Síða 1 af 2
Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 15:49
af hallihg
Sælir.
Nú hef ég stundað þetta spjall af ágætis krafti síðan haustið 2003. Í gegnum tíðina hef ég verið með virkari ráðgjöfum þeirra sem leita hingað eftir hjálp, og því geta margir tekið undir með mér þegar ég segi að það sé löngu tímabært að ég verði stjórnandi hérna á vaktinni.
Gífurlega mikilvægt er að hafa eftirlit með ungum mönnum sem að sækja hingað til þess eins að eyðileggja fyrir hinum. Einnig tel ég það hlutverk stjórnanda að koma af stað umræðum um hin ýmsu málefni. Sem stjórnandi myndi ég beita mér fyrir bættum umræðum þar sem að harðar yrði tekið á flónum, og hefði það í för með sér að setja upp sérstakan "Svartan lista" þar sem að nöfn þröngsýnna flóna líkt og t.d. IceCaveman (hann yrði heiðursmeðlimur listans) yrðu sett upp þar sem allir gætu séð. Þá veit fólk hverja á að hunsa eða hrauna yfir og hverja það ætti að vera vinalegt við. Einnig myndi ég mögulega leggja til að ég fengi pistlahorn hérna þar sem að ég gæti skrifað hugsanir mínar uþb. daglega, bæði um tæknimál tengd tölvum og öllu sem að við kemur lífi mínu. Svona blogg fyrir mig, þetta blogspot er svo leiðinlegt líka.
Ég hef mun fleiri hugmyndir í pokahorninu, sem að myndu aðeins leiða til betra spjalls hérna á vaktinni. Því vona ég að þið hinir stjórnendurnir takið vel í þessa umsókn mína, svo ég verði einn af ykkur sem fyrst.
Áður var þörf en nú er nauðsyn - Hallahg sem stjórnanda.
kveðja,
hallihg
ps. fólk sem vill lýsa yfir stuðningi við mig getur skrifað stuttar en hnitmiðaðar barráttukveðjur hérna að neðan.
Sent: Þri 08. Mar 2005 15:56
af goldfinger
með heila 93 pósta síðan 2003
Sem stjórnandi myndi ég beita mér fyrir bættum umræðum þar sem að harðar yrði tekið á flónum, og hefði það í för með sér að setja upp sérstakan "Svartan lista" þar sem að nöfn þröngsýnna flóna líkt og t.d. IceCaveman (hann yrði heiðursmeðlimur listans) yrðu sett upp þar sem allir gætu séð. Þá veit fólk hverja á að hunsa eða hrauna yfir og hverja það ætti að vera vinalegt við. Einnig myndi ég mögulega leggja til að ég fengi pistlahorn hérna þar sem að ég gæti skrifað hugsanir mínar uþb. daglega, bæði um tæknimál tengd tölvum og öllu sem að við kemur lífi mínu. Svona blogg fyrir mig, þetta blogspot er svo leiðinlegt líka.
Á þetta að sýna þinn þroska ?
Sent: Þri 08. Mar 2005 16:01
af Snorrmund
Þá legg ég til að ég verði líka stjórnandi er með um 1500 bréf fráþví í jan 2003
Nei nei.. cmon er þetta ekki grín? mér finnst það svoldið lame að spurja um að vera stjórnandi.. Eða hvað? er þetta ekki hlutur sem maður á að vinna sér inn?
allavega finnst mér það..
Sent: Þri 08. Mar 2005 16:01
af hallihg
Túlkaðu þetta eins og þú vill. Margir gætu verið ósammála mér, aðrir ekki, það er eitthvað sem ég er tilbúinn að sætta mig við. Margir menn í háum embættisstöðum eru umdeildir, sjáðu bara George Bush, Davíð Oddsson, Markús Örn Antonsson ofl. ofl.
Snorrmund ég tel að maður geti ekki beðið eftir hlutunum sem maður sækist eftir í lífinu. Maður þarf oftar en ekki að sækjast eftir þeim sjálfur af krafti, það lýsir líka áhuganum sem er til staðar fyrir starfinu.
Sent: Þri 08. Mar 2005 16:08
af CraZy
ef einhver ætti skilið að vera stjórnandi ætti það að vera pandimadic
en já..ég ætti að vera stjórnandi ég er með 552 síðan 02 Des 2003
Sent: Þri 08. Mar 2005 16:14
af hallihg
Athugið kæru vaktverjar að þótt ég hafi minnst á virkni þýðir það ekki að tölurnar skipti öllu máli, svo þið getið hætt að peista hérna fjöldanum af póstum sem þið hafið skrifað. Menn verða ekki ráðherrar eftir því hversu mörg frumvörp þeir hafa lagt inná þing.
