Síða 1 af 1

Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 20:50
af GuðjónR
Ég er búinn að vinna aðeins í endurskipulagningu á Harðir Diskar flokknum.
Flokka núna diska eftir tegudum/snúning/buffer ...

Var að klára 2.5" fartölvu diskana, ég ákvað að prófa að hafa þetta svona, þ.e. allar tegundirnar í sama dálk.
Ef ég bý til nýja dálka með tegundar nöfnunum þá verður frekar mikið kraðak af logoum verslanna...

Allaveganna þá er HDD listinn mun marktækari núna.

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 21:07
af bulldog
það mætti bæta revodrive diskunum inn

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 21:08
af GuðjónR
bulldog skrifaði:það mætti bæta revodrive diskunum inn


:happy

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 21:10
af bulldog
=D>

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 21:27
af Gunnar Andri
flott að hafa þetta svona. mun skilvirkara :)

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 21:53
af GuðjónR
Gunnar Andri skrifaði:flott að hafa þetta svona. mun skilvirkara :)


Takk fyrir það :megasmile
Þá er bara að halda áfram að vinna í næstu breytingu :-#

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Þri 22. Maí 2012 22:52
af littli-Jake
Þetta er flott nema að ég mundi vilja hafa SSD efst.

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Mið 23. Maí 2012 05:49
af DJOli
Hvernig er það annars, er ekkert pælt í ábyrgð á diskunum?

bara svona að skæla smá, en WD Black eru í 5 ára verkssmiðjuábyrgð.

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Mið 23. Maí 2012 10:12
af Klemmi
DJOli skrifaði:Hvernig er það annars, er ekkert pælt í ábyrgð á diskunum?

bara svona að skæla smá, en WD Black eru í 5 ára verkssmiðjuábyrgð.


En ertu viss um að söluaðilar WD séu alltaf tilbúnir til að claima diskinn til framleiðanda fyrir þig ef hann bilar eftir 2 ára lögbundnu ábyrgðina?

Því ég þekki það af eigin raun að það er ekki séns að claima diska til WD sjálfur sem einstaklingur á Íslandi :cry:

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Fös 25. Maí 2012 09:57
af biturk
setja samsung 3.5 diska inn í þetta.......langt um besta merkið á markaðnum :-k

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Fös 25. Maí 2012 10:15
af GuðjónR
biturk skrifaði:setja samsung 3.5 diska inn í þetta.......langt um besta merkið á markaðnum :-k

Sammála með merkið, en ef þú skoðar úrvalið af þessum diskum þá er það ekkert. Held ég hafi fundið einn eða tvo.
Svo var Seagate að kaupa HDD framleiðsluna af Samsung. :thumbsd

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Fös 25. Maí 2012 16:03
af vesley
GuðjónR skrifaði:
biturk skrifaði:setja samsung 3.5 diska inn í þetta.......langt um besta merkið á markaðnum :-k

Sammála með merkið, en ef þú skoðar úrvalið af þessum diskum þá er það ekkert. Held ég hafi fundið einn eða tvo.
Svo var Seagate að kaupa HDD framleiðsluna af Samsung. :thumbsd



Samsung og Hitachi mun hverfa af markaðnum.

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 02:38
af Xovius
Þarf aðeins að kíkja á einn flokkinn
Seagate 2.0 TB 64MB 7200sn verðið hjá computer.is leit út fyrir að vera óeðlilega hátt, hærra en Seagate 3.0 TB 64MB 7200sn.
Ert með http://www.computer.is/vorur/7601/ inni í staðinn fyrir http://www.computer.is/vorur/1790/

Re: Harðir Diskar - endurskipulagðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 02:47
af Hjaltiatla
Veit að Kísildalur er líka með þessa 2 Tb Seagate diska til sölu voru að fá nýja sendingu í gær http://kisildalur.is/?p=2&id=2033
Ætlaði að fara í dag og kaupa af þeim en endaði á að kaupa þessa diska (3 stk) af buy.is þar sem þeir voru mun ódýrari http://buy.is/product.php?id_product=9209016plús það að ég fæ heimsendingu upp að hurð frítt.