Ætlaði nú í vikunni að kaupa mér síma sem því miður var svo bara ekki til í neinum símabúðum né elko en er þó til í Heimkaup.
Þar sem ég hef aldrei verslað þaðan og er voða var um hvar ég kaupi hluti í dýrari kantinum uppá þjónustu og ábyrgð ef eitthvað kemur uppá þá vildi ég tjekka á vökturum og spurjast hvort það sé eitthvað "verr" að versla á heimkaup frekar en t.d Nova.
Smá bónus sá líka símann til á emobi.is sem ég hef aldrei heyrt um áður.
Þannig, græði ég eitthvað á því að bíða eftir að sending "sem er væntanleg vonandi fljótlega " eða bara grípa í gikkinn með heimkaup ?
Kv einn paranoid þegar það kemur að kaupum
Heimkaup
Re: Heimkaup
Held að Heimkaup gangi alveg ágætlega, og hrúgi út raftækjum.
Efast um að þú sért neitt verr staddur ef eitthvað kemur upp á, held að Nova sendi bilaða síma hvort eð er til þriðja aðila á verkstæði ef þeir bila, geri ráð fyrir að sama sé upp á teningnum hjá Heimkaupum.
Annars er Emobi líka gamalt batterý og ég myndi alveg treysta þeim, nema auðvitað ef ske kynni að þeir færu á hausinn, en ég hef enga ástæðu til að ætla það. Keypti hjá þeim síma fyrir ca. 5 árum, og systir mín keypti nýlega Pixel 4 hjá þeim.
Efast um að þú sért neitt verr staddur ef eitthvað kemur upp á, held að Nova sendi bilaða síma hvort eð er til þriðja aðila á verkstæði ef þeir bila, geri ráð fyrir að sama sé upp á teningnum hjá Heimkaupum.
Annars er Emobi líka gamalt batterý og ég myndi alveg treysta þeim, nema auðvitað ef ske kynni að þeir færu á hausinn, en ég hef enga ástæðu til að ætla það. Keypti hjá þeim síma fyrir ca. 5 árum, og systir mín keypti nýlega Pixel 4 hjá þeim.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Reputation: 95
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Heimkaup
Hef keypt heilan haug af raftækjum hjá Heimkaup og get alveg mælt með þeim.
Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |