Það er ekkert til sem heitir
góður tími til að kaupa tölvu. Það kemur ný kynslóð á eftir nýrri kynslóð með ~ca 3-6 mánaða millibili. S.s. þú ert í allra-mesta-lagi öruggur með nýju flottu tölvuna þína í 3 mánuði *hámark*. Það sem þú getur hinsvegar gert til að verða ekki spældur, er að SPARA.
Ekki kaupa það allra besta að hverju sinni, nýjustu og bestu hlutirnir eru yfirleitt með óeðlilegri verðlagningu og alls ekki þeirra peninga virði sem ætlast er til af þeim. Það borgar sig að halda sig í miðjunni eða vera rétt fyrir ofan miðju af því sem þykir best að hverju sinni. Að vera "
BudgetMaster er málið.
Ef ég væri í dag að kaupa mér tölvu, þá myndi ég spá í eftirfarandi:
1) Móðurborð sem er vel útbúið, þ.e. SerialATA, Firewire, DualDDR stuðningur er must að mínu mati. Myndi skella mér á 400FSB styðjandi móðurborð fyrir AMD og 800FSB styðjandi móðurborð fyrir Intel. Þau móðurborð geta tekið á móti örgjörvum amk. næsta árs, og eftir ár uppfærirðu ódýrt með því að kaupa miðlungsörgjörvann.. sem verður líklega 2x öflugri en sá sem þú kaupir í dag.
2) CPU: Ef ég fengi mér Intel myndi ég líklegast kaupa P4 2.53/2.66, þeir eru á frábærum verðum og þeir munu virka á nýja 800FSB móbóinu, ef þú ert svona nötter sem vilt vera "top-notch" en samt ódýr þá bara P4 2.4ghz-800FSB - Ef ég væri í AMD pælingum fengi ég mér AMD XP2500, hann er hrikalega ódýr og vel sambærilegur þessum Intel örgjörvum sem ég nefndi áðan.
3) HDD: Ég myndi kaupa venjulegan IDE harðandisk. Ath. samt að vera með SerialATA tilbúið móðurborð! SerialATA diskar eru að mínu mati enn of dýrir og því ekki tímabært að skella sér út í þá strax, en um að gera að vera tilbúinn! Fyrir verð á ákveðnum SerialATA disk færðu næstum helmingi stærri IDE disk á sama verði. Plús það að hraðamunurinn á þeim er ekki svo mikill ennþá að það sé þess virði
4) RAM: Ég myndi fara út í DDR-333 vinnsluminni fyrir nýja DualDDR móðurborðið mitt, DDR400 samstæður í DualDDR eru víst að valda veseni og hausverkjum út um allan bæ fyrir þá sem eru ekki að gera heimavinnuna sína, endilega skelltu þér samt á DDR400 ef þú ert sannfærður um að það verði samhæft móðurborðinu þínu. Ekki svo mikill verðmunur.
5) Skjákort: Þetta er erfið spurning. Ertu CS/3D frík? Skelltu þér á Geforce4-Ti4600, mér skilst að það sé slappur OpenGL stuðningur í Radeon? - Ertu leikjafrík? Skelltu þér á DirectX9 kort! Þarna mæli ég með að fólk spreði, því það er örstutt í að ný kynslóð af tölvuleikjum detti á borðið hjá okkur (Half-Life 2, DoomIII) sem krefjast öflugra korta. Þar stendur valið á milli Radeon9700/9800 Pro & GeforceFX-5900. Budgetmasterinn myndi eflaust kaupa sér Radeon9100PRO.
6) Kassi: Ekki láta sölulínur eins og "hljóðlátur kassi" blekkja þig. Það er ekkert til sem heitir hljóðlátur kassi. Keyptu stórann og sniðugann kassa sem kemur til með að hýsa margar kynslóðir af tölvum sem þú munt versla þér í framtíðinni. Kassa sem býður upp á allskyns kælimöguleika sem henta fyrir mismunandi græjur. Dragon, Lian-Li eru góðir kostir.
7) Hljóð, þarna kem ég að kafla 1) - Flest vel útbúin móðurborð í dag eru með frábær hljóðkubbasett, AC'97 - 5.1 hljóðstuðning sem er meira en nóg fyrir flesta.
Með þessari tölvu verðurðu vel útbúinn út næsta árið, sæmilega þarnæsta árið. Þú verður ekki svekktur því þú eyddir svo litlum peningum í þetta og getur frekar leyft þér að uppfæra tölvuna þína oftar. Það er líka miklu skemmtilegra þannig! Ekkert gaman að hafa ekki ástæðu til að græja tölvuna betur nema á 2 ára fresti! Ég myndi vilja fá mér allavega einhvern einn nýjann hlut í hverjum einasta mánuði.
Þetta eru mín meðmæli allavega, rífið þetta í sundur hjá mér að vild.
Party on!