Síða 1 af 1

Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:07
af elri99
Nú er Pósturinn farinn að rukka umsýslugjald, 595 kr, af nánast öllum sendingum til landsins sama hvað vermætið er. Meira að segja af vöru sem kostar minna en dollar er rukkaður VSK og svo umsýslugjald.

Ætli það sé engin lágmarks upphæð áður en vara er tali tollskyld?
Hvar er neytendaverndin og hvað eru þingmennirnir okkar að gera?

Þetta er af heimasíðu Póstsins:

FYRIR HVAÐ STENDUR UMSÝSLUGJALDIÐ? ER YKKUR STÆTT Á AÐ RUKKA FYRIR ÞAÐ?
Umsýslugjald er gjald sem Pósturinn innheimtir af viðskiptavinum vegna tollskyldra sendinga. Í umsýslu felst m.a. skráning sendingar, geymsla og önnur umsýsla. Umsýslugjald er innheimt fyrir hverja sendingu.
Pósturinn hefur heimild fyrir þessari innheimtu í alþjóðapóstsamningum þar sem þessi kostnaður er ekki innifalinn í póstburðargjöldunum sjálfum, enda tollskráning mjög misjöfn milli landa.

SENDINGIN MÍN ER TOLLFRJÁLS, AF HVERJU ER ÞÁ RUKKAÐ FYRIR UMSÝSLUGJALD?
Ef sendingin er með aðflutningsgjöldum t.d. virðisaukaskatti, reiknast á hana umsýslugjald, þar sem að sendingin hefur fengið meðhöndlun, skráningu, geymslu og aðra umsýslu sem tollskyld sending.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:14
af hagur
Er þetta eitthvað nýtt? Eitthvað annað en 750kr "tollmeðferðargjaldið" sem hefur alltaf þurft að borga?

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:20
af blitz
hagur skrifaði:Er þetta eitthvað nýtt? Eitthvað annað en 750kr "tollmeðferðargjaldið" sem hefur alltaf þurft að borga?


Sama og hefur alltaf verið.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:25
af pattzi
Hefur alltaf verið :)

Bara meira um það núna að þú sleppir ekki í gegn eins og var oft með litla pakka

En ég slepp samt ótrúlega oft í gegn enda svo sem allt i lagi fyrir svona ódýrt sem fer beint í póstkassa en annars er ég hættur að panta svona ódýrt því ég nenni ekki að borga 700 kall fyrir að sækja vöru sem kostar dollara

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:36
af elri99
Auðvitað á vara sem kostar minna en einhverjar 500 eða 1000kr ekki að vera tollskyld með tilheyrandi umsýslu og kostnaði.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 15:43
af GuðjónR
Ég var einmitt að taka eftir því sama, pantaði smáhlut á $1 frá alix sem undir flestum kringumstæðum hefði dottið inn um lúguna en nei, 27 kr. í vsk og 595 í gjald til póstsins, sem er ekkert annað en tollur. Ég kalla þetta svikaskattinn, óþolandi að borga 5x upphæðina í einhvern svikaskatt.
Þetta tengist örugglega fjárhagsörðuleikum póstins sem hefur verið í umræðunni, m.a. hafa þeir sótt um 500 milljón króna lán frá ríkinu.

Í flestum evrópuríkjum er eitthvað "þak" sem þú mátt flytja inn fyrir án þess að borga gjöld, mismunandi eftir ríkjum.
Það var skipuð nefnd fyrir 2-3 árum ef ég man rétt, með þremur einstaklingum sem allir voru sammála um að hafa svona "þak" eins og tíðkast annars staðar en gátu ekki komið sér saman um upphæðina. Og þar með dó málið, týpískt Íslenskt fúsk, og við borgum brúsann um ókomna tíð.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 16:06
af elri99
Hér er búið að leyfa einkafyrirtæki, í einokunaraðstöðu að rukka einstaklinga nánast eftir þeirra eigin höfði.
Flest evrópulönd eru með um 22€ áður en rukkaður er skattur:

https://ec.europa.eu/taxation_customs/s ... online.pdf

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 16:29
af GuðjónR
elri99 skrifaði:Hér er búið að leyfa einkafyrirtæki, í einokunaraðstöðu að rukka einstaklinga nánast eftir þeirra eigin höfði.
Flest evrópulönd eru með um 22€ áður en rukkaður er skattur:

