Síða 1 af 1

Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mán 04. Nóv 2024 22:07
af Opes
Hæ.
phpBB virðist vera að deyja - tæknilega séð er platformið mjög outdated, allt mjög old school og engin plön um að það breytist neitt.
Það hefur hægst mjög mikið á þróuninni á hugbúnaðinum.

Eru einhver plön um að skipta um platform fyrir Vaktin.is?

Ég myndi leggja til að skipta yfir í Discourse en væri gaman að heyra frá stjórnendum hvort það séu einhver plön eða hvort það sé búið að hugleiða þetta eitthvað.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 01:04
af Klemmi
Af hverju?

Ég tala bara fyrir mig, og mér finnst vaktin fín, held mér liði ekkert betur á öðrum platformi :happy

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 02:10
af Opes
Klemmi skrifaði:Af hverju?

Ég tala bara fyrir mig, og mér finnst vaktin fín, held mér liði ekkert betur á öðrum platformi :happy


Góð spurning.

Nokkrar ástæður sem ég sé:
  • Mobile ekki gott núna.
  • Vefurinn ekki með responsive design.
  • Allt lengi að loada þar sem þetta er allt í PHP og þ.a.l mikill kóði sem er processaður við hverja einustu aðgerð.
  • Þegar phpBB verðu endanlega lagt, og einhver finnur öryggisgalla, þá er það ekki patchað nema ef einhver tekur það að sér.
  • Meira effective stack (Ruby on rails, Ember.js, PostgreSQL, Redis og Sidekiq), sem myndi hafa þau áhrif að það vefurinn myndi nota minni resources.
  • Features... BB code er t.d. óttalegt barn síns tíma en allir bara orðnir vanir þessu.
Ég veit að flestir hata breytingar, en ég er persónulega ekki þar og þar sem þetta er í grunninn tæki/tölvuspjallvefur þá hef ég það á tilfinningunni að margir hér hafi gaman af flottum breytingum, nýjungum og "cutting edge technology", sérstaklega þegar hinn valmöguleikinn er að vera fastur í kerfi sem er varla viðhaldið lengur.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 07:19
af thorhs
Opes skrifaði:
Klemmi skrifaði:Af hverju?

Ég tala bara fyrir mig, og mér finnst vaktin fín, held mér liði ekkert betur á öðrum platformi :happy


Góð spurning.

Nokkrar ástæður sem ég sé:
  • Mobile ekki gott núna.
  • Vefurinn ekki með responsive design.
  • Allt lengi að loada þar sem þetta er allt í PHP og þ.a.l mikill kóði sem er processaður við hverja einustu aðgerð.
  • Þegar phpBB verðu endanlega lagt, og einhver finnur öryggisgalla, þá er það ekki patchað nema ef einhver tekur það að sér.
  • Meira effective stack (Ruby on rails, Ember.js, PostgreSQL, Redis og Sidekiq), sem myndi hafa þau áhrif að það vefurinn myndi nota minni resources.
  • Features... BB code er t.d. óttalegt barn síns tíma en allir bara orðnir vanir þessu.
Ég veit að flestir hata breytingar, en ég er persónulega ekki þar og þar sem þetta er í grunninn tæki/tölvuspjallvefur þá hef ég það á tilfinningunni að margir hér hafi gaman af flottum breytingum, nýjungum og "cutting edge technology", sérstaklega þegar hinn valmöguleikinn er að vera fastur í kerfi sem er varla viðhaldið lengur.


EF það verður skipt í eitthvað annað væri risa kostur fyrir mig amk að sú lausn myndi áfram styðja RSS. Ég les flest allt reglulegt á netinu með RSS reader (FreshRSS + NetNewsWire), ekki viss ég myndi endast sem njótandi ef ég þyrfti að opna síðu daglega.

Bara mín 2 cent.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 08:02
af depill
Opes skrifaði:Nokkrar ástæður sem ég sé:
  • Mobile ekki gott núna.
  • Vefurinn ekki með responsive design.
  • Allt lengi að loada þar sem þetta er allt í PHP og þ.a.l mikill kóði sem er processaður við hverja einustu aðgerð.
  • Þegar phpBB verðu endanlega lagt, og einhver finnur öryggisgalla, þá er það ekki patchað nema ef einhver tekur það að sér.
  • Meira effective stack (Ruby on rails, Ember.js, PostgreSQL, Redis og Sidekiq), sem myndi hafa þau áhrif að það vefurinn myndi nota minni resources.
  • Features... BB code er t.d. óttalegt barn síns tíma en allir bara orðnir vanir þessu.
Ég veit að flestir hata breytingar, en ég er persónulega ekki þar og þar sem þetta er í grunninn tæki/tölvuspjallvefur þá hef ég það á tilfinningunni að margir hér hafi gaman af flottum breytingum, nýjungum og "cutting edge technology", sérstaklega þegar hinn valmöguleikinn er að vera fastur í kerfi sem er varla viðhaldið lengur.


