Síða 1 af 1
Endurbættar reglur
Sent: Fim 30. Des 2004 21:57
af gumol
Það eru komnar nýjar endurbættar reglur fyrir spjallið:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=6900
Vonandi gerir þetta reglurnar einfaldari og auðveldara að bæði lesa þær og fara eftir þeim. Þessar reglur eru ekki gerðar gegn ykkur, þær eru fyrir ykkur svo Vaktin verði áfram góður staður fyrir okkur sem höfum brennandi áhuga á tölvum.
Þetta er að mestu leiti gömlu reglurnar smávegis endurbættar en þó er búið að bæta nokkrum við.
Við munum reyna að koma þessum reglum betur á framfæri á næstu dögum. Það kemur t.d. til greina að send þær til allra notenda í tölvupósti og að tengja þær við skráningarkerfið þannig að
allir lesi þær.
Vonandi hefur þetta ár verið gott hjá ykkur og megi næsta ár vera ennþá betra.
Guðmundur / gumol
Sent: Fös 31. Des 2004 02:55
af MezzUp
Glæsilegt! Bæði vel orðað og vel uppsett
Sent: Fös 31. Des 2004 03:10
af Cascade
Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.
Já rólegur..
Þú ert sjálfur með stafsetningarvillu í þessum þræði.
"nýar"
Ert þú yfir þessar reglur hafinn ?
Sent: Fös 31. Des 2004 04:24
af MezzUp
Cascade skrifaði:Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.
Já rólegur..
Þú ert sjálfur með stafsetningarvillu í þessum þræði.
"nýar"
Ert þú yfir þessar reglur hafinn ?
(*teluppá10íhuganum*) úff, það sem ég hefði getað rantað á þig..........
Ég lagaði þessa villu, vonandi að þú hafir ekki misst svefn útaf þessu
Sent: Fös 31. Des 2004 04:35
af Cascade
Ehh ?
Hvað hefðiru getað "rantað" upp á mig?
Annars er þetta orðið fáránlegt hvernig þið hagið ykkur varðandi stafsetningu hjá fólki hér á bæ.
Þetta var einungis gert til að benda á fáránlega þess að þurfa að skrifa 100% rétta stafsetningu.
Ég skil manna best að það getur verið leiðinlegt að lesa illa uppsettan texta með mikið af stafsetningarvillum, en þið hafið gengið of langt að mínu mati.
Textinn þarf fyrst og fremst að vera skiljanlegur, það er númer eitt, tvö og þrjú..
Í stuttu máli, ef textinn er vel skiljanlegur, þá er óþarfi að benda á stafsetningarvillur hjá fólki.
Sent: Fös 31. Des 2004 05:11
af gumol
Cascade skrifaði:Ehh ?
Hvað hefðiru getað "rantað" upp á mig?
Annars er þetta orðið fáránlegt hvernig þið hagið ykkur varðandi stafsetningu hjá fólki hér á bæ.
Þetta var einungis gert til að benda á fáránlega þess að þurfa að skrifa 100% rétta stafsetningu.
Ég skil manna best að það getur verið leiðinlegt að lesa illa uppsettan texta með mikið af stafsetningarvillum, en þið hafið gengið of langt að mínu mati.
Textinn þarf fyrst og fremst að vera skiljanlegur, það er númer eitt, tvö og þrjú..
Í stuttu máli, ef textinn er vel skiljanlegur, þá er óþarfi að benda á stafsetningarvillur hjá fólki.
Það er alveg hárrétt hjá þér að það væri alltof langt gegnið ef við hefðum sett í reglurnar að það væri "bannað" að hafa stafsetningarvillur og að bréf með svoleiðis fengu að fjúka.
En reglurnar segja að maður eigi að
vanda stafsetningu en ekki að ef maður skrifi örfá orð vitlaus þá skuli maður éta það sem úti frýs. Ein stafsetningarvilla þýðir ekki að ég hafi ekki vanda stafsetninguna, sérstaklega afþví hún er í orði sem er mjög auðvelt að gera villu í.
Annars var gott að þú gerðir athugasemd við þetta svo enginn misskilji þessa reglu, en þú hefðir mátt sleppa skítkastinu.
Sent: Fös 31. Des 2004 05:31
af Cascade
Bara pæling.
