Síða 1 af 4
Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:45
af GuðjónR
Komið hefur til tals meðal nokkurra stjórnenda um hvort ágæti verðlöggunnar sé eins gott og við héldum, hvort verðlöggur væru nokkuð að hafa skaðleg áhrif á ímynd Vaktin.is út á við með því að snúa söluþráðum upp í neikvæða umræðu.
Frekar en að taka þann pólinn að gera þetta stóra stefnubreytingu að ykkur forspurðum, þá hafið þið hér með tækifæri til að segja ykkar álit á þessu með því að kjósa, Já eða Nei við Verðlöggur
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:50
af MatroX
ef það eru engar verðlöggur þá eiga verðin bara eftir að hækka og vera mega unfair fyrir alla
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:53
af Viktor
Vill vaktin vera eins og Bland.is?
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:55
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Vill vaktin vera eins og Bland.is?
Vaktin vill hlusta á ykkur og fara eftir því sem þið viljið, þess vegna er þessu könnun gerð.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:55
af kiddi
MatroX skrifaði:ef það eru engar verðlöggur þá eiga verðin bara eftir að hækka og vera mega unfair fyrir alla
Hvað hefurðu fyrir þér í því? Af hverju má markaðurinn ekki vera frjáls og mönnum frjálst að auglýsa það verð sem þeim sýnist? Hvað ef menn setja aðeins hærra verð því þeir vita að þeir verða prúttaðir niður og eru tilbúnir að sætta sig við lægra verð? Af hverju þarf einhver John Doe að eiga rétt á því að mæta á þráðinn og míga yfir hann allan með dónaskap og hroka, eins og þú gerir reyndar frekar oft Matrox?
Markaðurinn sér um sig sjálfur, sölur sjá um sig sjálfar. Menn sem stunda vaktin.is eru með frábæra verðvitund og geta alveg séð um sig sjálfir, það þarf ekki sjálfsskipaða snillinga til að koma og vera með dónaskap. Allsstaðar erlendis eru verðlöggur stranglega bannaðar og meira að segja eitt stærsta nördaforum heims, Hard Forum, hefur þetta að segja um verðlöggur:
(18) No THREAD CRAPPING. It is rude and will not be tolerated. If you have an issue with the price, the seller or the conditions of the sale, contact the seller directly, do not post it in the thread.
Þeir kalla þetta þráðaskít, sem er nákvæmlega það sem þetta er. Ég er einn af upprunalegu stofnendum vaktin.is og ég skal viðurkenna að ég var meðfylgjandi þessari stefnu fyrst meðan ég stóð að rekstri vefsins, en eftir því sem aldurinn hefur færst yfir mig og reynsla af erlendum spjallborðum aukist til muna þá hef ég tekið u-beygju varðandi þetta málefni og finnst þetta orðið gjörsamlega ólíðandi í dag, sérstaklega þegar menn eru óþarflega dónalegir og hrokafullir í afskiptasemi sinni, því eina sem þetta gerir í raun og veru er að snúa söluþráðum upp í neikvæða umræðu sem hefur skaðleg áhrif á allt og alla sem að þessu koma.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:57
af Tesy
Það sem gerir vaktin.is betra en bland eru verðlöggur að mínu mati..
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 20:58
af Hrotti
Verðlöggurnar eru helsta ástæða þess að maður verslar hluti hérna og vísar vinum og kunningjum á þessa síðu þegar að þeim vantar eitthvað.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:01
af I-JohnMatrix-I
algjörlega sammála mönnunum hér á undan. Verðlöggur eru mikilvægar fyrir þessa síðu, hinsvegar mættu sumir vera vinsamlegri. Óþolandi þegar verðlöggur eru með hroka og leiðindi en bara flott mál ef þeir benda vinsamlega á að verðið hjá viðkomandi er of hátt.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:04
af Hrotti
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:09
af MatroX
kiddi skrifaði:MatroX skrifaði:ef það eru engar verðlöggur þá eiga verðin bara eftir að hækka og vera mega unfair fyrir alla
Hvað hefurðu fyrir þér í því? Af hverju má markaðurinn ekki vera frjáls og mönnum frjálst að auglýsa það verð sem þeim sýnist? Hvað ef menn setja aðeins hærra verð því þeir vita að þeir verða prúttaðir niður og eru tilbúnir að sætta sig við lægra verð? Af hverju þarf einhver John Doe að eiga rétt á því að mæta á þráðinn og míga yfir hann allan með dónaskap og hroka, eins og þú gerir reyndar frekar oft Matrox?
