Síða 1 af 1
Tillaga fyrir vaktina
Sent: Sun 26. Des 2004 22:02
af zaiLex
Mér finnst vanta á vaktina að maður sjái þegar ný skilaboð (pm) hafa borist til manns eins og er á huga. Þá þarf maður ekki alltaf að kíkja í skilaboðaskjóðuna heldur stendur bara t.d. "1 ný skilaboð" þegar það er eitt ólesið skilaboð þarna.
Eða er ég barað bulla og þetta er nú þegar til staðar ? Því í prófílnum er hægt að stilla "Láta vita þegar ný Persónuleg Skilaboð berast" ég er með það á "Já" samt tek ég ekki eftir neinni tilkynningu þegar ég fæ ný skilaboð.
Sent: Sun 26. Des 2004 22:08
af MezzUp
"Láta vita þegar ný Persónuleg Skilaboð berast" ætti að senda e-mail á þig.
Svo var þetta nú einsog á Hugi, þ.e. fjöldi ólesinna skilaboða birtist fyrir aftan í sviga, en það virðist ekki vera að virka með þessu þema.
Annars er ég bara með merkt í "Birta nýjann glugga þegar ný Persónuleg Skilaboð berast" og þá kemur svona lítill popup gluggi þegar maður er búinn að fá skilaboð
Sent: Sun 26. Des 2004 22:11
af zaiLex
Já ég er líka með hakað í það en það gerir ekki neitt, á maður að hafa þema í vaktinV2?
Sent: Sun 26. Des 2004 23:42
af MezzUp
Sé nú engan mun á þeim, en ég er með valið 'Vaktin'
Gæti ekki verið að þú sést með einhvern popup blocker? (FireFox?)
Sent: Mán 27. Des 2004 13:51
af zaiLex
Já er að nota firefox, ég læt þá vaktina bara í allowed sites þá ætti þetta að vera komið takk
Sent: Mán 27. Des 2004 14:39
af MezzUp
zaiLex skrifaði:Já er að nota firefox, ég læt þá vaktina bara í allowed sites þá ætti þetta að vera komið takk
Jamm, myndi prófa það. Annars læturðu bara vita