Síða 1 af 1

Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 21:19
af Bretti
Góðan dag.
Mér brá aðeins við að skoða visa-yfirlit mitt nú um síðustu mánaðarmót.
http://driversupportbill.com eða DRIVERSUPPORTBILL.COM var að skuldfæra á mig $ 9.99 og við nánari skoðun höfðu þeir stundað þennan leik frá því í mai án þess að ég tæki eftir því.
Ég skora á ykkur að kíkja á þessa síðu og segja ykkar álit.
Ég er 100% viss um að ég skráði mig ekki á síðina þeirra og hef auk þess aldrei fengið tölvupóst frá þeim.

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 21:36
af Bretti
Viðbót.
Hvet alla til að skoða kortareikninga sína. Svona lágar greiðslur, undir USD 10 fara gjarnan framhjá mörgum.
Bankin minn kannaðist við þetta og ráðlagði mér að loka kortinu og fá nýtt auk þess að gera kröfu á sérstöku eiðublaði.
Þetta var skráð sem áskrift. :(

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 22:48
af jonsig
Svo er spurning um að sætta sig bara við dvergaklámið í 720p.

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 23:04
af Lexxinn
jonsig skrifaði:Svo er spurning um að sætta sig bara við dvergaklámið í 720p.


Svakalega hefur þú verið neikvæður hérna síðustu 2 vikurnar

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 23:06
af mjolkurdreytill
Eitthvað finnst mér grunsamlegt að einhver handahófskennd síða á netinu hafi bara tekist að skálda upp kreditkortaupplýsingarnar þínar.

Er ekki rétt skilið hjá mér að þetta er einhver gagnslaus hugbúnaður sem þykist setja upp rekla á tölvuna þína og halda þeim við?

Líklegasta svarið er að þú skráðir þig á einhverjum tíma hjá þeim og gafst þeim greiðsluupplýsingarnar þínar. Ertu viss um að þú hafir ekki verið að nota forritið þeirra?

Stutt netleit leiddi í ljós að þeir sem tjá óánægju sína virðast hafa skráð sig fyrir þjónustunni og talið að áskriftinni lyki þegar forritinu væri eytt úr tölvunni.

Hinn valkosturinn er sá að þú hafir aldrei skráð þig á síðuna og að kortaupplýsingunum þínum hafi verið stolið. En ef þeim var stolið, notaði þjófurinn upplýsingarnar til þess eins að borga fyrir þessa þjónustu af öllu því sem hann hefði getað borgað fyrir?

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 23:12
af kizi86
var að lenda í svipuðum aðstæðum, nema skuldfært af GOOGLE*GOOGLE PLAY AP <<< takið eftir að það stendur ekki APP eins og venjulega er...
ekkert tengt google accountinum mínum né konunnar, og búið að vera að skuldfæra af korti mínu alveg síðan í júní, oftast undir 400kr hver færsla, en nokkrar á bilinu 3-6þ krónur, en þegar allt var lagt saman vel yfir 100þ krónur! komst yfir ágætis upphæð í byrjun sumars, svo í fyrsta skiptið í langan tíma hef ég ekki þurft að velta hverri krónu svo var ekkert að fylgjast með yfirlitinu, var að tengja kort við þjónustu, og þurfti að skrifa inn kóða sem var partur af færslunni, svo tók ég eftir þessum færslum þar fyrir neðan, bara núna í nóvember, er búið að taka af mér 35þ krónur! :/

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 23:24
af Mossi__
Lexxinn skrifaði:
jonsig skrifaði:Svo er spurning um að sætta sig bara við dvergaklámið í 720p.


Svakalega hefur þú verið neikvæður hérna síðustu 2 vikurnar



Tjah. Væri ég með mitt dvergaklám í 720p væri ég alveg líka smá foj.

Covid og kreppa og svona.

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Fös 13. Nóv 2020 23:33
af jonsig
Mossi__ skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
jonsig skrifaði:Svo er spurning um að sætta sig bara við dvergaklámið í 720p.