Markaðurinn sér um sig sjálfur, sölur sjá um sig sjálfar. Menn sem stunda vaktin.is eru með frábæra verðvitund og geta alveg séð um sig sjálfir, það þarf ekki sjálfsskipaða snillinga til að koma og vera með dónaskap. Allsstaðar erlendis eru verðlöggur stranglega bannaðar og meira að segja eitt stærsta nördaforum heims, Hard Forum, hefur þetta að segja um verðlöggur:
(18) No THREAD CRAPPING. It is rude and will not be tolerated. If you have an issue with the price, the seller or the conditions of the sale, contact the seller directly, do not post it in the thread.
Þeir kalla þetta þráðaskít, sem er nákvæmlega það sem þetta er. Ég er einn af upprunalegu stofnendum vaktin.is og ég skal viðurkenna að ég var meðfylgjandi þessari stefnu fyrst meðan ég stóð að rekstri vefsins, en eftir því sem aldurinn hefur færst yfir mig og reynsla af erlendum spjallborðum aukist til muna þá hef ég tekið u-beygju varðandi þetta málefni og finnst þetta orðið gjörsamlega ólíðandi í dag, sérstaklega þegar menn eru óþarflega dónalegir og hrokafullir í afskiptasemi sinni, því eina sem þetta gerir í raun og veru er að snúa söluþráðum upp í neikvæða umræðu sem hefur skaðleg áhrif á allt og alla sem að þessu koma.
Þá er um að gera að banna verðlöggur og við förum að sjá 660ti vera að fara á næstum því 30þús og 3770k á 40þús ef þetta er virkilega það sem menn vilja, ef enginn nöldrar útaf verðinu þá mun það bara hækka og það er ekki eðlilegt, ég hef alltaf verið hataður hérna og mun áfram vera það af þeim sem ég komenta á verðin hjá en þeir sem kaupa vörurnar eru alltaf sáttir með mann útaf því að þeir voru ekki teknir í þurt rassgatið
svo eru líka alltaf plebbar sem væla í pm yfir því að maður sé að benda þeim á að verðlagning þeirra sé bara bull hóta manni öllu íllu og ég er nokkuð viss um að ein af ástæðunum að þú segir þetta sé útaf atviki áðan sem involvar "vin" þinn,
mér gæti ekki verið meira sama um skítinn sem maður fær fyrir það eina að benda fólki á legit punkta,
ef vaktin vill ekki enda eins og bland þá þurfa vera verðlöggur hérna og þeir sem eru ekki sáttir með það geta drullast til að svindla á fólki t.d á bland
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:12
af Ripparinn
Eru þær nokkuð með MP5? ef ekki þá styð ég verðlöggurnar !
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:17
af Squinchy
Ég tel verðlöggur til góðs en það er þó munur á því hvernig fólk kemur skilaboðunum til skila.
Einhver rammi varðandi gagríni á verðlag gæti verið fín tilraun, í staðinn fyrir að hrópa á fólk "Þetta er allt of dýrt hjá þér!" þá verði fólk að koma með rök fyrir því að verð sé of hátt, t.d. að benda á *0,7 viðmiðið góða og jafn vel posta link á samskonar vöru sem væri hagstæðari fyrir kaupanda að taka nýtt úr búð frekar en kaupa hér, þ.a.s ef það á við
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:18
af kiddi
Þá er um að gera að banna verðlöggur og við förum að sjá 660ti vera að fara á næstum því 30þús og 3770k á 40þús ef þetta er virkilega það sem menn vilja, ef enginn nöldrar útaf verðinu þá mun það bara hækka og það er ekki eðlilegt
Hvað með það? Hver segir að það eigi að vera lögmál sem öllum beri að fylgja varðandi endursölu á græjum? Af hverju tíðkast þetta hvergi annarsstaðar? Af hverju er þetta bannað, allsstaðar, annarsstaðar?
