Skráning vara á builder.vaktin.is
Sent: Mán 02. Jan 2023 13:17
Sælir félagar,
ég hef því miður ekki haft, og sé ekki fram á að hafa neitt á næstunni, tíma til þess að uppfæra vörur á buildernum.
Builderinn er að mestu sjálfvirkur, finnur þær vörur sem verslanir setja inn og flokkar eftir tegund, en fyrir hverja nýja vöru sem kemur inn þarf þó að skrá hana inn og setja á hana eigindi, svo sem fyrir vinnsluminni: framleiðanda, stærð, hraða, fjölda kubba o.s.frv.
Í framhaldinu uppfærir hann verðin og fjarlægir vörur sem detta út.
Því auglýsi ég hér eftir einhverjum sem hefur tíma og nennu til þess að halda þessu við. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af Django Admin viðmótinu.
Ef maður myndi gera þetta jafnóðum, þá áætla ég að þetta taki kannski 30mín á viku, en ég er búinn að slúgsa þetta lengi og því talsverð uppsöfnuð skuld.
Bestu kveðjur,
Klemmi
ég hef því miður ekki haft, og sé ekki fram á að hafa neitt á næstunni, tíma til þess að uppfæra vörur á buildernum.
Builderinn er að mestu sjálfvirkur, finnur þær vörur sem verslanir setja inn og flokkar eftir tegund, en fyrir hverja nýja vöru sem kemur inn þarf þó að skrá hana inn og setja á hana eigindi, svo sem fyrir vinnsluminni: framleiðanda, stærð, hraða, fjölda kubba o.s.frv.
Í framhaldinu uppfærir hann verðin og fjarlægir vörur sem detta út.
Því auglýsi ég hér eftir einhverjum sem hefur tíma og nennu til þess að halda þessu við. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af Django Admin viðmótinu.
Ef maður myndi gera þetta jafnóðum, þá áætla ég að þetta taki kannski 30mín á viku, en ég er búinn að slúgsa þetta lengi og því talsverð uppsöfnuð skuld.
Bestu kveðjur,
Klemmi