Vó, fullt af svörum! Í fyrsta lagi vil ég byrja á að segja að þessi þráður er alls ekki eitthvað diss á Vaktina, ég vona að fólk sé ekki að taka þessu þannig. Þvert á móti frekar, mér þykir mjög vænt um Vaktina, hér hef ég verið síðan ég var 11 ára, er þakklátur fyrir þetta samfélag hér og ég óska þess að Vaktin lifi vel og lengi. Vaktin er eina spjallborðið sem ég les enn (+ svo Reddit). Ég hafði mest bara áhuga á því að vita hvort það væru einhverjar pælingar í gangi, og þá koma af stað góðri umræðu um málefnið.
depill skrifaði:Kannski er ég bara orðinn svona gamall.
1. Mér finnst Mobile allt í lagi. Enn ef ekki þá mætti benda á það sem mætti betur fara og það væri eflaust hægt að laga það með css
2. Hann er responsive hjá mér ?
3. Mér finnst hann bara ágætlega fljótlegur að svara og tekur lítið power á vélinni öfugt við marga JavaScript vefi
4. Er komið phpBB end of life ? Ég skoðaði síðuna og sá það ekki.
5. Afhverju er hann meira effective ? Ruby er almennt ekki talið létt tungumál og JavaScript heavy vefir á client-side taka meira afl á clienti?
6. Mér finnst BBCode bara fínt.
Þar sem ég vinn almennt mikið í breytingum að þá finnst mér fyndið að tala á móti breytingum. Enn ég er nefnilega ekki bleeding/cutting-edge heima hjá mér. Ég er miklu meira í því sem virkar. Jú ég er með IoT og fleira gaman, enn ég er með allt þetta grútleiðinlega.
Ég er kannski bara að meira hugsa hvers vegna ætti að fara í vinnu að skipta út einhverju sem virkar og hefur virkað í mörg ár og er eitt af fáu spjallborðunum á netinu sem virðast halda áfram lífi og mér hefur meiri segja fundist vera fá smá endurlíf, þar sem að Facebook og Reddit eru allt orðnir vefir sem eru ótrúlega erfiðir í notkun einmitt þar sem fólk er að breyta þeim til að breyta þeim.
Bara my 5 cents.
phpBB er ekki komið með EOL, en
hér er ágætis umræða um stöðuna.
Ég hef í raun ekkert fyrir mér í því að Discourse sé léttari, taldi svo í fyrstu en það gæti verið rangt. Discourse notar t.d. AJAX til að fetch-a content og því þarf ekki öll síðan að hlaðast í hvert skipti sem ýtt er á einhvern hlekk, en er klárlega resource heavy client megin með allt javascriptið t.d. Mér finnst það þó ekki skipta svo miklu máli, bara að vefurinn sé þægilegur. Infinite scroll + timeline er t.d. eitthvað sem ég myndi fíla að hafa á Vaktinni í staðinn fyrir pagination.
olihar skrifaði:Er ekki aðal umkvörtunum hvað dark theme virkar illa á síma.
Það er einmitt það sem ég er að upplifa á mobile. Prófaði að svissa yfir í default þemað, það virkar betur á mobile. Hinsvegar þykir mér óþægilegt að lesa ljósa vefi, sérstaklega á kvöldin sem er sá tími þegar ég kíki oftast á Vaktina.
GuðjónR skrifaði:Skemmtileg umræða. Ég er alltaf til í að skoða hluti sem bæta og kæta.
En að breyta bara til að breyta er fyrir vanafasta nördinn no-no... if it ain't broken, don't fix it er eitthvað sem ég hef heyrt oftar en ég kæri mig um að heyra... en það er samt svo mikið til í því.
Munið þið eftir maclantic.is? Vefur sem var nokkuð vinsæll meðal Mac-notenda og keyrði á „úreltu phpBB“ eins og fleiri
...
Eigandinn ákvað að skipta um platform, fara í eitthvað nýtískulegra og flottara og já, kannski var það flottara, en ekki svo löngu seinna var slökkt á vefnum, því miður, ég veit ekki hvort það var út af breytingunum eða öðru.
Ég myndi ekki vilja leggja í mikla vinnu og jafnvel kostnað til þess að umbreyta þessu spjallborði í eitthvað sem svo enginn myndi nenna að nota. Hins vegar hefði ég áhuga á því að uppfæra í nýrra phpBB öryggis vegna, en þá þyrfti ég hjálp með útlitið. Verðvaktina mætti hins vegar uppfæra og nútímavæða, ekki spurning.
En hafandi sagt þetta ... getur einhver komið með link á spjallborð sem er betra en þetta?
OP linkaði á eitthvað platform sem allskonar síður keyra á ... en ég sá ekkert spjallborð þar.
phpBB er pjúra spjallborð og ekkert annað.
Hér eru dæmi um mörg spjallborð sem keyra á Discourse, útfærslurnar eru mjög margar og ólíkar.
Annars keyrði Maclantic.is á phpBB allan tímann, það kom uppfærsla á þemað í lokin, um 2013/2014, en spjallborðinu var lokað á endanum þar sem vinnuveitandi eigandans fór fram á að ritskoða vefinn, þar sem slæm umræða um fyrirtækið myndaðist á spjallborðinu og ákvað eigandinn frekar að loka en að láta undan ritskoðun og skrifaði grein á vefinn áður en honum var svo lokað.
Annars held ég að ég sé kominn með svörin sem ég var að leitast eftir
.
LENGI LIFI VAKTIN!