Fréttir af Verðvaktinni - 16. júní 2003
Sent: Mán 16. Jún 2003 21:16
Úff. Það er greinilegt að allir eru farnir í sumarfrí! Nánast engar breytingar, og við væntum ekki mikilla breytinga þar sem sumartíminn er yfirleitt frekar rólegur í tölvuheiminum. (Nördarnir þurfa smá sól líka).
Að þessu tilefni ætlum við að prófa til reynslu að auka bilið milli uppfærsla. Það hefur ekki beint sannað sig að það borgi sig að uppfæra á vikufresti, breytingarnar eru yfirleitt ósýnilegar. Næsta uppfærsla verður 30. júní og þar-næst 14. júlí. Þetta verður vonandi hvatning til verslanna að uppfæra á ákveðnum tímum (rétt áður en við uppfærum) og einnig til að sýna aðeins rausnarlegri verðlækkanir að hverju sinni. Sem að lokum kemur best út fyrir okkur öll.
Þetta er þó aðeins til reynslu, látið í ykkur heyra ef ykkur finnst þetta hörmulegt, og ef þið látið í ykkur heyra... rökstyðjið gremju ykkar!
Með bestu-suuumar-kveðjum,
Vaktin.is
Að þessu tilefni ætlum við að prófa til reynslu að auka bilið milli uppfærsla. Það hefur ekki beint sannað sig að það borgi sig að uppfæra á vikufresti, breytingarnar eru yfirleitt ósýnilegar. Næsta uppfærsla verður 30. júní og þar-næst 14. júlí. Þetta verður vonandi hvatning til verslanna að uppfæra á ákveðnum tímum (rétt áður en við uppfærum) og einnig til að sýna aðeins rausnarlegri verðlækkanir að hverju sinni. Sem að lokum kemur best út fyrir okkur öll.
Þetta er þó aðeins til reynslu, látið í ykkur heyra ef ykkur finnst þetta hörmulegt, og ef þið látið í ykkur heyra... rökstyðjið gremju ykkar!
Með bestu-suuumar-kveðjum,
Vaktin.is