Kannski er ég bara orðinn svona gamall.

1. Mér finnst Mobile allt í lagi. Enn ef ekki þá mætti benda á það sem mætti betur fara og það væri eflaust hægt að laga það með css
2. Hann er responsive hjá mér ?
3. Mér finnst hann bara ágætlega fljótlegur að svara og tekur lítið power á vélinni öfugt við marga JavaScript vefi
4. Er komið phpBB end of life ? Ég skoðaði síðuna og sá það ekki.
5. Afhverju er hann meira effective ? Ruby er almennt ekki talið létt tungumál og JavaScript heavy vefir á client-side taka meira afl á clienti?
6. Mér finnst BBCode bara fínt.

Þar sem ég vinn almennt mikið í breytingum að þá finnst mér fyndið að tala á móti breytingum. Enn ég er nefnilega ekki bleeding/cutting-edge heima hjá mér. Ég er miklu meira í því sem virkar. Jú ég er með IoT og fleira gaman, enn ég er með allt þetta grútleiðinlega.

Ég er kannski bara að meira hugsa hvers vegna ætti að fara í vinnu að skipta út einhverju sem virkar og hefur virkað í mörg ár og er eitt af fáu spjallborðunum á netinu sem virðast halda áfram lífi og mér hefur meiri segja fundist vera fá smá endurlíf, þar sem að Facebook og Reddit eru allt orðnir vefir sem eru ótrúlega erfiðir í notkun einmitt þar sem fólk er að breyta þeim til að breyta þeim.

Bara my 5 cents.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 09:26
af GuðjónR
Skemmtileg umræða. Ég er alltaf til í að skoða hluti sem bæta og kæta.
En að breyta bara til að breyta er fyrir vanafasta nördinn no-no... if it ain't broken, don't fix it er eitthvað sem ég hef heyrt oftar en ég kæri mig um að heyra... en það er samt svo mikið til í því.

Munið þið eftir maclantic.is? Vefur sem var nokkuð vinsæll meðal Mac-notenda og keyrði á „úreltu phpBB“ eins og fleiri :) ...
Eigandinn ákvað að skipta um platform, fara í eitthvað nýtískulegra og flottara og já, kannski var það flottara, en ekki svo löngu seinna var slökkt á vefnum, því miður, ég veit ekki hvort það var út af breytingunum eða öðru.

Ég myndi ekki vilja leggja í mikla vinnu og jafnvel kostnað til þess að umbreyta þessu spjallborði í eitthvað sem svo enginn myndi nenna að nota. Hins vegar hefði ég áhuga á því að uppfæra í nýrra phpBB öryggis vegna, en þá þyrfti ég hjálp með útlitið. Verðvaktina mætti hins vegar uppfæra og nútímavæða, ekki spurning.

En hafandi sagt þetta ... getur einhver komið með link á spjallborð sem er betra en þetta?
OP linkaði á eitthvað platform sem allskonar síður keyra á ... en ég sá ekkert spjallborð þar.
phpBB er pjúra spjallborð og ekkert annað.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 09:42
af depill
GuðjónR skrifaði:En hafandi sagt þetta ... getur einhver komið með link á spjallborð sem er betra en þetta?
OP linkaði á eitthvað platform sem allskonar síður keyra á ... en ég sá ekkert spjallborð þar.
phpBB er pjúra spjallborð og ekkert annað.

https://community.openai.com/ til dæmis þetta. Enn Discourse er ágætlega mikið notað í dag fyrir svona community um corporate vörur. Fedora skipti yfir í Discourse https://discussion.fedoraproject.org/ - man nú ekkert úr hverju.

Enn mér finnst það alveg glatað. Ótrúlegt erfitt að finna allt. Annars með verkefnið að uppfæra í phpBB ef þetta snýst um einhver minor, mál þá er ég alltaf til í að hjálpa við að uppfæra. Var komið github fyrir vaktina ? ( @depill er alltaf til að vera með )

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 09:57
af GuðjónR
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hafandi sagt þetta ... getur einhver komið með link á spjallborð sem er betra en þetta?
OP linkaði á eitthvað platform sem allskonar síður keyra á ... en ég sá ekkert spjallborð þar.
phpBB er pjúra spjallborð og ekkert annað.

https://community.openai.com/ til dæmis þetta. Enn Discourse er ágætlega mikið notað í dag fyrir svona community um corporate vörur. Fedora skipti yfir í Discourse https://discussion.fedoraproject.org/ - man nú ekkert úr hverju.

