig: Mán 10. Nóv 2008 20:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: VGA-VGA / Minijack-RCA, smá vesen !
Jújú passar það er VGA audio in tengi á sjónvarpinu ég var bara ekki að fatta það, þetta mun virka svona
Þarf þá bara að fá mér mini jack snúru við tækifæri ;D
Þarf þá bara að fá mér mini jack snúru við tækifæri ;D