Þeir sem eru ekki góðir í stafsetningu skrifa orðin eins og þeir segja þau.
Þegar þú segir "nýja" þá heyrist greinilega þetta "j" hljóð.
Þannig það er ekki erfitt að skrifa þetta orð. (þ.e.a.s. hvort það eigi að vera "j" eður ei)
Hins vegar kemur smá trikk þegar rita á "nýi"
En þar, en á ný, heyrist þetta "j" hljóð en eigi skal rita "j".
Hví? Því það er regla sem segir nokkurn vegin: Eigi skal rita "j" á undan "i" þegar "j" er ekki í stofni orðins.
Stofn orðins er: "ný"
Ekkert "j" þar, því á ekki að vera "j" í "nýi"
En að sleppa "j" í "nýja" er kjánalegt.
Ekki taka þessu persónulega, ég er þreyttur, svefngalsi eða e-ð
BARA SKEMMTILEG KALDHÆÐNI AÐ KOMA MEÐ ÞESSAR REGLUR OG HAFA STAFSETNINGUNA EKKI RÉTTA Í LEIÐINNI
Sent: Fös 31. Des 2004 05:47
af gumol
Cascade skrifaði:...Því það er regla sem segir nokkurn vegin: Eigi skal rita "j" á undan "i" þegar "j" er ekki í stofni orðins.
Stofn orðins er: "ný"
Ekkert "j" þar, því á ekki að vera "j" í "nýi"
En að sleppa "j" í "nýja" er kjánalegt. ...
Já úff. Að ég skuli ekki hafa verið að hugsa um þessa reglu þegar ég skrifaði þetta bréf.
Stafsetning er bara eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman gert tilraun til að læra. Hún er full af svokölluðum reglum sem standast svo ekki í öllum tilvikum. Undantekningarnar sem sanna regluna eins og íslenskukennarinn minn kallaði þær alltaf þótt undantekningarnar afsanni hana í raun og veru.
Ég skrifa samt lang flest orðin rétt þótt ég geti ekki náð meira en 6 á stafsetningarprófi í skóla.
Edit: Þetta joð hljóð sem þú ert að tala um að sé svo greinilegt er akkurat sama joð hljóðið og heyrist í orðinu rétt, pétur o.s.frv. Ég (ekki Jég) giska á að það sé einni reglunni að kenna sem segir eitthvað á þá leið að "eigi skuli rita j á undan é"
Sent: Fös 31. Des 2004 05:51
af Cascade
.
Sent: Fös 31. Des 2004 05:58
af gumol
Cascade skrifaði:Alveg ískyggilega voveiflegt ÞOKKALEGA
Ég get nú ekki tekið undir það
Ég var aðeins of seinn að breyta:
gumol skrifaði:Edit: Þetta joð hljóð sem þú ert að tala um að sé svo greinilegt er akkurat sama joð hljóðið og heyrist í orðinu rétt, pétur o.s.frv. Ég (ekki Jég) giska á að það sé einni reglunni að kenna sem segir eitthvað á þá leið að "eigi skuli rita j á undan é"
Sent: Fös 31. Des 2004 10:09
af Cascade
gumol.. býst sterklega við að ástæða að það sé ekki joð í Pétur né ég sé einfaldlega að það er ekki j í stofni þeirra.
Óþarfi að kafa dýpra en það.
Sent: Fös 31. Des 2004 10:33
af gumol
Það er líka joð framburður í stofninum á þessum orðum svo ég sé ekki alveg hvernig það hjálpar mér
Sent: Fös 31. Des 2004 10:36
af Cascade
Átt bara að vita hvernig stofninn á þessum orðum er ritaður
Ekkert flóknara en það
Sent: Fös 31. Des 2004 12:15
af so
Vel gert og þarfur þráður gumol.
Það er ekki vanþörf á að menn vandi uppsetningu á bréfum sem send eru inn og reyni af
fremsta megni að hafa stafsetninguna rétta. Menn geta alveg notað eitthvað MSN/SMS málfar þegar þeir eru að spjalla við vini sína í lokuðu kerfi, en þegar menn setja inn póst á vaktina þar sem verið er að biðja alla um aðstoð er alveg nauðsynlegt að uppsetning sér góð, nægar upplýsingar gefnar og málfar vandað.
