Síða 1 af 2

Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:12
af GuðjónR
Jæja þá er depill búinn að IPv6 væða vaktin.is og spjall.vaktin.is bæði með glue, NS og AAAA records.
Núna verður natti glaður.

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:21
af Viktor
Og það breytir hverju fyrir mig? (no dis intended)

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:22
af Gunnar
Sallarólegur skrifaði:Og það breytir hverju fyrir mig? (no dis intended)

ha já, hvað græðir Sallarólegur á því?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:35
af appel
Ég hefði frekar uppfært í IPv8.

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:37
af Frost
Gunnar skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Og það breytir hverju fyrir mig? (no dis intended)

ha já, hvað græðir Sallarólegur á því?


Bíð eftir svari...

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 22:38
af Output
Well higher is better - Bill gates

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 23:04
af beatmaster
2a00:5000:0000:00a2:0000:0000:0000:0002 stytt í 2a00:5000:0:a2::2 fyrir Vaktina
2a00:5000:0000:00a2:0000:0000:0002:0001 stytt í 2a00:5000:0:a2::2:1 fyrir spjallið, er það ekki eða er ég á villigötum?


Til hamingju með þetta :happy

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 23:17
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:2a00:5000:0000:00a2:0000:0000:0000:0002 stytt í 2a00:5000:0:a2::2 fyrir Vaktina
2a00:5000:0000:00a2:0000:0000:0002:0001 stytt í 2a00:5000:0:a2::2:1 fyrir spjallið, er það ekki eða er ég á villigötum?


Til hamingju með þetta :happy


Takk takk!! þetta er hárrétt hjá þér!!

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 23:50
af marijuana
Congratz, en hverju breytir þetta fyrir hinn almenna notenda samt ? heeh, ísland er ekki það IPv6 vætt land anyways right ?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Fös 12. Apr 2013 23:51
af vesi
fæ svörun á ipv6 vaktin.is en request timed out þegar ég ping-a.
en allt eðlilegt á ipv4 ping-i

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 22:47
af natti
GuðjónR skrifaði:Jæja þá er depill búinn að IPv6 væða vaktin.is og spjall.vaktin.is bæði með glue, NS og AAAA records.
Núna verður natti glaður.

WOHOOOOO
Tók einmitt eftir þessu í morgun þegar ég kíkti hingað inn, að ég væri að skoða spjallið yfir IPv6.
(Er með plugin fyrir FF sem sýnir mér hvort ég sé að browsa via v4 eða v6).
Mynd

Anyways, til hamingju með þetta skref.


marijuana skrifaði:Congratz, en hverju breytir þetta fyrir hinn almenna notenda samt ?

Þetta breytir í raun engu fyrir "hinn almenna notenda" þessa stundina.
Hinsvegar eru ekki mörg atriði/breytingar sem tengjast netinu sem breyta einhverju fyrir hinn almenna notanda, ef vel er að verki staðið taka notendur yfirleitt ekki eftir breytingum, þeir taka bara eftir þegar e-ð gengur ekki upp.

marijuana skrifaði:heeh, ísland er ekki það IPv6 vætt land anyways right ?

Það er einmit málið.
Þrátt fyrir að við hreykjum okkur reglulega af því að standa framarlega í tæknivæðingu samanborið við önnur lönd, þá stöndum við töluvert aftarlega varðandi IPv6.
Ef við berum okkur saman við "nágranna" okkar, þá hafa margar evrópuþjóðir einhverja "áætlun" um innleiðingu á IPv6, ESB er svo með sína eigin áætlun fyrir öll aðildarríki.

Hérna á íslandinu hefur umræðan verið svona chicken-egg stemning:
Þjónustuaðilar sjá engan tilgang með því að virkja IPv6 fyrir heimanotendur því að svo fáar [íslenskar] þjónustur eru aðgengilegar yfir IPv6.
Þeir sem reka vefsíður sjá svo ekki tilgang með því að virkja IPv6 því það séu svo fáir IPv6 notendur.
Rinse & repeat varðandi fyrirtæki almennt.

