Síða 1 af 1
Fréttir af verðvaktinni 9 ágúst 2004
Sent: Mán 09. Ágú 2004 22:24
af GuðjónR
Jæja góðir hálsar, núna fara skólarnir að byrja og margir farnir að huga að uppfærslu. Því miður virðist því fylgja hækkanir.
Það vekur athygli okkar að ein verslun ríður á vaðið og stórhækkar flesta örgjörva sína. Gott innlegg hjá þeim til námsmannsins.
Við vonum að fleiri fylgi ekki þessu fordæmi.
Þangað til næst....l8r
Sent: Mán 09. Ágú 2004 22:53
af gumol
Ekki gott mál ef búðirnar fara að hækka verðin. Sé reyndar ekki afhverju þeir hjá Computer.is eru að þessu núna.
Sent: Mán 09. Ágú 2004 23:08
af goldfinger
hélt að það ætti nú frekar að lækka þar sem margir hafa eflaust safnað sér fyrir uppfærslu eða nýrri tölvu í sumar
Allavega safnaði ég fyrir uppfærslu
Sent: Fim 12. Ágú 2004 03:11
af Nemesis
Ég á pening fyrir uppfærslu en er á báðum áttum eiginlega... Ég sé að búið er að hækka verðið á Antec Sonata hjá Boðeind og það er vægast sagt ömurlegt. Meðan kassinn kostar eitthvað í kringum $100 erlendis kostar hann núna 18.000 kr. hérna heima.
Sent: Lau 14. Ágú 2004 12:04
af wICE_man
Þetta er nú ekki svo slæmt, Hugver og Start hafa lækkað verðið á öllum sínum Intel örgjörvum og nú er loksins hægt að fá A64 hjá start á frábæru verði, ég segi nú bara mikið var!