Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.
Sent: Sun 22. Feb 2015 13:42
Fallið hefur verið frá þeirri snilldarhugmynd að banna verðlöggur!
Verðlöggur eru leyfðar áfram en með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Frekari reglur verða útfærðar bráðlega en búast má við einhverju í líkingu við þetta:
"Dud, þetta verð er alltof hátt" = Engin rökstuðningur, Aðvörun
"GAUR ERTU HÁLFVITI ÞETTA VERÐ ER BARA STEIK" = Bann
"Mig langar vinsamlega að benda á að sama vara (eða sambærileg) fæst ný hér fyrir þetta verð: *Insert link*" = Samþykkt
Ég hef ákveðið að skipta aðeins um stefnu í garð „verðlögga“. Héðan í frá verður ekki leyfilegt fyrir þriðja aðila að skipta sér af verðlagningu seljanda nema seljandi óski sérstaklega eftir verðmati. Brot á þessari reglu mun varða brottvísun af spjallborði vaktin.is í sólarhring.
Með öðrum orðum, verðlöggur eru ekki leyfðar nema áliti þeirra sé sérstaklega óskað af seljanda.
Það er mín trú að samfélagið okkar verði betri staður fái fólk fær að stunda sín viðskipti í friði frá óumbeðnum álitsgjöfum, sem oftar en ekki snúa söluþráðum upp í neikvæða umræðu sem gagnast engum, hvorki seljanda né samfélaginu í heild sinni. Eftirspurn og framboð á að stjórna verði, en ekki persónulegt mat þriðja aðila.
Hinsvegar er mönnum auðvitað frjálst að senda persónuleg skilaboð til seljanda með vinsamlegri ábendingu um að verðið kunni e.t.v. að vera of hátt, og reyndar hvet ég til þess að verðlöggur geri það framvegis ef þeim finnst illa að væntanlegum kaupendum vegið. En munið að kurteisi kostar ekki neitt.
Með vonir um áframhaldandi gott samstarf fyrir hönd vaktin.is, GuðjónR.
rules#sala9
Verðlöggur eru leyfðar áfram en með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Frekari reglur verða útfærðar bráðlega en búast má við einhverju í líkingu við þetta:
"Dud, þetta verð er alltof hátt" = Engin rökstuðningur, Aðvörun
"GAUR ERTU HÁLFVITI ÞETTA VERÐ ER BARA STEIK" = Bann
"Mig langar vinsamlega að benda á að sama vara (eða sambærileg) fæst ný hér fyrir þetta verð: *Insert link*" = Samþykkt
Ég hef ákveðið að skipta aðeins um stefnu í garð „verðlögga“. Héðan í frá verður ekki leyfilegt fyrir þriðja aðila að skipta sér af verðlagningu seljanda nema seljandi óski sérstaklega eftir verðmati. Brot á þessari reglu mun varða brottvísun af spjallborði vaktin.is í sólarhring.
Með öðrum orðum, verðlöggur eru ekki leyfðar nema áliti þeirra sé sérstaklega óskað af seljanda.
Það er mín trú að samfélagið okkar verði betri staður fái fólk fær að stunda sín viðskipti í friði frá óumbeðnum álitsgjöfum, sem oftar en ekki snúa söluþráðum upp í neikvæða umræðu sem gagnast engum, hvorki seljanda né samfélaginu í heild sinni. Eftirspurn og framboð á að stjórna verði, en ekki persónulegt mat þriðja aðila.
Hinsvegar er mönnum auðvitað frjálst að senda persónuleg skilaboð til seljanda með vinsamlegri ábendingu um að verðið kunni e.t.v. að vera of hátt, og reyndar hvet ég til þess að verðlöggur geri það framvegis ef þeim finnst illa að væntanlegum kaupendum vegið. En munið að kurteisi kostar ekki neitt.
Með vonir um áframhaldandi gott samstarf fyrir hönd vaktin.is, GuðjónR.
rules#sala9