Enn mér finnst það alveg glatað. Ótrúlegt erfitt að finna allt. Annars með verkefnið að uppfæra í phpBB ef þetta snýst um einhver minor, mál þá er ég alltaf til í að hjálpa við að uppfæra. Var komið github fyrir vaktina ? ( @depill er alltaf til að vera með )


Þetta er bara ... :pjuke

Takk fyrir að vera til í að hjálpa.
Vaktin.is á mjög virkt: https://github.com/Vaktin :face

Spjallborðið okkar er phpBB 3.1.12 en það nýjasta er 3.3.13
Svo langt síðan að ég var að hugsa um uppfærslu að ég man ekki hvort það var þegar það var 3.2 eða 3.3 ... minnir að það hafi þó verið 3.3 en ég var búinn að íslenska megnið af öllu upp á nýtt (orðið úrelt í dag)

Það sem hefur verið að stoppa er modification á spjallinu, til dæmis liturinn og útlitið. Headerinn með bannerum, svo og moddið á virkum umræðum sem er splittað í almenna umræðu og markað. Og reputation system myndi líklega detta út, síðast þegar ég var að skoða var ekkert komið í staðinn en það kann að vera breytt í dag.

Þetta var ein pæling:

https://gamma.vaktin.is/

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 10:19
af beatmaster
Hvað sem verður þá má ekki gleyma gamla góða :guy

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 10:51
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:Hvað sem verður þá má ekki gleyma gamla góða :guy

:guy :guy :guy

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 12:16
af Klemmi
Opes skrifaði:Góð spurning.

[b]Nokkrar ástæður sem ég sé:


Finnst frábært að menn hafi áhuga og metnað fyrir vaktinni, og æðislegt að fá upp þessa umræðu O:)

En ég tek undir með fyrri ræðumönnum, mér finnst vefurinn virka fínt í síma, og hef aldrei lent í því að mér finnist vefurinn eitthvað viðvarandi hægur.

Eins og Guðjón nefnir, þá er alveg kominn tími á að pimpa aðeins upp Verðvaktina, og svo er það alltaf á planinu hjá mér að uppfæra builderinn / Smíða tölvu flipann, enda er hann gagnslaus eins og er. Alltaf á leiðinni að tengja scraperinn við ChatGPT, svo að vörur skili sér alla leið inn sjálfvirkt, með öllum eigindum (stærð, hraði og það allt), svo að þá verði þetta vonandi ekki bara nothæft, heldur frábært tól til að geta fundið hagstæðustu lausnina í hverjum flokki.

En fyrir spjallborð sem á ekki að vera neitt annað en spjallborð, og hefur virkað fínt sem spjallborð í mjög langan tíma, þá sé ég ekki ástæðu til að hrista neitt sérstaklega upp í hlutunum. Frekar taka snúning á þessum auka öngum utan á kerfinu :fly :fly :fly

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 12:49
af olihar
Er ekki aðal umkvörtunum hvað dark theme virkar illa á síma.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 12:55
af dreymandi
Mín skoðun bara fínt eins og þetta er.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 13:06
af Stuffz
Lítið útá núverandi fyrirkomulag að setja..

Klassísk og Functional.

:happy :megasmile \:D/ :crazy :lol: :8) :-k :fly

Edit: Eina sem mér hefur aldrei fundið fyndið er "Vélbúnaðarníðingur" sem rank fyrir fjölda pósta :P

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 13:09
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:Alltaf á leiðinni að tengja scraperinn við ChatGPT, svo að vörur skili sér alla leið inn sjálfvirkt, með öllum eigindum (stærð, hraði og það allt), svo að þá verði þetta vonandi ekki bara nothæft, heldur frábært tól til að geta fundið hagstæðustu lausnina í hverjum flokki.

Vá! ekki datt mér í hug að að væri hægt að samtengja þetta ChatGPT :wtf :wtf :wtf

En já allt sem þú nefnir er snilld, ég sé líka fyrir mér að þú gætir valið þér vörur beint í körfu sem síðan tæki þig á síðu viðkomandi verslunar, hvort sem það væri ein eða fleiri verslun. En til þess að það væri hægt þá yrðir þú sennilega að vera skráður notandi á verðvaktinni til að geta skráð þig þaðan á vefverslanirnar....eða ekki... :svekktur

Röðunin á Verðvaktinni er frekar erfið eins og hún er núna, t.d. þá hef ég verið að dunda mér við að uppfæra M.2 og ég gerði breytti flokkunum í Gen3,4 og 5. En auðvitað færi flott að geta sorterað eftir, verði, stærð, nafni, hraða, tegund, kælingu og svo framvegis. Fólk er ekkert endilega að leita af ódýrasta hlutnum.