svo eru líka alltaf plebbar sem væla í pm yfir því að maður sé að benda þeim á að verðlagning þeirra sé bara bull hóta manni öllu íllu og ég er nokkuð viss um að ein af ástæðunum að þú segir þetta sé útaf atviki áðan sem involvar "vin" þinn,
Ókurteisin sem þú sýndir félaga mínum núna síðast var bara punkturinn sem fyllti mælinn eiginlega, ég er ekki aktívur á vaktin.is og hef ekki verið lengi en ég hef fylgst með lengi með öðru auganu og dáðst að því umburðarlyndi sem þínum dónaskap & afskiptasemi hefur verið sýndur. Þú ert dóni, hvernig þú kemur fram við fólk og talar við það, hér á vaktin.is. Það er alveg hægt að benda á að menn gætu lækkað verð án þess að sýna því dónaskap eða hroka.
Hversu margir, haldið þið að séuð þarna úti sem gerðu heiðarlega tilraun til að selja eitthvað á vaktin.is en voru hraktir burt með látum, og ætla aldrei að stíga fæti hingað inn aftur? Er samfélaginu gerður greiði þannig? Hvað ef ég á örgjörva sem ég vil fá 40þús fyrir, sem mér finnst sanngjarnt. Ég veit að ég verð prúttaður niður, sama hvaða verð ég set upp. Svo ég set upp 50þ. kr. verð á, svo ég verði prúttaður niður í það verð sem mér þykir sanngjarnt, enda ætti mér að vera það frjálst - þetta er minn örgjörvi. Ef einhverjum þarna úti finnst sanngjarnt að borga 50þús fyrir hann, af hverju má ég ekki njóta góðs af því? Hvers hjörtu er verið að brjóta? Og ef 50þ. kr. verð er of hátt, þá er það bara of hátt og ég sel hann ekki. Mitt tap, EKKI YKKAR.
Mér sýnist þessi könnun fara þvert á móti minni skoðun,
en mig langar að biðla til ykkar sem finnist þið knúnir til að skipta ykkur að málum annarra, að sýna virðingu og kurteisi, það er algjört lágmark.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:25
af MatroX
ef ég er dóni þá er það bara þannig en ég sýndi vini þínum engan dóna skap hérna er okkar samtal og gjörðu svo vel að benda mér hvar það sé dónaskapur þarna.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:28
af kiddi
Í fyrsta lagi ertu sennilega að brjóta persónuverndarlög með því að birta einkasamtal án samþykkis hins aðilans, plús þá er það dónalegt í sjálfu sér.
En hvað um það, félaginn er ekki kunnugur verðlögguapparatinu, enda tíðkast það hvergi nema hér. Hann póstar auglýsingu, fær frekar leiðinleg viðbrögð frá þér og biður þig um að fjarlægja textann þar sem þú ert augljóslega ekki að fara að versla af honum, sem mér finnst fullkomlega skiljanlegt. Hann biður svo um að fá að hringja í þig til að rökræða þetta væntanlega (honum finnst reyndar rosa gaman að rökræða, enda klár gaur).
Restin finnst mér segja sig sjálf bara, og segir meira um þig Matrox en hann vin minn.
(EDIT: Matrox birti skjáskot af samræðum sínum við umræddan aðila en fjarlægði þau þegar ég benti á að hann væri að brjóta persónuverndarlög)
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:35
af MatroX
kiddi skrifaði:Í fyrsta lagi ertu sennilega að brjóta persónuverndarlög með því að birta einkasamtal án samþykkis hins aðilans, plús þá er það dónalegt í sjálfu sér.
En hvað um það, félaginn er ekki kunnugur verðlögguapparatinu, enda tíðkast það hvergi nema hér. Hann póstar auglýsingu, fær frekar leiðinleg viðbrögð frá þér og biður þig um að fjarlægja textann þar sem þú ert augljóslega ekki að fara að versla af honum, sem mér finnst fullkomlega skiljanlegt. Hann biður svo um að fá að hringja í þig til að rökræða þetta væntanlega (honum finnst reyndar rosa gaman að rökræða, enda klár gaur).