Sent: Þri 08. Mar 2005 16:37
af jericho
gangi þér sem allra bezt í framboði þínu
x-halli
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:01
af kaktus
þar sem ég er öfgafullur þá lofa ég þér mínu atkvæði ef þú lofar mér að láta banna minnihlutahópa svo sem blinda eskimóa og óléttar nunnur
p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:04
af hallihg
Loksins einhver stuðningur hérna. Jericho, kaktus, þið getið treyst á mig.
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:10
af Snorrmund
Ef þú ákveður að banna ekki Icave þá er þetta díll
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:16
af hallihg
Ég er tilbúinn að íhuga þá stefnu ef hann bætir sig svo um munar. En núverandi stjórnendur, ég hef greinilega stuðning notenda, en hvar eru viðbrögð ykkar?
Re: Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:23
af MezzUp
Sæll hallihg,
Það að þú hafir ekki tekið tilmælum stjórnanda þegar þér var sagt að gera það, heldur stofnað til rifrilda(og m.a. ásakað einhverja um hommafælni) útilokar þig hálfpartinn frá því að vera tekinn til greina.
Auk þess stendur það nú ekki til að bæta fleiri stjórnendum í hópinn.
hallihg skrifaði:Í gegnum tíðina hef ég verið með virkari ráðgjöfum þeirra sem leita hingað eftir hjálp, og því geta margir tekið undir með mér þegar ég segi að það sé löngu tímabært að ég verði stjórnandi hérna á vaktinni.
Ég get nú ekki tekið undir þetta tvennt.
hallihg skrifaði:Gífurlega mikilvægt er að hafa eftirlit með ungum mönnum sem að sækja hingað til þess eins að eyðileggja fyrir hinum.
Ég held nú að það komi enginn hingað með það í huga að eyðileggja fyrir öðrum, en menn eru vitaskuld mis þroskaðir.
hallihg skrifaði:Einnig tel ég það hlutverk stjórnanda að koma af stað umræðum um hin ýmsu málefni.
Ég get nú heldur ekki tekið undir það, ég tel að það sé verk allra notenda að stofna til skemmtilegra umræðna hérna. Þannig að þú mátt endilega koma einhverjum af þessu skemmtilegu umræðum af stað.
hallihg skrifaði:Sem stjórnandi myndi ég beita mér fyrir bættum umræðum þar sem að harðar yrði tekið á flónum, og hefði það í för með sér að setja upp sérstakan "Svartan lista" þar sem að nöfn þröngsýnna flóna líkt og t.d. IceCaveman (hann yrði heiðursmeðlimur listans) yrðu sett upp þar sem allir gætu séð. Þá veit fólk hverja á að hunsa eða hrauna yfir og hverja það ætti að vera vinalegt við.
Menn hljóta að eiga rétt á sínum skoðunum, ekki satt? Þótt að þér finnist þær þröngsýnar og þú ert ekki sammála þeim hljóta þær að eiga rétt á sér. Það að þú hafir nafngreint menn þykir mér nú benda til nokkurs óþroska.
hallihg skrifaði:Einnig myndi ég mögulega leggja til að ég fengi pistlahorn hérna þar sem að ég gæti skrifað hugsanir mínar uþb. daglega, bæði um tæknimál tengd tölvum og öllu sem að við kemur lífi mínu. Svona blogg fyrir mig, þetta blogspot er svo leiðinlegt líka.
Þér er frjálst að búa til eigin bloggsíðu og benda okkur á hana. Ef að við teljum að efnið þar sé nógu merkilegt og skemmtilegt þá gætirðu hugsanlega fengið þitt eigið horn hérna.
hallihg skrifaði:Ég hef mun fleiri hugmyndir í pokahorninu, sem að myndu aðeins leiða til betra spjalls hérna á vaktinni
Endilega komdu einhverjum af þessum hugmyndum í gagnið, og þá mætti e.t.v. íhuga umsókna þína. Ekkert sem hindrar þig í að hrinda einhverju í framkvæmd þótt að þú getir ekki eytt póstum út.
kaktus skrifaði:p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Jamm, ég held að við gerum það flestir.
