Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki


Höfundur
dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf dos » Fös 08. Ágú 2008 01:49

Jæja nú er kominn tími til að fara að fá sér almennilegt sjónvarp, Hverju á maður að horfa helst eftir þegar maður er að spá í þessu?
Hef séð að mikill munur er á skerpu milli tækja, er það eitthvað sem skiptir miklu máli?
Hefur maður einhver not fyrir DVB-T móttakara.
Er td. eitthvað vit í þessu þessu

Er að spá í ca 47-52"

Endilega ausið úr viskubrunnunum ykkar og komið með tillögur



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf mind » Fös 08. Ágú 2008 09:50

Yfirleitt horfi ég til þess að sjónvarpstækið verði verðlítil eftir 2-3 ár.

Fyrsta sem maður gerir líklega upp við sig er hvort maður þurfi 1080 eða 720 þar sem mikill verðmunur er á því. Ég var með PS3 og sá samt ekki tilgang fyrir 1080.

Svo er það plasma vs lcd , það er frekar persónubundið. Ég er hliðhollari LCD.

Góða reynslu af Philips. Fer yfirleitt í þær búðir sem ég get sest niður og fæ að fikta í dótinu þegar ég er að íhuga kaup.

Nokkuð fín aðstaða í sjónvarpsmiðstöðinni , reyndar eru líka einhverjir stólar í max en þar er starfsfólkið ekki mjög fróðugt um sjálf tækin.

Hefur maður eitthvað að gera við móttakara lengur ? Allt í gegnum digital ísland , adsl eða ljósleiðara sem er í einhverjum gæðum.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf Gúrú » Mið 13. Ágú 2008 23:47

Mitt álit er aðPLASMA ER BETRA

Read about it here: http://www.plasma-lcd-facts.eu/


Modus ponens


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 20. Ágú 2008 12:37

Vá hvað þetta er rangt enda engin viðurkenndur aðilli sem kemur að þessari síðu ;)

Plasma er ekki betra en LCD. Það er algjerlega smekksatriði, og mismunur milli tækja sem ræður þarna ríkjum.

200k Plasmi vs 200k LCD , þá eru sláandi líkur að LCD tækið sé með :

Betri skerpu
Hærri upplausn
Betri detaila á HD efni
Bjartari panel


Best er að fara í e-a verslun sem selur bæði og bera saman. Einnig er það nær alltaf þannig að plasminn er mikið grófari og því sjást detailar ekki eins vel og greinilega og á LCD þar sem punktastærðin er mikið minni á lcd.

Litir eru hinsvegar oftar en ekki dýpri og aðeins eðlilegri á Plasma en eins og ég segi þá er þetta mjög smekksbundið eftir fólki og mismunandi eftir tækjum.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf ManiO » Mið 20. Ágú 2008 14:09

Þumalputtareglan er sú að plasma er betri kostur í 42" og yfir annars LCD þ.e.a.s. bang for buck. LCD tæki yfir 42" eru svívirðilega dýr.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Ágú 2008 19:12

ÓmarSmith skrifaði:...


Horfðu á tennis í LCD sjónvarpi, horfðu svo á sama leik í plasma.

Hef horft á þetta með eigin augum, munurinn er svívirðilegur.


Modus ponens

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 21. Ágú 2008 02:16

ég fengi mér aldrei plasma tæki framm yfir LCD.

simple as that, plasminn.. verður að sitja fyrir miðjum skjá til að hafa perfect mynd, verður að passa þig á að gleyma aldrei tækinu í gángi
með stillimyndinni á allavega ekki lengi því það er hætt við að myndin brenni inni og þú fáir draug í tækið.

svo eru menn að halda því framm að þetta sé gott?.

veistu,, túbútækin voru góð í denn.. en það er ekki þar með sagt að ég vildi hafa eitt þannig í dag.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 21. Ágú 2008 10:47

Gúru... hvað ertu að bulla.. ég hef horft á Tennis í Plasma og LCD og veistu, oftar en ekki mikið betra í LCD en alveg eins líka séð það betra í Plasma.

Lestu það sem ég skrifaði. FER EFTIR TÆKJUM

;)

Þú hefur verði að bera saman lélegt LCD vs fínasta Plasma. Eldri Plasma tækin t.d sem voru flest með 840x480 í upplausn eða álíka, voru bara einfaldlega ekki góð tæki, draugur í þeim, asnalegir litir, fólk alveg einstaklega gerfilegt í þeim og hvaðeina. Þá voru LCD mikið betri í nær öllum flokkum að mínu mati.

En þetta fer ALLTAF eftir því hvaða 2 tæki þú ert að bera saman, það er vonlaust fyrir þig að staðhæfa og segja að Plasmi sé betri en LCD. EF svo er, afhverju eru þá nær allir framleiðendur að einbeita sér að LCD en ekki Plasma... afhvejru eru flestar búðir með svona 85% LCD og 15% Plasma..
hmm... góð spurning


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


ovolden
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 16:52
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf ovolden » Fim 21. Ágú 2008 17:56

mátti til með að skippta mér af þessum umræðum.,

ég er með 3ja ára plasma.. af ódýrari gerðinni., United.,
ég er alveg rosalega sáttur við myndina í skjánum.
og það er rugl að maður þurfi að sitja beint fyrir framan skjáinn., til þess að sjá almennilega. það skipptir engu máli hvar maður situr í stofunni., maður sér alltaf jafnvel á tækið., það eina sem pirrar mig... er að þegar mikið er um að vera á skjánu., bissuhasar og eltingaleikur., þá verður maður stundum var við fína línu sem kemur á miðjann skjáinn og skipptir myndinni í tvent., það sjá þetta ekki allir sem eru í heimsókn en ég verð var við þetta.,

ég held þú ættir ekki að hlusta á neinn okkar. þú ættir að setja fyrir framan lcd og plasma .... og bera þau saman ., og kaupa það sem þér finnst vera með betri mynd. Eg get reyndar bent þér á það að þú skalt passa þig á því að kaupa skjáinn með svörtum ramma. ekki hvítum eða silfruðum., það hefur geðveikt mikið áhrif á það hvernig maður upplifir myndina... hafa svartann ramma... ( ég klikkaði á því og er með silfraðann ramma)
kv ovolden


ég kann alveg voðalega lítið á tölvur

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tími á nýtt sjónvarpsviðtæki

Pósturaf Gúrú » Fim 21. Ágú 2008 20:22

Ómar sem 50"+ eigandi þá miða ég allt sjálfkrafa við 50" #-o

Ovolden Grátt pwnar.

Hvítur veggur + svart = mindfuck.


Modus ponens