Síða 1 af 1

AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Þri 27. Sep 2022 22:54
af GuðjónR
Jæja pungar, búinn að bæta við listann.
Þetta gleður eflaust einhverja :baby

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Þri 27. Sep 2022 23:21
af agnarkb
Shiiit....þetta er þá ca. 150 kall fyrir CPU, Mobo og DDR5, ef maður fer í ódýrasta pakkann. :knockedout

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Þri 27. Sep 2022 23:40
af Henjo
Tólf pinna rafmagsplug fyrir CPU á móðurborðinu?! hvað er í gangi. Get fengið mér AM5 tölvu með Nvidia 4000 kort og þarf aldrei að borga hitaveitunni aftur. Sem er gott, því ég mun vera blankur næstu árin.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 02:10
af Borð
Hvenær verður uppfært emojis inná þessari síðu? virðist margt óáhugaverðara sett í forgang..

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 07:49
af audiophile
Næs!

Vissi svosem að þetta yrði dýrt eftir allar umfjallanir sem ég hef skoðað en finnst skrýtið að sjá hvernig örgjörvarnir eru hannaðir til að rúlla beint upp í 90c og hafa það bara gott þar allan daginn.

Ætla að bíða eftir B650 móðurborðunum og umfjöllunum um Raptor Lake áður en ég íhuga uppfærslu

Þetta verður spennandi vetur.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 08:43
af CendenZ
Miðað við þessi örfáu review og benchmarks þá er munurinn allt of lítill fyrir leikina sem er verið að spila af fjöldanum, það er engin að fara splæsa í uþb 250 þús kr uppfærslu til að fara úr 150fps í 155fps í warzone, cyberpunk, fortnite, csgo. Það þarf enga smáræðiskælingu og öflugt PSU ...Það er ekkert að marka þetta fyrr en næstu leikir koma sem nýta sér þessa tækni og skjákortstæknin fer að nota SAM af einhverju viti

en vissulega ýtir þetta á leikjaframleiðendur O:)

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 09:21
af drengurola
5800x3D-gang representing! Mér finnst ég hafa gert vel (þó ég spili bara AoE2).

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 10:03
af ekkert
drengurola skrifaði:5800x3D-gang representing! Mér finnst ég hafa gert vel (þó ég spili bara AoE2).

Sniðugur örgjörvi sem er núna að þvælast fyrir bæði AMD og Intel fyrir allt aðrar ástæður en klukkutíðni.

Hvað er annars málið með þessa consumer örgjörva í dag að nota yfir 50W per kjarna og nokkur hundruð wött multi-core? Þetta er mikill kostnaður sem lendir á móðurborðinu, kælingunni og aflgjafa sem þurfa að höndla þetta þó það sé kannski ekki nema fáeinar mínútur, jafnvel sekúndur á dag þar sem þessir örgjörvar eru í raun að keyra á fullu. Svo pakka þeir sömu kjörnunum í fartölvur og servera á minna en helming af orkunotkun fyrir 90% af performance, eins og er að koma í ljós hjá þeim sem benchmarka AM5 á "ECO" mode eða stilla hámarks orkunotkun í móðurborðinu. Þetta er einhver pissukeppni sem kemur illa niður á kostnað platformsins.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 10:44
af Dr3dinn
Finnst þetta bara ekki neitt spennandi, 5% fyrir 150-250þ geggjaður díll.

Held það sé tími á generation pásu.

Finnst tæpt að þessi nýji rafmagns heavy búnaður, seljist vel í Evrópu þegar menn eru að borga 40-60€á mánuði í rekstri á borðvél.
Brandarinn í bretlandi var að 3090ti væri eitt ár að ná kostnaðarverði í rafmagnskostnaði.

Kannski þurfa þessi félög intel/AMD að fá skellinn eitt ár til að vakna af þessari vegferð.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 12:36
af Sinnumtveir
Dr3dinn skrifaði:Finnst þetta bara ekki neitt spennandi, 5% fyrir 150-250þ geggjaður díll.

Held það sé tími á generation pásu.

Finnst tæpt að þessi nýji rafmagns heavy búnaður, seljist vel í Evrópu þegar menn eru að borga 40-60€á mánuði í rekstri á borðvél.
Brandarinn í bretlandi var að 3090ti væri eitt ár að ná kostnaðarverði í rafmagnskostnaði.

Kannski þurfa þessi félög intel/AMD að fá skellinn eitt ár til að vakna af þessari vegferð.


Ryzen 7000 er reyndar talsvert orkunýtnari en Ryzen 5000 nema örgjörvanum sé hleypt á stökk. "Idle power" er lægra og hægt er að stilla hve mikla orku örgjörvinn notar. Dæmi um afköst og orkunýtni 7950x er að ef hann er stilltur á td 65w slær hann samt út 5950x á fullu gasi.

Að selja svona heimilisgræjur þar sem örgjörvinn tekur yfir 300W (Intel) eða Skjákort á 450W+ (Nvidia) er bein afleiðing af því kaupendur láta einfaldlega glepjast: Intel hefur þrátt fyrir allt selt vel undanfarið byggt að stórum hluta á krúnusókn með 300W+ heimilisörgjörvum.

Öll önnur aðföng verða síðan miklu dýrari: kælingar, aflgjafar, kassar að móðurborðinu ógleymdu.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 23:22
af steini_magg
Sorry ég hef ekki fylgst nógu vel uppá síðkastið en hvað gerir þennan örgjarva svona frásögufærandi og ætluðu AMD ekki að vera með AM4 í nokkur ár í viðbót eða er sá tími búinn?

Kv
Ljóskan

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Mið 28. Sep 2022 23:56
af agnarkb
steini_magg skrifaði:Sorry ég hef ekki fylgst nógu vel uppá síðkastið en hvað gerir þennan örgjarva svona frásögufærandi og ætluðu AMD ekki að vera með AM4 í nokkur ár í viðbót eða er sá tími búinn?

Kv
Ljóskan


Í upphafi talaði AMD um að AM4 yrði supportað allaveganna til og með 2020....svo að þeir stóðu við það og gott betur.

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Fös 30. Sep 2022 20:54
af snakkop
Var kaupa mér AMD Ryzen 9 7900X og Bequiet! Straight Power 11, 80+ Platinum 1200W til hafa nóg af afli :) bara spurning hvað Móðurborð ég á fá mér :)

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Lau 01. Okt 2022 07:16
af Fletch
Ryzen 7950x og Asus Hero x670e komið í hús hér ;)

friendly warning, las bara að allir CPU coolers væru compatible
*WRONG*, ef þeir eru með custom backplate eða með skrúfur með öðruvísi threads en AMD AM5 backplateið passa þeir ekki,
cpu water blokkin mín passar ekki, er að biða eftir svari frá ekwb hvort þeir eigi til skrúfur fyrir blokkina sem passa á AM5

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Lau 01. Okt 2022 07:56
af snakkop
Fletch skrifaði:Ryzen 7950x og Asus Hero x670e komið í hús hér ;)

friendly warning, las bara að allir CPU coolers væru compatible
*WRONG*, ef þeir eru með custom backplate eða með skrúfur með öðruvísi threads en AMD AM5 backplateið passa þeir ekki,
cpu water blokkin mín passar ekki, er að biða eftir svari frá ekwb hvort þeir eigi til skrúfur fyrir blokkina sem passa á AM5


Hvar fékkstu Móðurborðið

Re: AMD AM5 á Vaktinni

Sent: Lau 01. Okt 2022 09:19
af Fletch
snakkop skrifaði:Hvar fékkstu Móðurborðið


overclockers.co.uk