https://ec.europa.eu/taxation_customs/s ... online.pdf


Einmitt, þetta er bara í anda við allt annað fúsk og spillingu hérna heima.
Fólk er oft að spara sér pening með að kaupa glingur frá alix, t.d. jólasveina skógjafir.
Pantaði eitt sinn prumpublöðru á 70 cent eða tæpar 100 kr. með shipping, á sama tíma fékkst þessi blaðra í Toy'sRus á 600 kr, nema hvað ég fékk bréf frá póstinum, sem ég svaraði á þá leið að þeir mættu gera þetta upptækt eða endursenda á sinn kostnað, ég ætlaði ekki að borga þeim 12x falt andvirði í einhvern í toll/tollmeðferðargjald.

2 dögum síðar kom blaðran inn um lúguna...

Miðað við hvað gjaldið er hátt, þá er þess virði að láta þá bara geyma þetta og vesenast í förgun eða endursendingu og panta vöruna þá aftur og aftur þangað til hún dettur inn um lúguna...

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 16:31
af Viktor
Þetta eru reyndar svakalegar fréttir:

Í Morgunblaðinu kemur fram að samkvæmt áratugsgömlum alþjóðasamningi 192 ríkja, er vestrænum löndum skylt að niðurgreiða um 70-80% af kostnaði vegna póstsendinga frá þróunarlöndum, þar með talið frá Kína. Segir Ingimundur að niðurgreiðslurnar nemi hundruðum milljóna á ári hverju.


Svo þetta er líklega þeirra eina leið til að fá eitthvað upp í þennan kostnað, þar sem þetta "free shipping" frá Kína þýðir í rauninni "Íslandspóstur ohf. borgar".

http://www.vb.is/frettir/segir-nidurgre ... nn/149885/

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 16:54
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Þetta eru reyndar svakalegar fréttir:

Í Morgunblaðinu kemur fram að samkvæmt áratugsgömlum alþjóðasamningi 192 ríkja, er vestrænum löndum skylt að niðurgreiða um 70-80% af kostnaði vegna póstsendinga frá þróunarlöndum, þar með talið frá Kína. Segir Ingimundur að niðurgreiðslurnar nemi hundruðum milljóna á ári hverju.


Svo þetta er líklega þeirra eina leið til að fá eitthvað upp í þennan kostnað, þar sem þetta "free shipping" frá Kína þýðir í rauninni "Íslandspóstur ohf. borgar".

http://www.vb.is/frettir/segir-nidurgre ... nn/149885/

Og hvernig ætli þeir reikni út þennan kostnað? Af því að þeir þurfa að bera bréfin út?
Það er eitthvað mikið að ef þetta einokunarfyrirtæki getur ekki staðið undir sér.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 17:22
af Viktor
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Þetta eru reyndar svakalegar fréttir:

Í Morgunblaðinu kemur fram að samkvæmt áratugsgömlum alþjóðasamningi 192 ríkja, er vestrænum löndum skylt að niðurgreiða um 70-80% af kostnaði vegna póstsendinga frá þróunarlöndum, þar með talið frá Kína. Segir Ingimundur að niðurgreiðslurnar nemi hundruðum milljóna á ári hverju.


Svo þetta er líklega þeirra eina leið til að fá eitthvað upp í þennan kostnað, þar sem þetta "free shipping" frá Kína þýðir í rauninni "Íslandspóstur ohf. borgar".

http://www.vb.is/frettir/segir-nidurgre ... nn/149885/

Og hvernig ætli þeir reikni út þennan kostnað? Af því að þeir þurfa að bera bréfin út?
Það er eitthvað mikið að ef þetta einokunarfyrirtæki getur ekki staðið undir sér.