Það eru samt sumir sem sjá fram á að IPv6 muni verða notað, fyrr en seinna, og því sé mun betra að nýta tímann meðan engin pressa er, að prófa sig áfram og læra á IPv6.
Og því fleiri sem taka þetta skref, eins og vaktin.is gerir nú, hjálpa heilmikið til við að halda umræðunni lifandi og sýna að það sé engin ástæða til þess að Ísland verði síðastir í lestinni í þessum málaflokki.
Og þá byggjum við líka upp bæði reynslu og þekkingu innan landssteinanna.
(Og fyrir ótrúlega margar vefsíður er hægt að virkja IPv6 með nánast engu efforti, svo lengi sem hýsingaraðilinn styðji IPv6.)

Þess má svo til gamans geta að í síðustu viku tók ruv.is þetta sama skref.

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 22:54
af beatmaster
Af hverju er samt ekki hægt að pinga IPv6 addressuna?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 22:58
af natti
beatmaster skrifaði:Af hverju er samt ekki hægt að pinga IPv6 addressuna?

Hum?
ping að heiman skrifaði:c:\>ping vaktin.is

Pinging vaktin.is [2a00:5000:0:a2::2] with 32 bytes of data:
Reply from 2a00:5000:0:a2::2: time=22ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2: time=22ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2: time=22ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2: time=22ms

Ping statistics for 2a00:5000:0:a2::2:
Packets: Sent = 4, Received = 4, Lost = 0 (0% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 22ms, Maximum = 22ms, Average = 22ms

c:\>ping spjall.vaktin.is

Pinging spjall.vaktin.is [2a00:5000:0:a2::2:1] with 32 bytes of data:
Reply from 2a00:5000:0:a2::2:1: time=21ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2:1: time=22ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2:1: time=22ms
Reply from 2a00:5000:0:a2::2:1: time=54ms

Ping statistics for 2a00:5000:0:a2::2:1:
Packets: Sent = 4, Received = 4, Lost = 0 (0% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 21ms, Maximum = 54ms, Average = 29ms

c:\>

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 23:03
af einarth
Ef menn eru að reyna pinga IPv6 addressuna án þess að vera sjálfir með IPv6 þá gengur það ekki...

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 23:09
af beatmaster
c:\>ping spjall.vaktin.is

Pinging spjall.vaktin.is [46.22.100.2] with 32 bytes of data:
Reply from 46.22.100.2: bytes=32 time=3ms TTL=61
Reply from 46.22.100.2: bytes=32 time=3ms TTL=61
Reply from 46.22.100.2: bytes=32 time=3ms TTL=61
Reply from 46.22.100.2: bytes=32 time=3ms TTL=61

Ping statistics for 46.22.100.2:
Packets: Sent = 4, Received = 4, Lost = 0 (0% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 3ms, Maximum = 3ms, Average = 3ms

c:\>ping -6 spjall.vaktin.is

Pinging spjall.vaktin.is [2a00:5000:0:a2::2:1] with 32 bytes of data:
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.
Request timed out.

Ping statistics for 2a00:5000:0:a2::2:1:
Packets: Sent = 4, Received = 0, Lost = 4 (100% loss),

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 23:23
af natti
beatmaster skrifaði:...

Ertu örugglega með IPv6 tölu? (sbr commentið hans Einars.)

T.d. ef þú gerir "ipconfig" eða "netsh interface ipv6 show addresses"...
Ertu með *einhverja* IPv6 tölu sem byrjar ekki á "fe80" eða "2001:0:" ?

Edit/bætt við: Ef þú ert á einhverju nýrra en XP: sú staðreynd að þú hafir yfir höfuð þurft að gera "-6" í pinginu þínu bendir til þess að þú sért ekki með IPv6 connectivity...

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Lau 13. Apr 2013 23:30
af beatmaster
Nei, ég hélt að það væri nóg að vera með Teredo ip töluna en ég sé það núna að það virkar ekki þannig.

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 00:35
af arons4
natti skrifaði:
beatmaster skrifaði:...

Ertu örugglega með IPv6 tölu? (sbr commentið hans Einars.)

T.d. ef þú gerir "ipconfig" eða "netsh interface ipv6 show addresses"...
Ertu með *einhverja* IPv6 tölu sem byrjar ekki á "fe80" eða "2001:0:" ?

Edit/bætt við: Ef þú ert á einhverju nýrra en XP: sú staðreynd að þú hafir yfir höfuð þurft að gera "-6" í pinginu þínu bendir til þess að þú sért ekki með IPv6 connectivity...

