Síða 1 af 1

Veruleg fækkun á verslunum?

Sent: Þri 19. Okt 2004 13:01
af corflame
Sælinú,
var að taka eftir þvi að verslunum sem eru skráðar hér á vaktinni hefur fækkað verulega. Er einhver sérstök ástæða fyrir því?

Spyr sá sem ekki veit :8)

Sent: Þri 19. Okt 2004 13:27
af kiddi
Já þetta voru þær verslanir sem voru minnst spenntar fyrir því að vera á Vaktinni, og við einfaldlega nenntum ekki að halda áfram að uppfæra þær.

Sent: Mið 20. Okt 2004 18:57
af Daz
Já gott að sjá að sumar búðir eru virkileg til í að vera í samkeppni við aðra (t.d. Tæknibær og Computer.is).

Sent: Mið 20. Okt 2004 19:22
af GuðjónR
Daz skrifaði:Já gott að sjá að sumar búðir eru virkileg til í að vera í samkeppni við aðra (t.d. Tæknibær og Computer.is).

True...sumar búðir eru einfaldlega ekki samkeppnishæfar :)

Sent: Fim 21. Okt 2004 21:16
af Geita_Pétur
Mér finnst þetta nú drullu lélegt hjá þeim og verður örugglega ekki til þess að glæða viðskiptin.

Ég hef þó nokkuð verslað við Computer.is í gegnum tíðina jafnvel þó að þeir hafi ekki alltaf verið ódýrasti en... fyrst að þeir ætla vera með svona leiðindi þá get ég alveg hugsað mér að færa viðskipti mín eitthvað annað.

Sent: Fim 21. Okt 2004 21:54
af noizer
Færa viðskiptin yfir á Tölvuvirkni :megasmile

Sent: Fim 21. Okt 2004 22:00
af gumol
Mér finnst það líka ólíklegt að ég versli við Computer.is, Tæknibæ eða Tölvulistann á næstunni. Þeir hafa greinilega engan áhuga á að þjónusta neytendur.

Sent: Fim 21. Okt 2004 22:08
af Pandemic
tæknibær=computer.is all the same

Sent: Fim 21. Okt 2004 22:46
af Stebbi_Johannsson
Start, Tölvuvirkni, Task og Hugver.

maybe Boðeind líka... allavegna þær verslanir sem maður hefur heyrt góða hluti um.

Allavegna líst mér vel á http://www.tolvuland.com :wink:

Sent: Mán 25. Okt 2004 18:03
af °°gummi°°
Ekki Tölvuvirkni nema taka með túbu af lubricant - sjá annan þráð á þessu spjalli