Cascade skrifaði:
Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.
Já rólegur..
Þú ert sjálfur með stafsetningarvillu í þessum þræði.
"nýar"
Ert þú yfir þessar reglur hafinn ?
Hér stendur ekki að þræði verði læst/eytt ef er ein stafsetningarvilla heldur ef bréf eru illa gerð og þar er mikill munur á!
Bréf getur verið mjög vel gert þó þar sé ein villa og að sama skapi getur bréf verið mjög illa gert og jafnvel óskiljanlegt þó þar sé engin stafsetningarvilla.
Þessi innkoma hjá Cascade fannst mér fremur ómakleg því ég held að menn geti nú verið sammála um að þetta bréf er vel upp sett og skiljanlegt eins og jafnan frá gumol.
Sent: Fös 31. Des 2004 12:18
af skipio
Stafsetningarreglur eru nefnilega ekki reglur per se heldur miklu frekar tilraun til að lýsa málinu á kerfisbundinn hátt. Þær eru nálgun, líkt og Afstæðiskenningin er nálgun á það hvernig alheimurinn hegðar sér.
Fyrst kom málið, svo reglurnar - ekki öfugt! Þessvegna geta stafsetningarreglur aldrei verið réttar í öllum tilfellum.
En það þýðir ekki að við eigum ekki að fara eftir þeim - reglurnar eru einmitt gerðar til að einfalda tungumálið og auðvelda samskipti. (Staðlar í samskiptum eru alltaf góðir eins og allir tölvunerðir eiga að vita.)
Annars er nýar gamall ritháttur (en ekki fallegur) og dæmi um hann í ekki ómerkari ritum en Alþingistíðindum og Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
Sent: Fös 31. Des 2004 12:50
af MezzUp
Cascade skrifaði:gumol skrifaði:Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.
Já rólegur..
Þú ert sjálfur með stafsetningarvillu í þessum þræði.
"nýar"
Ert þú yfir þessar reglur hafinn ?
Neinei, hvernig datt þér í hug að hann væri yfir þessar reglur hafinn? Hann hefur nú greinilega tekið sér tíma og vandað sig, og sendi hann þetta m.a. á mig á MSN og bað mig um að fara yfir afþví að hann var ekki búinn að setja upp spellchecker í tölvunni. Og svo stendur þarna í reglunum „
Bréf sem eru illa gerð verður breytt“ og það er ákkúrat þar sem var gert, þótt að flestir geti nú verið sammála um að bréfið í heild hafi ekki verið illa gert.
Cascade skrifaði:Annars er þetta orðið fáránlegt hvernig þið hagið ykkur varðandi stafsetningu hjá fólki hér á bæ.
Þetta var einungis gert til að benda á fáránlega þess að þurfa að skrifa 100% rétta stafsetningu.
Þá má vel vera að við séum farnir að haga okkur asnalega varðandi stafsetningu, en ef mig minnir rétt þá hefur gumol verið lítið eða ekkert að því og því óþarfi að „ráðast“ á hann fyrir þursaskap í öðrum. Svo finnst mér nú að menn megi benda á stafsetningarvillur annarra, ef ekki til annars en að fræða.
Cascade skrifaði:Ég skil manna best að það getur verið leiðinlegt að lesa illa uppsettan texta með mikið af stafsetningarvillum, en þið hafið gengið of langt að mínu mati.
Textinn þarf fyrst og fremst að vera skiljanlegur, það er númer eitt, tvö og þrjú..
Í stuttu máli, ef textinn er vel skiljanlegur, þá er óþarfi að benda á stafsetningarvillur hjá fólki.
Ákkúrat það sem reglurnar eiga að stuðla að. Ég held að við getum verið sammála um að
þettta og þá sérstaklega
þetta sé ekki nógu gott.
so skrifaði:Þessi innkoma hjá Cascade fannst mér fremur ómakleg því ég held að menn geti nú verið sammála um að þetta bréf er vel upp sett og skiljanlegt eins og jafnan frá gumol.