Restin finnst mér segja sig sjálf bara, og segir meira um þig Matrox en hann vin minn Martein.
ég er ekki að fara gefa eitthverjum númerið mitt svo hann geti farið að rífast við mig í síma eða hvað veit ég komið heim til mín og lamið mig hahaha,
en það er gott að þetta séu viðbrögðin þín sem stjórnandi hérna sem mér finnst klárlega þú engan vegin eiga að vera og þau réttindi sem þú hefur, mér er alveg sama þótt þú sért einn af stofnendum eða hvað sem er en þú ert engann veginn hlutlaus og spilar þig sem lögguna, dómarann og fangelsismálastjóran
að vinur þinn segi að ég hafi ekki hundsvit á þessu og drullar svo yfir mig í framhaldi finnst mér að eigi að vera nóg fyrir bann þar sem að ég braut engar reglur hérna, ég hef verið bannaður fyrir að drulla svona yfir fólk hérna eins og hann gerði,
eina sem ég sagði var "verst að þú færð aldrei 100þús fyrir þetta þetta er max 60-70þús" þar sem að þetta er awesome pakki sem hann er að selja sem er nánast verðlaus í dag útaf hversu ódýr móðurborð og annað er í dag, helduru að ég hafi bara verið sáttur að fá 50þús fyrir örgjörva og móður borð sem er btw eins örri og þessi vinur þinn er með og mikið betra móðurborð bara útaf því að móðurborð eru búin að lækka svo í verði og 4690k kostar ekki rassgat í dag og er betri en 3770k nánast í öllu nema threaded vinnslu,
en það er gott að ég hafi ekki hundsvit á þessu eins og þessi vinur þinn segir.......
og auðvita fjarlægi ég allt ef það á við lög ég er ekki heimskur..... nenniru pls að hætta spila þig svona stóran kiddi flest allir hérna vita það að það sem að ég sagði við þennan gaur er 100% rétt og hann er að taka fólk í þurrt rassgatið ef hann myndi selja þetta á 100þús
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:35
af JohnnyRingo
Ég styð það alveg að hafa verðlöggur, sumir hafa bara ekki vit fyrir verði á hlutum, hinsvegar finnst mér oft vanta á kurteisi.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:44
af Tbot
Mundi segja að það sé stutt í endalokin þegar stjórnandi er farinn að skipta sér af atburðum sem snerta hann ekki nema því aðeins að redda vini.
Það sem hefur gert hér gæfumuninn á þessu spjallborði er að það eru aðilar sem benda á okur álagninu á notuðu dóti.
Ef mönnum líkar það ekki geta þeir reynt fyrir sér á bland og verði þeim að góðu í því bulli sem þar viðgengst.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:45
af kiddi
en það er gott að þetta séu viðbrögðin þín sem stjórnandi hérna sem mér finnst klárlega þú engan vegin eiga að vera og þau réttindi sem þú hefur, mér er alveg sama þótt þú sért einn af stofnendum eða hvað sem er en þú ert engann veginn hlutlaus og spilar þig sem lögguna, dómarann og fangelsismálastjóran
Ég hef aldrei misnotað mín réttindi og er ekki að fara að byrja á því núna.
að vinur þinn segi að ég hafi ekki hundsvit á þessu og drullar svo yfir mig í framhaldi finnst mér að eigi að vera nóg fyrir bann þar sem að ég braut engar reglur hérna, ég hef verið bannaður fyrir að drulla svona yfir fólk hérna eins og hann gerði,
Hann segir þetta í prívat skilaboðum, og er skiljanlega pirraður þar sem einhver gæji útí bæ er að reyna að skemma fyrir honum sölu, eitthvað sem honum þykir ekki normalt.