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:34
af hallihg
Þið megið trúa því sem þið viljið, annars er ég orðinn langþreyttur á þessari endalausu þvælu að maður geti ekki látið útúr sér orð án þess að það sé brandari. Mér þykir úttekt þín á umsókn minni MezzUp enginn sleggjudómur, enda held ég að flestir notendur hérna sem hafa verið í meira en 6 mánuði viti vel af fyrirlitningu þinni á mér. Hún er svo augljós í hverju einasta orði að maður fær ofbirtu í augun. Ég tel því ráðlegast að bíða uns Kiddi, Fletch eða einhver annar marktækur stjórnandi hérna tjáir sig um málið, og geti formlega afgreitt umsókn mína. Þar til mun ég líta á málið sem óklárað.
EDIT:
Og þetta með hommafælnina sem þú talar um eru fáránleg rök fyrir því að hafna mér sem mögulegum kandídat fyrir stjórnanda. Þarna var ég að koma boðskap fram í undirskrift, og þú sjálfur hefur sagt að þetta hafi ekki snúist um myndina heldur að það hafi verið mynd í undirskriftinni yfir höfuð. Málið var að það stóð hvergi að myndir væru ekki leyfðar í undirskriftum. Hvernig átti ég annars að vita það? Og þetta rifrildi sem þú talar um, ég einfaldlega neitaði að taka myndina úr undirskriftinni þar til að ég fengi formlega frá yfirstjórnanda að þetta væri óleyfilegt. Um leið og það gerðist, fjarlægði ég hana, enda er ég ekki hérna til að brjóta reglurnar. Það "rifrildi", eða öllu heldur umræða, gerði aðeins gott, og kom mörgum hlutum á hreint. Þess má geta að þá voru ekki til neinar reglur hérna á prenti þá. Nú er sér reglu section sem að ég tel að hafi komið upp að hluta til í kjölfar þessarar umræðu sem ég kom af stað.
Re: Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 17:47
af CraZy
gnarr skrifaði:kaktus skrifaði:p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Jamm, ég held að við gerum það flestir.
jebb
Sent: Þri 08. Mar 2005 18:22
af kiddi
HalliHG, ég verð að byrja á að segja að ég dáist að framtaksseminni í þér og að þú sért svona óhræddur við að koma þér á framfæri, haltu þessu áfram og þú munt á endanum, ná langt í lífinu.
Ég tek þó undir allt sem MezzUp sagði, og mér sýnist þú í fljótu bragði (án þess að ég hafi eitthvað sérstaklega fylgst með þér í gegnum tíðina) að þú sért að misskilja Stjórnanda stöðuna hrapallega. Spjall.vaktin.is er ekki staður fyrir 'political agendas' eða fyrir einstaka menn að koma sér á framfæri á einn hátt eða annan, þetta á að vera algjörlega opið spjall þar sem stjórnendurnir hafa það eina og helsta starf að veita þessu aðhald og halda þessu tiltölulega hreinu. Og við erum nú þegar held ég með mjög marga góða menn í þessu starfi, og engin þörf á fleirum, í augnablikinu allavega.
Við þökkum fyrir umsóknina, en höfnum henni á þeim forsendum að það sé hvorki þörf á öðrum stjórnanda, og að þú virðist hafa aðrar hugmyndir um þetta starf en við.
Sent: Þri 08. Mar 2005 18:40
af hallihg
Jæja, það mátti reyna.
Get þá strikað þetta útaf "To do" listanum mínum..
Sent: Þri 08. Mar 2005 18:52
af Pandemic
Þú getur komið mörgu í verk án þess að vera stjórnandi t.d að senda inn greinar á FAQ þráðinn og koma með hugmyndir sem verða síðan samþykktar eða hafnað með lýðræðislegri kosningu vaktarana.
Endilega skrifaðu hvað þú vilt bæta og breyta síðan er nátturulega ekkert mál að sannfæra stjórnendur og admina ef hugmyndinn er góð og grunnurinn góður.
Sent: Þri 08. Mar 2005 19:15
af MezzUp
hallihg skrifaði:annars er ég orðinn langþreyttur á þessari endalausu þvælu að maður geti ekki látið útúr sér orð án þess að það sé brandari.
Nú, ekki hafði ég tekið eftir því. Er það mikið vandamál hjá þér hérna?
hallihg skrifaði:Mér þykir úttekt þín á umsókn minni MezzUp enginn sleggjudómur, enda held ég að flestir notendur hérna sem hafa verið í meira en 6 mánuði viti vel af fyrirlitningu þinni á mér...Ég tel því ráðlegast að bíða uns Kiddi, Fletch eða einhver annar marktækur stjórnandi hérna tjáir sig um málið
Hmm, ég fyrirlít þig nú ekki þótt að við höfum oft ólíkar skoðanir. Mér sýnist þú hinsvegar ekki hafa hátt álit á mér, hefði þetta undirstrikaða kannski frekar átt að vera „minni á þér“?