Svakalega hefur þú verið neikvæður hérna síðustu 2 vikurnar



Tjah. Væri ég með mitt dvergaklám í 720p væri ég alveg líka smá foj.

Covid og kreppa og svona.


Ég er bara með thinkpadinn núna, svo kvikindin líkjast thumbnails. ](*,)

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Lau 14. Nóv 2020 03:21
af Bretti
það er ljóst að það er skítur á netinu. Jú góðir hlutir líka.
Bankarnir þekkja kvartanir um svona hluti.
Merkilegt að ekki hafi verið neitt í fréttum um þetta. Flestir gera enga endurkröfu því upphæðin er svo lág.
---
Þetta gæti annars verið góður business fyrir alla óheiðarlega.
Bara að safna netföngum og senda svo reikninga fyrir vernd. Betra væri að hafa kortanúmer viðkomandi og sumir eru snjallir að grafa þau upp eða stela þeim. :(

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Lau 14. Nóv 2020 10:09
af calibr
kizi86 skrifaði:var að lenda í svipuðum aðstæðum, nema skuldfært af GOOGLE*GOOGLE PLAY AP <<< takið eftir að það stendur ekki APP eins og venjulega er...
ekkert tengt google accountinum mínum né konunnar, og búið að vera að skuldfæra af korti mínu alveg síðan í júní, oftast undir 400kr hver færsla, en nokkrar á bilinu 3-6þ krónur, en þegar allt var lagt saman vel yfir 100þ krónur! komst yfir ágætis upphæð í byrjun sumars, svo í fyrsta skiptið í langan tíma hef ég ekki þurft að velta hverri krónu svo var ekkert að fylgjast með yfirlitinu, var að tengja kort við þjónustu, og þurfti að skrifa inn kóða sem var partur af færslunni, svo tók ég eftir þessum færslum þar fyrir neðan, bara núna í nóvember, er búið að taka af mér 35þ krónur! :/


Það er hægt að hafa samband við banka/kortaútgefanda og biðja þá um að þú fáir sms þegar það er gerð einhver færsla sem notast ekki við chip/segulrönd. Ég er með þetta þannig og það er geggjað, maður veit alltaf ef það er eitthvað tekið útaf kortinu sem var ekki maður sjálfur heldur t.d. áskriftir sem eru að endurnýja sig.

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Lau 14. Nóv 2020 10:27
af gutti

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Lau 14. Nóv 2020 16:41
af mjolkurdreytill
Bretti skrifaði:það er ljóst að það er skítur á netinu. Jú góðir hlutir líka.
Bankarnir þekkja kvartanir um svona hluti.
Merkilegt að ekki hafi verið neitt í fréttum um þetta. Flestir gera enga endurkröfu því upphæðin er svo lág.
---
Þetta gæti annars verið góður business fyrir alla óheiðarlega.
Bara að safna netföngum og senda svo reikninga fyrir vernd. Betra væri að hafa kortanúmer viðkomandi og sumir eru snjallir að grafa þau upp eða stela þeim. :(


Bankar hafa örugglega fengið kvörtun út af ótrúlega mörgu t.d. áskriftum að líkamsræktarstöðvum og það þýðir ekki að allar færslur á kort sem fólk kannast ekki við eða vill ekki kannast við séu ólöglegar.
.
Það kann að vera að kortaupplýsingunum þinum hafi verið stolið og það notað til þess (einvörðungu?) að borga fyrir þessa þjónustu. Það að einhver hafi þekkt eða ekki þekkt netfangið þitt hjálpar þeim ekki neitt til þess að gjaldfæra á kreditkortið þitt.

Það þýðir ekki að stolin kortanúmer séu ekki í umferð, þjófarnir eru bara ekki að giska þau upp vegna þess að þeir vita einhver netföng.

Re: Varúð, vafasöm síða á ferð

Sent: Lau 14. Nóv 2020 17:16
af mikkimás
Ég ætla að vera Captain Obvious gæinn sem enginn þolir og benda á mikilvægi þess að fara yfir kreditkortayfirlitið um hver mánaðarmót.