eina sem ég sagði var "verst að þú færð aldrei 100þús fyrir þetta þetta er max 60-70þús"
Hvað ef hann vildi raunverulega fá 70þ. fyrir, en setti hærra verð til að verða ekki prúttaður niður jafn grimmilega? Svo held ég að hann hafi raunverulega selt pakkann nær þessu verði en því uppsetta
Þetta er einmitt málið sem ég er að reyna að koma fram hérna, að fólki sé frjálst að verðleggja eins og því sýnist. Markaðurinn borgar það sem markaðurinn er tilbúinn að borga. Verð á vöru er samkomulag milli kaupanda og seljanda, ekki eitthvað sem áhorfendur ættu að skipta sér af. Sú gagnrýni verðlöggurnar beita setja oft neikvæða ímynd á seljandann og láta hann líta út sem einhvern okrara, sem fólk venjulega er ekki. Þetta hefur skaðleg áhrif fyrir rest, ekki jákvæð.
nenniru pls að hætta spila þig svona stóran kiddi flest allir hérna vita það að það sem að ég sagði við þennan gaur er 100% rétt og hann er að taka fólk í þurrt rassgatið ef hann myndi selja þetta á 100þús
Ég vissi ekki að ég væri að spila mig stóran, hélt ég væri að spila mig skynsaman?
PS. Ég myndi taka helmingi meira mark á þér Matrox, ef þú vandaðir orðavalið.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:46
af vesley
Er mjög sammála honum Kidda,
Dónaskapurinn í sumum á vaktinni er alveg ótrúlegur, allt í góðu að gefa fram tillögu (kurteisislega!) á verði ef það er alveg út úr korti, en ef þetta er nálægt viðmiði þá sé ég enga ástæðu fyrir því að kvarta yfir verðinu þar sem flestir leyfa sér nú að prútta aðeins verðið niður.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:48
af MatroX
mér er bara alveg sama hvað þér finnst púnktur, sérstaklega þar sem að þú ert bara að redda vini þínum með því að gera svakamál úr þessu. ég er í 100% rétti hérna sama hvað þér finnst um það, og eins og hann sagði sjálfur það þýddi ekkert að kvarta undan honum þar sem að hann þekkti stofnanda síðunar það segir mér allt......
og já btw, ef hann hefði bara vilja 70þús þá hefði hann geta sagt bara fast verð 70þús, sem er því miður ekki erfitt, alltaf þegar ég er að selja eitthvað og ég er ekki viss um hvað það á að fara á þá set ég bara eitthverja verðhugmynd og bíð verðlöggur mjög svo velkomnar að commenta á þetta...
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:54
af kiddi
MatroX skrifaði:mér er bara alveg sama hvað þér finnst púnktur, sérstaklega þar sem að þú ert bara að redda vini þínum með því að gera svakamál úr þessu.
Þetta er ekki alveg svo einfalt, þetta er bara kornið sem fyllti mælinn, það þarf ekki að skoða marga pósta hjá þér aftur í tímann til að sjá mörg sambærileg tilfelli. Ég get ekkert gert í þessu nema koma umræðu af stað, sem er að eiga sér stað núna. Vonandi leiðir það af sér að menn skipti sér minna af sölum annarra, og ef þeir verða að gera það á annað borð, verði kurteisari við það.
MatroX skrifaði:ég er í 100% rétti hérna sama hvað þér finnst um það, og eins og hann sagði sjálfur það þýddi ekkert að kvarta undan honum þar sem að hann þekkti stofnanda síðunar það segir mér allt......
Hann sagði þetta þegar þú varst nýbúinn að hóta honum með þessari setningu: Matrox: "ég nenni ekki svona bulli buinn að senda þetta allt á eiganda spjallsins vonandi að þú fáir bann"
MatroX skrifaði:og já btw, ef hann hefði bara vilja 70þús þá hefði hann geta sagt bara fast verð 70þús, sem er því miður ekki erfitt, alltaf þegar ég er að selja eitthvað og ég er ekki viss um hvað það á að fara á þá set ég bara eitthverja verðhugmynd og bíð verðlöggur mjög svo velkomnar að commenta á þetta...