Nákvæmlega. Síðan finnst mér einmitt að það megi fyrirgefa mönnum jafnvel þónokkrar stafsetningar-/málfarsvillur ef að þeir leggja það ekki í vana sinna að skrifa lélega pósta.
skipio skrifaði:Annars er nýar gamall ritháttur (en ekki fallegur) og dæmi um hann í ekki ómerkari ritum en Alþingistíðindum og Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
gumol vissi það auðvitað var bara að athuga hvort einhver myndi taka eftir því
ps. þú baðst um þetta
Cascade skrifaði:Hvað hefðiru getað "rantað" upp á mig?
Sent: Fös 31. Des 2004 14:17
af Stutturdreki
MezzUp skrifaði:Cascade skrifaði:Ég skil manna best að það getur verið leiðinlegt að lesa illa uppsettan texta með mikið af stafsetningarvillum, en þið hafið gengið of langt að mínu mati.
Textinn þarf fyrst og fremst að vera skiljanlegur, það er númer eitt, tvö og þrjú..
Í stuttu máli, ef textinn er vel skiljanlegur, þá er óþarfi að benda á stafsetningarvillur hjá fólki.
Ákkúrat það sem reglurnar eiga að stuðla að. Ég held að við getum verið sammála um að
þettta og þá sérstaklega
þetta sé ekki nógu gott.
Það eru bara tvö t í þetta ..
En anyroad:
gumol skrifaði:1. gr.
Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.
Er ekki bara verið að benda fólki á að ef það skrifar ekki skiljanlegan póst þá fær það engin svör?
Sent: Fös 31. Des 2004 16:25
af Cascade
Hmm,
Hún er "ný"
Svo að sjálfssögðu veistu að það er ekki: Hún er "nýj"
Svo það ætti ekki að vera vandamál
Sent: Fös 31. Des 2004 16:28
af ParaNoiD
voðalega getið þið röflað
Sent: Fös 31. Des 2004 16:32
af skipio
Stutturdreki skrifaði:Það eru bara tvö t í þetta ..
Það er svo allt morandi í stafsetningar- og málfræðivillum hjá vökturum, og já líka Mezzup, að maður nennir svo til aldrei að benda á þær. Helst að þær séu pínlegastar þegar verið er að leiðrétta villur hjá öðrum eins og er í nokkrum bréfum á þessum þræði.
En þetta er auðvitað ekki spurning um að skrifa hinn fullkomna póst - miklu frekar að vanda sig pínu ponsu og lesa allavega einu sinni yfir bréfin sem maður skrifar. Bara svona af virðingu við þá sem þurfa að lesa þau.
E.S. En ég vil hinsvegar nota tækifærið og hrósa Mezzup fyrir að hafa lært að gera íslenskar gæsalappir. Góður!
Fleiri vaktarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar.
Alt-0132 fyrir
„ og
Alt-0147 fyrir
“. Voða einfalt afþví 1, 3 og 2 eru í sömu línu og 1,4 og 7 eru sömuleiðis í sömu línu.
Sent: Fös 31. Des 2004 16:33
af skipio
ParaNoiD skrifaði:voðalega getið þið röflað
ParaNoiD, ekki gleyma punktinum í lok setningar.
Sent: Fös 31. Des 2004 17:16
af MezzUp
skipio skrifaði:En þetta er auðvitað ekki spurning um að skrifa hinn fullkomna póst - miklu frekar að vanda sig pínu ponsu og lesa allavega einu sinni yfir bréfin sem maður skrifar.
Stalst orðunum af vörum mínum
skipio skrifaði:E.S. En ég vil hinsvegar nota tækifærið og hrósa Mezzup fyrir að hafa lært að gera íslenskar gæsalappir. Góður!
Fleiri vaktarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar.
Alt-0132 fyrir
„ og
Alt-0147 fyrir
“. Voða einfalt afþví 1, 3 og 2 eru í sömu línu og 1,4 og 7 eru sömuleiðis í sömu línu.
Þakka
Ætlaði nú fyrst bara að nota þetta þegar ég væri að leiðrétta menn eða álíka, en var svo líka farinn að nota þetta á MSN og allstaðar
Sent: Lau 01. Jan 2005 02:17
af Cascade
Rólegir á að fara í vörn strákar, eitthvað viðkvæmt?
Málið var að ég var kominn með ógeð að því hversu mikið þið þurftuð að leiðrétta alla.
Og að gera stafsetningarvillu í svona þræði er fyndin kaldhæðni.