Hvað þýðir það að hún byrji á fe80? ég er með það og næ alveg að pinga(ca 5% packet loss og meðalping 1028)

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 03:53
af marijuana
@natti

Er ekki flöskuhálsinn með IPv6 að þetta er algerlega nýtt protocol, as in, ef ísland ætlaði að skipta þá væru þær síður sem eru bara með IPv4 bara fyrir IPv4, IPv6 bara IPv6. Engin tenging þarna á milli. Og auðvitað þarf þekkingu einnig á þetta. :-/

hugsunin er þá svona, "Betra að geta notað allar síður á íslandi en bara hluta af þeim" eða þú fattar mig vonandi :)

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 04:51
af Minuz1
Hvað á Ísland margar IP 4 tölur? voru það ekki einhverjir tugir milljóna?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 13:27
af GuðjónR
Mynd
Mynd

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 13:30
af natti
marijuana skrifaði:@natti

Er ekki flöskuhálsinn með IPv6 að þetta er algerlega nýtt protocol, as in, ef ísland ætlaði að skipta þá væru þær síður sem eru bara með IPv4 bara fyrir IPv4, IPv6 bara IPv6. Engin tenging þarna á milli. Og auðvitað þarf þekkingu einnig á þetta. :-/

hugsunin er þá svona, "Betra að geta notað allar síður á íslandi en bara hluta af þeim" eða þú fattar mig vonandi :)


Þetta snýst ekki um að skipta.
Og það er afskaplega lítið verið að horfa á "að skipta" neitt í bráð.
Enda ef þú horfir t.d. á Vaktina í dag, vaktin.is/spjall.vaktin.is síðurnar eru aðgengilegar yfir BÆÐI IPv4 OG IPv6.

Það sama er verið að hugsa varðandi flest önnur kerfi, að keyra IPv4 og IPv6 samhliða (dual-stack) þar til IPv4 fasist sjálfkrafa út.
Þannig að þetta er ekki spurning um að "hluti" af íslenskum síðum verði bara á IPv6 í bráð.

Eins eru fleiri þættir sem koma inn varðandi hin ýmsu kerfi.
Ef þið takið t.d. Windows Server 2008 (eða nýrra), þá er IPv6 hluti af stýrikerfinu, á meðan IPv4 er "addon" sem þú getur uninstallað.
Með þetta í huga þurfa SysAdmins t.d. að huga að því að tryggja öryggi yfir IPv6 jafns við IPv4.


Minuz1 skrifaði:Hvað á Ísland margar IP 4 tölur? voru það ekki einhverjir tugir milljóna?

Miðað við slumpreikning út frá http://www.rix.is/is-as-nets.html, þá náum við rétt rúmlega 700þús IP tölum.
Sem er samt alveg heill hellingur.
Og að ákveðnu leiti væri "betra" ef við ættum færri tölur, til þess að ýta meira undir þessa þróun.
En hugsaðu aðeins út í það "hverjir" eiga þessar IPv4 tölur.
Þjónustuaðilar og (yfirleitt)stærri fyrirtæki.

Ef þú stofnar fyrirtæki í dag, og þú vilt fá þínar eigin IP tölur, vera óháður þjónustuaðila og jafnvel vera með tengingu við tvo þjónustuaðila upp á "redundancy", þá ertu bara í töluverðum vandræðum.
Frá og með s.l. hausti (2012) þá er RIPE hætt að úthluta nýjum "provider independant" úthlutunum innan evrópu, vegna skorts á lausum IP tölum.
Einu möguleikarnir sem þú hefur er að fara í gegnum tunnel brokers og finna aðila sem eru tilbúnir að selja þér eða leigja þér IP tölur.
Og í tengslum við framboð/eftirspurn er líklegt að verðið eigi alveg eins eftir að hækka.

Í þessu samhengi, 365-Miðlar voru nýverið að fá úthlutað bæði IPv4 og IPv6 tölum...
(185.21.16.0/22)
Það má spyrja sig afhverju einstaklingurinn sem var skráður fyrir þessum tölum er skráður í Bulgaríu.
Hvað er 365 að gera? Og hvað kostaði það?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 13:34
af einarth
marijuana skrifaði:@natti

Er ekki flöskuhálsinn með IPv6 að þetta er algerlega nýtt protocol, as in, ef ísland ætlaði að skipta þá væru þær síður sem eru bara með IPv4 bara fyrir IPv4, IPv6 bara IPv6. Engin tenging þarna á milli. Og auðvitað þarf þekkingu einnig á þetta. :-/

hugsunin er þá svona, "Betra að geta notað allar síður á íslandi en bara hluta af þeim" eða þú fattar mig vonandi :)




Það er engin að tala um að fólk eigi að kveikja á IPv6 og slökkva á IPv4 - heldur er málið að hafa bæði virkt, þannig nærðu nærðu sambandi við alla.
Smá saman mun svo IPv4 deyja út og þá væri hægt að slökkva á IPv4..

