Síða 1 af 1
Flutningar
Sent: Fim 17. Mar 2005 12:22
af kiddi
Við erum að fara að flytja netþjóninn okkar aftur, væntanlega á morgun, föstudag. Við vonum að þetta gangi sem allra hraðast fyrir sig og verði án hnökra, þið vitið þó af því, að það er engin ástæða til að panikka þegar þið sjáið að vaktin.is er off-line.
kv. vaktin.is
Sent: Fim 17. Mar 2005 12:41
af Dust
Hehehe það hefði verið slæmt að vita ekki neitt
Hvað helduru að maður þurfi að vera í fráhvörfunum lengi?
Sent: Fim 17. Mar 2005 12:51
af CraZy
nooo eg fæ fráhvarf þegar vaktin er niðri
sem sínir kanski hvað ég á mér ekkert líf....
Sent: Fim 17. Mar 2005 13:08
af gnarr
múhahah... ég ætla að save-a allar síðurnar hjá mér.. svo ég geti verið eini sem skoðar vaktina
Getið þið sent mér ip addressuna á nýja servernum í e-mail? ég nenni ekki að býða eftir dns update-inu :p þá getum við líka látið hana ganga á milli okkar.
Sent: Fös 18. Mar 2005 11:39
af kiddi
Nýtt met slegið held ég í niðritíma, þökk sé góðri skipulagningu.
Flutningum er lokið, og lá vefurinn niðri ekki lengur en hálftíma!
Sent: Fös 18. Mar 2005 11:52
af gnarr
glæsilegt!
Sent: Fös 18. Mar 2005 12:35
af gumol
Vá, var verið að fara með hann úr einu herbergi í annað eða?
Sent: Fös 18. Mar 2005 13:29
af tms
Hvernig fóru þið að færa þetta yfir á nýja vél?
Ég hugsa að ég hafi sett upp mysql server á hinni vélinni upp, copyað gagnagrunninn yfir á nýju vélina og bent núverandi spjallborði á þanni gagnagrunn, síðan þegar er búið að setja upp spjallborðið á nýjuvélinni yrði þetta smooth transaction þegar DNS uppfærslan kickar inn
Sent: Fös 18. Mar 2005 13:37
af kiddi
Við færðum netþjóninn okkar, úr miðri Reykjavík og upp í Kópavog. Var í rauninni ekki svo flókið, bara fín tímasetning á flutningi og DNS breytingum