Síða 1 af 1
Fréttir af Verðvaktinni - 30. júní 2003
Sent: Mán 30. Jún 2003 23:26
af kiddi
Það er búið að sanna sig að það var ágætis hugmynd að lengja uppfærslurnar um eina viku, því annars hefðum við nákvæmlega ekkert að segja! Mestar breytingar voru sjáanlegar á AMD 2500XP (snilldarkaup þar á ferð) - Vinnsluminnið hefur hækkað örlítið (hlaut að koma að því).
Nú fer brátt að líða að 1. árs afmæli Vaktarinnar, á þessum 11 starfandi mánuðum höfum við fengið rúmlega yfir 70.000 heimsóknir, heimsóknartíðnin er búin að hækka jafnt og þétt í hverjum mánuði og er nú í fyrsta skipti komin yfir 10.000 heimsóknir á mánuði, 4000 einstakir gestir í hvert sinn. Ekki slakur árangur það fyrir áhugamannavef, smíðaður fyrir áhugamenn. Ég segi bara, til hamingju vaktin.is og dyggu notendur þess!
Í tilefni afmælisins munum við sjá breytingar, segi ekki meir í bili.
Kær kveðja,
vaktin.is
Sent: Mán 30. Jún 2003 23:36
af comon
vildi bara benda á að ég fann engann kubb hjá computer sem er 400mhz sem kostar 7,980 heldur kubb sem kostar 9,880
ekkert merkilegt svosem :> )
Sent: Mán 30. Jún 2003 23:47
af kemiztry
Mikið rétt.. búinn að lagfæra
Sent: Mán 30. Jún 2003 23:56
af Mal3
Vantar ekki inn Radeon 9600 Pro hjá Tölvuvirkni?
Sent: Þri 01. Júl 2003 00:05
af Bitchunter
það er heldur ekki 512mb 400mhz ddr minni hjá tb.i á 8400
heldur
1061 MINNI 512M DDR PC3200 400MHZ 10.400,-
http://www.tb.is/?sida=vorulisti&voruflokkur=MINNI
Sent: Þri 01. Júl 2003 02:30
af kiddi
Við erum nokkrir sem uppfærum, og það uppfærist ekki allt í einu, þið verðið að gefa okkur sjens svona nokkra klukkutíma í kring um miðnættið
Er fólk virkilega að bíða eftir að klukkan slái 00:00 til að sjá breytingar??
Sent: Þri 01. Júl 2003 08:02
af Mal3
Sorry, hélt bara að þetta væri búið hjá ykkur fyrst þessi ágæta tilkynning kom
Næst getiði bara sagst vera búnir að uppfæra og látið okkur sjá um alla vinnuna þegar við förum að benda á alla gallana
Sent: Þri 01. Júl 2003 18:54
af GuðjónR
Mal3 skrifaði:Næst getiði bara sagst vera búnir að uppfæra og látið okkur sjá um alla vinnuna þegar við förum að benda á alla gallana
Mér líst vel á það
Sent: Þri 01. Júl 2003 18:58
af gumol
Mal3 skrifaði:Næst getiði bara sagst vera búnir að uppfæra og látið okkur sjá um alla vinnuna þegar við förum að benda á alla gallana
Þeir sögðust aldrei vera búinir að uppfæra?
Sent: Þri 01. Júl 2003 21:01
af comon
ég er byrjaður að bíða kl 9 og bíð spenntur eftir lækkunum þótt að ég sé alltaf að skoða helstu netverslunarvefina. : )
Sent: Þri 01. Júl 2003 21:02
af Mal3
gumol skrifaði:Mal3 skrifaði:Næst getiði bara sagst vera búnir að uppfæra og látið okkur sjá um alla vinnuna þegar við förum að benda á alla gallana
Þeir sögðust aldrei vera búinir að uppfæra?
Nei, nei, en þar sem þessi tilkynning kom tók ég því bara svo að þeir væru búnir...
Sent: Þri 01. Júl 2003 22:53
af halanegri
Það vantar AMD AthlonXP 2500+ 333mhz RETAIL örrann hjá KT Tölvum.
Sent: Mið 02. Júl 2003 01:27
af kiddi
Má ég minna á að Verðvaktin er ekki uppfærð realtime í samræmi við verslanir? Það getur alveg gerst að einhver breyti verðum eða bæti við vörum á milli uppfærsla sko
Sent: Mið 02. Júl 2003 21:02
af halanegri
amm