Síða 1 af 1

Er ekkert að marka verðvaktina

Sent: Mið 26. Jan 2005 00:11
af Bergur
Mér hefur fundist ekkert að marka verðvaktina undanfarið, yfirleitt er hægt að finna lægri verð en það sem listað er sem lægst á vöru í það og það skiptið. T.d. núna er lægst verð á x800 xt sagt ver kr. 49.900,- hjá Start.is en þetta kort kostar nú kr. 43.225,- á tölvuvirkni.net. Munar næstum 7 þús. kalli eða ein 512mb kubbi...spáið í það :roll:

Sent: Mið 26. Jan 2005 01:40
af fallen
Spáðu í það að tölvuvirkni er ekki með verðin sín inni á verðvaktini

Re: Er ekkert að marka verðvaktina

Sent: Mið 26. Jan 2005 11:01
af hahallur
Bergur skrifaði:Mér hefur fundist ekkert að marka verðvaktina undanfarið, yfirleitt er hægt að finna lægri verð en það sem listað er sem lægst á vöru í það og það skiptið. T.d. núna er lægst verð á x800 xt sagt ver kr. 49.900,- hjá Start.is en þetta kort kostar nú kr. 43.225,- á tölvuvirkni.net. Munar næstum 7 þús. kalli eða ein 512mb kubbi...spáið í það :roll:


Hættu þessu væli, Tölvuvirkni getur sjálfum sér um kennt.

Sent: Mið 26. Jan 2005 13:15
af Bergur
fallen skrifaði:Spáðu í það að tölvuvirkni er ekki með verðin sín inni á verðvaktini


Bíddu... er þetta ekki verðvaktin ??? Það er nú ekki mikið að marka þetta ef við höfum ekki lægstu verðin þarna inni. Er þá ekki alveg eins hægt að sleppa þessu? Ég stóð í þeirri meiningu að stjórnendur síðunnar myndu vakta verðin og færa inn upplýsingar um lægstu verð á hverjum tíma ef búðirnar gerðu það ekki sjálfkrafa, það var allavega meiningin til þess að byrja með. Menn ætti kannski að athuga að breyta nafninu á síðunni í verðupplýsingar.is.. :?

Sent: Mið 26. Jan 2005 13:19
af hahallur
Eiga semsagt menn sem fá ekki borgað fyrir,
að skoða verðlista hjá örðum tölvuverlsunum,
færa það inná síðu sem mjög margir skoða og er frábær auglýsing (sem er "FRÍ") því þeir nenna því ekki sjálfir.

Sent: Mið 26. Jan 2005 13:33
af gnarr
Bergur: Vaktin.is er rekin sem áhugamál, ekki sem vinna. þótt tölvuvirkni gaurarnir séu of latir til að uppfæra verðin sín, þá er það ekki okkur að kenna.

Sent: Mið 26. Jan 2005 23:41
af Bergur
gnarr skrifaði:Bergur: Vaktin.is er rekin sem áhugamál, ekki sem vinna. þótt tölvuvirkni gaurarnir séu of latir til að uppfæra verðin sín, þá er það ekki okkur að kenna.


ER þá ekki eins gott að sleppa þessu, þetta eru bara Att og Start. Ég sakna þess allavega þegar allar búðir voru uppfærðar á mánudagskvöldum á 2ja vikna fresti, maður beið spenntur í hvert skipti.

Sent: Fim 27. Jan 2005 08:06
af gnarr
að fylgjast með verðunum er enþá áhugamál hjá okkur, en að skoða verðlistana hjá hverri einustu búð (reyndu að finna skjákort.. eða kanski 200GB harðann disk hjá EJS) og finna lægstu verðin á 2 vikna fresti er ekki beint skemmtilegasti hlutur sem er til.

eins og þú hefur tekið eftir, þá er vaktin.is ekkert annað en RISA stór frý auglýsing, sem að býðst öllum tölvubúðum á íslandi. það eru greinilega ekki allar búðirnar sem vilja að fólk komist að því hvað þeir eru ódýrir.

Sent: Sun 13. Mar 2005 22:19
af gakera
Humm, ég hefði haldið að þær netverslanir sem telja mætti sem verðugar sæu sóma sinn í því að halda úti RSS verðlista sem síðan væri auðvelt að lesa inn í forsíðuna hérna.
Þeir sem um þær sjá eru ef til vill of latir til að læra RSS en ef þessir listar væru til staðar væri Verðvaktin algerlega sjálfvirk, eða eins nálægt því og hægt er að komast.
Ég spái því að ef þetta verður einhverntíman tekið upp verði start.is fyrstir til.

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:58
af Zkari
Er einhver búinn að spurja Tölvuvirkni afhverju þeir eru ekki með verðin sín inná?

Sent: Mán 14. Mar 2005 10:21
af CraZy
svo er náttúrulega þessi þráður: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=7115 sem mér fynst bara miklu snidugri en verðvaktin sjálf

Sent: Mán 14. Mar 2005 11:44
af hahallur
Já það er spurning

Að hafa hann bara fremmst....en það er náttúrulega ekki allveg rétt því að þá eru menn á sína hluti sem í þessu tilfelli Wice Man finnst sniðugir og á góðu verði.

Þetta væri allveg hægt ef að 3 menn hérna á vaktinni ræddu þetta og komust að niðurstöðu.

Sent: Mán 14. Mar 2005 18:19
af MezzUp
Það eru miklar breytingar í gerjum, bíðið spennt

Sent: Mán 14. Mar 2005 18:35
af vldimir
I'm so excited, I just can't hide it!

Sent: Mán 14. Mar 2005 21:41
af CraZy
vldimir skrifaði:I'm so excited, I just can't hide it!

word

Sent: Þri 15. Mar 2005 18:45
af goldfinger
CraZy skrifaði:
vldimir skrifaði:I'm so excited, I just can't hide it!

word


Make it 2

Sent: Fim 17. Mar 2005 23:10
af gnarr
jæja.. það var aðeins verið að uppfæra verðvaktina.

more to come.