Kv, Einar.

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 15:01
af odinnn
Okei finnst þetta dálítið spennandi dæmi og langar að skilja þetta betur. Ef ég skil þetta rétt þá er IPv6 nýr IP tölu standard í staðinn fyrir IPv4 sem er að verða fullnýttur? Það er að segja að allar mögulegar IP tölur í IPv4 eru að verða uppteknar.

IPv4 er væntanlega þessi klassíska ip tala sem allir þekkja, t.d. 256.256.256.256, sem sagt 4 dálkar með tölu frá 0 og uppí 256 sem gefur okkur (ef ég man mína stærðfræði rétt) 4.294.967.296 ip tölur? Ætti ekki að vera erfitt fyrir mannkynið fullnýta þetta...

IPv6 gefur þá út ip töluna 0000:0000:0000:0000(:0000:0000:0000:0000) þar sem hvert núll getur verið hvaða 16 bita stafur sem er frá 0 til F? Og ef ég skil þetta rétt þá byrja þeir á að nota bara fyrstu 4 dálkana og seinni fjórir eru bara "faldir" þar sem þeir eru ekki í notkun og innihalda bara núll en seinna meir er möguleiki á að nýta þá því þeir eru til staðar? Ef þetta er rétt hjá mér þá fáum við úr þessari breytingu 18.446.744.073.709.551.616 ip tölu í IPv6 bara útúr fyrstu 4 dálkunum (nenni ekki að reikna út alla 8 dálkana ef þetta er síðan vitlaus hugsun hjá mér).

Er þetta rétt hjá mér?

Re: Vaktin.is er IPv6

Sent: Sun 14. Apr 2013 17:26
af arons4
odinnn skrifaði:Okei finnst þetta dálítið spennandi dæmi og langar að skilja þetta betur. Ef ég skil þetta rétt þá er IPv6 nýr IP tölu standard í staðinn fyrir IPv4 sem er að verða fullnýttur? Það er að segja að allar mögulegar IP tölur í IPv4 eru að verða uppteknar.

IPv4 er væntanlega þessi klassíska ip tala sem allir þekkja, t.d. 256.256.256.256, sem sagt 4 dálkar með tölu frá 0 og uppí 256 sem gefur okkur (ef ég man mína stærðfræði rétt) 4.294.967.296 ip tölur? Ætti ekki að vera erfitt fyrir mannkynið fullnýta þetta...

IPv6 gefur þá út ip töluna 0000:0000:0000:0000(:0000:0000:0000:0000) þar sem hvert núll getur verið hvaða 16 bita stafur sem er frá 0 til F? Og ef ég skil þetta rétt þá byrja þeir á að nota bara fyrstu 4 dálkana og seinni fjórir eru bara "faldir" þar sem þeir eru ekki í notkun og innihalda bara núll en seinna meir er möguleiki á að nýta þá því þeir eru til staðar? Ef þetta er rétt hjá mér þá fáum við úr þessari breytingu 18.446.744.073.709.551.616 ip tölu í IPv6 bara útúr fyrstu 4 dálkunum (nenni ekki að reikna út alla 8 dálkana ef þetta er síðan vitlaus hugsun hjá mér).

Er þetta rétt hjá mér?

IPv4 eru 32bita ip tölur, semsagt 0-255 decimal er 8 bita tala og það eru 4 svoleiðis, IPv6 er 128bita tala og hún er skrifuð í hexadecimal og hver stafur í hex eru 4 bitar. Og jú það eru rétt rúmlega fjórir miljarðar af ipv4 iptölum, og þær eru búnar, það er hætt að dreifa þeim.

8 bita tala í binary þar sem allir bitar eru Hi er 255 í decimal.
4 bita tala í binary þar sem allir bitar eru Hi er 15 í decimal, eða F í hex. Hver stafur í hex eru 4 bitar í binary.

IPv6 tala er ekki skrifuð í decimal eins og þú gerðir hér fyrir ofan, heldur er hún einfaldlega skrifuð í hex, A, B, C, D og F eru í decimal tölur stærri en 9.