Ef þú skoðar þetta þá er þetta vandamál úti um allan heim. Póstfyrirtækin í fyrsta heims löndum greiða allan kostnað við að koma pakkanum frá Kína.

http://fortune.com/2015/03/11/united-na ... -shipping/

https://www.forbes.com/sites/wadeshepar ... d0846c40ca

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 17:50
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Þetta eru reyndar svakalegar fréttir:

Í Morgunblaðinu kemur fram að samkvæmt áratugsgömlum alþjóðasamningi 192 ríkja, er vestrænum löndum skylt að niðurgreiða um 70-80% af kostnaði vegna póstsendinga frá þróunarlöndum, þar með talið frá Kína. Segir Ingimundur að niðurgreiðslurnar nemi hundruðum milljóna á ári hverju.


Svo þetta er líklega þeirra eina leið til að fá eitthvað upp í þennan kostnað, þar sem þetta "free shipping" frá Kína þýðir í rauninni "Íslandspóstur ohf. borgar".

http://www.vb.is/frettir/segir-nidurgre ... nn/149885/

Og hvernig ætli þeir reikni út þennan kostnað? Af því að þeir þurfa að bera bréfin út?
Það er eitthvað mikið að ef þetta einokunarfyrirtæki getur ekki staðið undir sér.


Ef þú skoðar þetta þá er þetta vandamál úti um allan heim. Póstfyrirtækin í fyrsta heims löndum greiða allan kostnað við að koma pakkanum frá Kína.

http://fortune.com/2015/03/11/united-na ... -shipping/

https://www.forbes.com/sites/wadeshepar ... d0846c40ca


Athyglisverðar greinar, ég hef oft velt þessu fyrir mér hvernig þetta er hægt. Það er ekkert "frítt", alltaf einhver sem borgar.
Klassíkst dæmi úr öðrum linknum frá þér:

I bought an item from a seller in Hong Kong for $6 and $1.50 shipping. The item was broken so the seller told me to return for refund.

The shipping weight is 5 ounces. To ship from the US to Hong Kong with the cheapest USPS service that has delivery confirmation (priority international) it will cost $34.87. To ship 1st class without tracking it will cost $11.48.

How in the world did the China seller pay for the product, pay eBay and Paypal fees, pay for packing material, and ship to me WITH TRACKING for 1/4 of the cost it would cost me just in shipping costs alone to send the item back?

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 19:03
af Viktor
Maður skilur verslunareigendur betur núna, það er engin leið að keppa við svona vitleysu. Algjört bull kerfi.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 19:30
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Maður skilur verslunareigendur betur núna, það er engin leið að keppa við svona vitleysu. Algjört bull kerfi.

Mest hissa á að Trump sé ekki búinn að stoppa þetta.

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 19:55
af appel
Þetta er fullkomlega eðlilegt.
Þetta heimska alþjóðlega póstfyrirkomulag gerir það að verkum að kínverjar senda hingað nær ókeypis á meðan það kostar morðfjár að senda til kína, því jú íslandspóstur borgar fyrir sendinguna til íslands en ekki út til kína.
Það eru þrír flokkar landa, 1, 2, 3, og ísland er í fyrsta flokks, Kína í þriðja flokks, flokkað sem þróunarland.
Þarna er verið að rukka þetta misvægi líklega, veit ekki hvort þetta nær að dekka kostnaðinn þó.

Þetta er ástæðan fyrir því að kínversku verslanarisar einsog alibaba og aliexpress eru orðnir svona stórir, fólk á vesturlöndum niðurgreiðir kínversku starfssemina!!! pæliði í vitleysunni. Það er ódýrara að senda frá kína til íslands en sama pakka frá a til b innan íslands!

Þessar reglur voru upphaflega hugsaðar fyrir bréfpóst, þú veist "kæri ættingi" skilaboð. En þetta hefur þróast í eitthvað rugl.

Trump mun án efa stoppa þetta.


https://www.youtube.com/watch?v=lYdtsfFTRQY

Re: Pósturinn - Umsýslugjald

Sent: Þri 25. Sep 2018 20:47
af elri99
Auglýsingaherferð Póstsins undanfarin missiri hefur væntanlega skilað miklu í kassann hjá þeim!

Svo er spurning hvort eigi að kalla þetta póstþjónustu eða kannski frekar afhendinarþjónustu. Það eru örugglega mörg hundruð einstaklingar á ferðinni á degi hverjum að ná í póstsendinguna sína. Sennilega allir á hjóli! Mjög hagkvæmt fyrir þjóðfélagið.