Þetta er svo hinn punkturinn sem ég er að reyna að koma með,
það er ekki þitt að ákveða hvað aðrir eiga að verðleggja sína eigin hluti á. Þú veist ekkert hvað viðkomandi er að reikna með miklu prútti, en hikar ekki við að skemma þráðinn hans út frá því sem
þér finnst.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:55
af Tbot
kiddi skrifaði:Í fyrsta lagi ertu sennilega að brjóta persónuverndarlög með því að birta einkasamtal án samþykkis hins aðilans, plús þá er það dónalegt í sjálfu sér.
Hér ert þú kiddi með fullyrðingar á nokkrar tilvísunar.
Ef einhver sendir pm full af óhróðri og hótunum má ekki pósta því og það sé dónaskapur að sýna það. Það alltaf gaman í "fairy tale land"
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:57
af GuðjónR
Tbot skrifaði:kiddi skrifaði:Í fyrsta lagi ertu sennilega að brjóta persónuverndarlög með því að birta einkasamtal án samþykkis hins aðilans, plús þá er það dónalegt í sjálfu sér.
Hér ert þú kiddi með fullyrðingar á nokkrar tilvísunar.
Ef einhver sendir pm full af óhróðri og hótunum má ekki pósta því og það sé dónaskapur að sýna það. Það alltaf gaman í "fairy tale land"
Það er ástæða fyrir því að einkaskilaboð heita einkaskilaboð.
Re: Eru verðlöggur góðar löggur?
Sent: Sun 02. Nóv 2014 21:59
af MatroX
kiddi skrifaði:MatroX skrifaði:mér er bara alveg sama hvað þér finnst púnktur, sérstaklega þar sem að þú ert bara að redda vini þínum með því að gera svakamál úr þessu.
Þetta er ekki alveg svo einfalt, þetta er bara kornið sem fyllti mælinn, það þarf ekki að skoða marga pósta hjá þér aftur í tímann til að sjá mörg sambærileg tilfelli. Ég get ekkert gert í þessu nema koma umræðu af stað, sem er að eiga sér stað núna. Vonandi leiðir það af sér að menn skipti sér minna af sölum annarra, og ef þeir verða að gera það á annað borð, verði kurteisari við það.
MatroX skrifaði:ég er í 100% rétti hérna sama hvað þér finnst um það, og eins og hann sagði sjálfur það þýddi ekkert að kvarta undan honum þar sem að hann þekkti stofnanda síðunar það segir mér allt......
Hann sagði þetta þegar þú varst nýbúinn að hóta honum með þessari setningu: Matrox: "ég nenni ekki svona bulli buinn að senda þetta allt á eiganda spjallsins vonandi að þú fáir bann"
MatroX skrifaði:og já btw, ef hann hefði bara vilja 70þús þá hefði hann geta sagt bara fast verð 70þús, sem er því miður ekki erfitt, alltaf þegar ég er að selja eitthvað og ég er ekki viss um hvað það á að fara á þá set ég bara eitthverja verðhugmynd og bíð verðlöggur mjög svo velkomnar að commenta á þetta...
Þetta er svo hinn punkturinn sem ég er að reyna að koma með,
það er ekki þitt að ákveða hvað aðrir eiga að verðleggja sína eigin hluti á.
auðvita nenni ég ekki svona bulli þegar gaurinn spyr mig um gsm númerið mitt, finnst þér bara ekkert að því eða? en það er gott að þetta hafi fyllt mælirinn hjá þér, þar sem ég var alls ekkert dónalegur,
þetta verður alltaf eins hérna á vaktinni, stjórnendur hafa alltaf rétt fyrir sér og er drullu sama hvað notandanum finnst, í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði hérna sem ég gerði actually ekkert af mér og allt er brjálað....
en eins og þið klárlega sjáið þá vilja flest allir hérna hafa verðlöggur og hvernig í anskotanum getur þér fundist þetta dónalegt "verst að þú færð aldrei 100þús fyrir þetta þetta er max 60-70þús" ef ég hefði viljað vera dónalegur sem ég hef engan áhuga á að vera hefði ég sagt eins og ég sagði alltaf hérna áður fyrr "ertu þroskaheftur drullastu með þetta á bland þar sem þú færð aldrei þennan pening hérna" shit ef ég hefði sagt þetta þá hefði þessi gaur örruglega sent handrukkara á mig eða eitthvað