Allt þetta sem að þú skrifaðir hér að ofan um fyrsta rifrildið okkar er rétt, það komið á hreint(reyndar bara fyrir stuttu) og skiptir ekki máli. Mergur málsins er einfaldlega að þú fórst ekki eftir mínum fyrirmælum sem þráðastjóri og hófst persónulegt skítkast. Það tvennt ætti nú ekki einusinni að þurfa að taka fram í reglum.
Og núna ennþá virðir þú ekki stöðu mína hérna. Þú hunsar varla einhverja löggu þótt að þér finnist hún leiðinleg?
Annars fannst mér ég taka nokkuð málefnalega á umsókn þinni, og benti þér á nokkra hluti sem að kiddi summaði upp með „þú virðist hafa aðrar hugmyndir um þetta starf en við.“
Þú mátt endilega koma með comment við svörum mínum í þessu og seinasta bréfi.
Re: Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 19:37
af hallihg
MezzUp skrifaði:kaktus skrifaði:p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Jamm, ég held að við gerum það flestir.
Þarna ákvað ég að taka ekki mark á 'höfnun' þinni á umsókninni. Skil ekki hvernig þú getur ætlast til að ég taki mark á þínum álitum og fyrirskipunum ef þú getur ekki tekið mark á mínum orðum og skoðunum.
Sent: Þri 08. Mar 2005 19:48
af goldfinger
ég er til dæmis með hugmynd, að setja svona eins og þú Mezzup gerðir með uppfærslu þráðinn, hvernig væri að setja inn Tölvuskjái, alveg hægt að hafa það í sérþræði þar sem úrvalið er mikið.
Það er kannski ekki best að flokka skjái eftir verði en líklega hægt að skipta þeim í nokkra "klassa" Þótt að flestir dýrustu skjáirnir væru þar en þá er líka hægt að fá marga góða skjái á góðu verði.
Re: Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 20:35
af MezzUp
hallihg skrifaði:MezzUp skrifaði:kaktus skrifaði:p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Jamm, ég held að við gerum það flestir.
Þarna ákvað ég að taka ekki mark á 'höfnun' þinni á umsókninni. Skil ekki hvernig þú getur ætlast til að ég taki mark á þínum álitum og fyrirskipunum ef þú getur ekki tekið mark á mínum orðum og skoðunum.
Jújú, afsakaðu það. Mér fannst þetta bara svo ótrúlegt, vegna fyrrgreindra atriði, en svo kom í ljós að við höfðum bara aðrar skoðanir um það hvað „stjórnandi“ væri. En þessir punktar sem ég hef komið með á þesum þræði standa enn, og hefði ég gaman af því að heyra álit þitt á þeim öllum.
Og reyndar finnst mér nú það versta við að rífast við þig að þú velur að svara bara sumum af mínum svörum(í jólagjafaþráðnum þurfti ég að gera lista af „ósvöruðum svörum“),
goldfinger skrifaði:...að setja svona eins og þú Mezzup gerðir með uppfærslu þráðinn...
Hmm, ertu ekki að rugla mér við wice_man?
Sent: Þri 08. Mar 2005 23:26
af goldfinger
hehehe ups, veit ekki afhverju mig mynti að það hafi verið þú
Re: Umsókn um að verða stjórnandi
Sent: Þri 08. Mar 2005 23:56
af gnarr
CraZy skrifaði:gnarr skrifaði:kaktus skrifaði:p.s. ég kýs að túlka þetta sem grín
Jamm, ég held að við gerum það flestir.
jebb
quote í rangann mann
Sent: Mið 09. Mar 2005 08:21
af Emizter
Ehm.. :/ á þetta að vera djók eða, einhver sem tók yfir lyklaborðinu þínu til að láta þig koma illa út
?
Sent: Mið 09. Mar 2005 14:14
af Birkir
goldfinger skrifaði:ég er til dæmis með hugmynd, að setja svona eins og þú Mezzup gerðir með uppfærslu þráðinn, hvernig væri að setja inn Tölvuskjái, alveg hægt að hafa það í sérþræði þar sem úrvalið er mikið.
Það er kannski ekki best að flokka skjái eftir verði en líklega hægt að skipta þeim í nokkra "klassa" Þótt að flestir dýrustu skjáirnir væru þar en þá er líka hægt að fá marga góða skjái á góðu verði.
Ef það ætti að vera einhver hér á Vaktinni sem sæi um það þá held ég að skipio sé rétti maðurinn í það starf, hér með tilnefni ég hann í þetta!