Svakalega er hann mikið nutcase hann Stallman! Ýmislegt áhugavert hjá honum auðvitað en maður sér alveg að markmiðið hjá honum er ekki að búa til gott stýrikerfi og annan hugbúnað sem allir geta notað og breytt að vild heldur er GNU í raun aðeins leið að öðru markmiði hjá honum sem er ákveðin þjóðfélagsbreyting.
Allavega er ég svakalega feginn að það er svona pragmatískur norðurlandabúi, Linus Torvalds, sem er persónugervingur Linux en ekki Richard Stallman.
Eins fannst mér fáránlegt hversu mikla aðdáun fólk í salnum hafði á Stallman. Þetta minnti mig eiginlega á flokksþing Repúblíkana í BNA sl. sumar. Langverst þegar hann sagðist myndu bjarga öllum frá drukknum nema honum vini okkar GWB og allir klöppuðu vel og innilega. Er ekki í lagi með fólk??? Nú er ég enginn aðdáandi Bush en að segja þetta er eins ósmekklegt og mögulegt er - og að klappa fyrir því er jafn ósmekklegt! Er nokkur furða að það vilji fáir taka þennan mann alvarlega þrátt fyrir að hann sé með ýmsar ágætar hugmyndir?! (Ekki um t.d. tónlistina þó, allt sem hann sagði um tónlistariðnaðinn hefur verið nefnt áður og betur af öðrum.)
Og ég er líka virkilega ósammála því (eins og margir aðrir) að GNU/Linux sé eitthvað betra en bara Linux. Auðvitað er leiðinlegt að Stallman skuli ekki fá heiðurinn af GNU-kerfinu sem hann á með réttu skilið en hinsvegar er voðalega margt sem mælir frekar með því að kalla Linux bara Linux. Ég ætla svosem ekkert að fara nánar út í það hér en bendi á ágæta
grein um málið í Wikipedia.
En maður virðir það auðvitað við hann að hafa komið því þrekvirki sem GNU er, af stað! Og auðvitað Emacs ... en ég nota samt frekar Vi hans Bill Joy (reyndar Vim).
Og svo er hann auðvitað frábær
söngvari.