Ég er líka að uppfæra kassana, ekki alveg búinn en það er ótrúleg vinna að fara í gegnum allar búðirnar og finna alla kassana og setja upp í grunninum og matcha svo saman. Fyrir utan hvað það er flókið að fylgjast með þegar ein tegund dettur út og önnur kemur í staðin.

Verðvaktin og builderinn eru svona eins og sitthvor vasinn á sömu buxunum, það sem er að há þessu er hvað það er mikil vinna að viðhalda vörunum inni. Ef það væri hægt að láta ChatGPT sjá um það þá væri þetta draumur.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Þri 05. Nóv 2024 20:33
af Televisionary
Ekkert út á þetta að setja. Virkar allt vel í síma og tölvu. Þökkum fyrir að hafa samastað eins og þennan. Þar sem hægt er að hafa flokka og þetta er ekki allt í einum graut eins og á Facebook.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 00:51
af appel
6w3mxqacyogb1.jpg
6w3mxqacyogb1.jpg (20.56 KiB) Skoðað 898 sinnum

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 01:31
af Opes
Vó, fullt af svörum! Í fyrsta lagi vil ég byrja á að segja að þessi þráður er alls ekki eitthvað diss á Vaktina, ég vona að fólk sé ekki að taka þessu þannig. Þvert á móti frekar, mér þykir mjög vænt um Vaktina, hér hef ég verið síðan ég var 11 ára, er þakklátur fyrir þetta samfélag hér og ég óska þess að Vaktin lifi vel og lengi. Vaktin er eina spjallborðið sem ég les enn (+ svo Reddit). Ég hafði mest bara áhuga á því að vita hvort það væru einhverjar pælingar í gangi, og þá koma af stað góðri umræðu um málefnið.

depill skrifaði:Kannski er ég bara orðinn svona gamall.

1. Mér finnst Mobile allt í lagi. Enn ef ekki þá mætti benda á það sem mætti betur fara og það væri eflaust hægt að laga það með css
2. Hann er responsive hjá mér ?
3. Mér finnst hann bara ágætlega fljótlegur að svara og tekur lítið power á vélinni öfugt við marga JavaScript vefi
4. Er komið phpBB end of life ? Ég skoðaði síðuna og sá það ekki.
5. Afhverju er hann meira effective ? Ruby er almennt ekki talið létt tungumál og JavaScript heavy vefir á client-side taka meira afl á clienti?
6. Mér finnst BBCode bara fínt.

Þar sem ég vinn almennt mikið í breytingum að þá finnst mér fyndið að tala á móti breytingum. Enn ég er nefnilega ekki bleeding/cutting-edge heima hjá mér. Ég er miklu meira í því sem virkar. Jú ég er með IoT og fleira gaman, enn ég er með allt þetta grútleiðinlega.

Ég er kannski bara að meira hugsa hvers vegna ætti að fara í vinnu að skipta út einhverju sem virkar og hefur virkað í mörg ár og er eitt af fáu spjallborðunum á netinu sem virðast halda áfram lífi og mér hefur meiri segja fundist vera fá smá endurlíf, þar sem að Facebook og Reddit eru allt orðnir vefir sem eru ótrúlega erfiðir í notkun einmitt þar sem fólk er að breyta þeim til að breyta þeim.

Bara my 5 cents.


phpBB er ekki komið með EOL, en hér er ágætis umræða um stöðuna.

Ég hef í raun ekkert fyrir mér í því að Discourse sé léttari, taldi svo í fyrstu en það gæti verið rangt. Discourse notar t.d. AJAX til að fetch-a content og því þarf ekki öll síðan að hlaðast í hvert skipti sem ýtt er á einhvern hlekk, en er klárlega resource heavy client megin með allt javascriptið t.d. Mér finnst það þó ekki skipta svo miklu máli, bara að vefurinn sé þægilegur. Infinite scroll + timeline er t.d. eitthvað sem ég myndi fíla að hafa á Vaktinni í staðinn fyrir pagination.

olihar skrifaði:Er ekki aðal umkvörtunum hvað dark theme virkar illa á síma.


Það er einmitt það sem ég er að upplifa á mobile. Prófaði að svissa yfir í default þemað, það virkar betur á mobile. Hinsvegar þykir mér óþægilegt að lesa ljósa vefi, sérstaklega á kvöldin sem er sá tími þegar ég kíki oftast á Vaktina.

GuðjónR skrifaði:Skemmtileg umræða. Ég er alltaf til í að skoða hluti sem bæta og kæta.
En að breyta bara til að breyta er fyrir vanafasta nördinn no-no... if it ain't broken, don't fix it er eitthvað sem ég hef heyrt oftar en ég kæri mig um að heyra... en það er samt svo mikið til í því.

Munið þið eftir maclantic.is? Vefur sem var nokkuð vinsæll meðal Mac-notenda og keyrði á „úreltu phpBB“ eins og fleiri :) ...
Eigandinn ákvað að skipta um platform, fara í eitthvað nýtískulegra og flottara og já, kannski var það flottara, en ekki svo löngu seinna var slökkt á vefnum, því miður, ég veit ekki hvort það var út af breytingunum eða öðru.

Ég myndi ekki vilja leggja í mikla vinnu og jafnvel kostnað til þess að umbreyta þessu spjallborði í eitthvað sem svo enginn myndi nenna að nota. Hins vegar hefði ég áhuga á því að uppfæra í nýrra phpBB öryggis vegna, en þá þyrfti ég hjálp með útlitið. Verðvaktina mætti hins vegar uppfæra og nútímavæða, ekki spurning.

En hafandi sagt þetta ... getur einhver komið með link á spjallborð sem er betra en þetta?
OP linkaði á eitthvað platform sem allskonar síður keyra á ... en ég sá ekkert spjallborð þar.
phpBB er pjúra spjallborð og ekkert annað.


Hér eru dæmi um mörg spjallborð sem keyra á Discourse, útfærslurnar eru mjög margar og ólíkar.

Annars keyrði Maclantic.is á phpBB allan tímann, það kom uppfærsla á þemað í lokin, um 2013/2014, en spjallborðinu var lokað á endanum þar sem vinnuveitandi eigandans fór fram á að ritskoða vefinn, þar sem slæm umræða um fyrirtækið myndaðist á spjallborðinu og ákvað eigandinn frekar að loka en að láta undan ritskoðun og skrifaði grein á vefinn áður en honum var svo lokað.

Annars held ég að ég sé kominn með svörin sem ég var að leitast eftir ;).

LENGI LIFI VAKTIN!

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 03:58
af emmi
Mér finnst vefurinn líta vel út og virkar fínt fyrir mig allavega (auðvitað er alltaf hægt að gera betur).
Annað mál er hinsvegar með öryggið, það er vert að hugsa um að vefurinn sé að keyra eins nýja útgáfu til að koma í veg fyrir innbrot og þar frameftir götunum. Einnig að vefurinn geti keyrt á nýlegri PHP/SQL útgáfu en ekki á einhverju sem er löngu orðið EOL.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 10:01
af CendenZ
phpBB forums eru vel skipulögð, vel uppsett, aðgengileg, SEO/google orðaleitun mjög gott

Discourse er spjallsíða, í raun ekki forum. Frábært sem slíkt og nota mörg fyrirtæki discord/course sem sitt platform við að kynna og kenna og leiðbeina fyrir sína vöru eða þjónustu. Sem forum er það algjörlega meingallað, óþjált, ruglingslegt og í raun ónothæft í forum-skilningi.

Eini raunverulegi samkeppnisaðilinn við phpbb er xenforo (getum leyft flarum og SM að fljóta með :lol: )

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 12:40
af ABss
Þetta fínt eins og það er, eina sem er að það mætti bæta er dökka þemað.

Re: Framtíðarplön spjall.vaktin.is - phpBB að deyja

Sent: Mið 06. Nóv 2024 15:07
af GuðjónR
Gott að á þessa umræðu.
Það sem er mest aðkallandi eru öryggismálin.
Nýverandi spjall keyrir á php 5.6.40 sem er löngu úrelt og líkleg stutt í að netþjónninn hætti að bjóða upp á það og þá krassar spjallið.

gamma.vaktin.is sem er tilraunaútgáfa af nýja 3.3 keyrir hinsvegar á nýasta php á netþjóni sem er 8.3.24 -> þetta eitt og sér er nægileg ástæða til uppfærslu.

Varðandi dökka þemað þá er það barn síns tíma. Ég held það væri farsælast að copera prosilver þemað sem er þetta ljósa moddað þema sem spjallið keyrir á og breyta því sem er ljóst yfir í dökkt með viðeigandi litakóðum. Það væri líklega hægt að nota ChatGPT í það verkefni.