Síða 1 af 1
Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mán 19. Mar 2012 18:21
af gardar
Það væri virkilega þægilegt ef maður fengi tilkynningu þegar minnst er á mann í pósti.
T.d. ef minnst er á mann í þráðunum
Listi yfir þá sem að standa við sitt í viðskiptum og
Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja. þar sem þeir eru þræðir sem ég nenni aldrei að skoða.
Það er til viðbót fyrir þetta svo að þetta ætti ekki að vera erfitt í framkvæmd.
http://www.phpbb.com/customise/db/mod/user_mention_mod
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mán 19. Mar 2012 18:52
af AciD_RaiN
Þetta er snilldarhugmynd
Ég er einmitt búinn að vera að hugsa þetta og líka ef maður fengi tilkynningu þegar það er t.d. einhver sem kommentar í þráð sem maður setur inn eins og auglýsingaþræði og þannig... Styð þessa hugmynd...
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mán 19. Mar 2012 19:00
af lukkuláki
Ég er einmitt búinn að vera að pæla í því sama í nokkrar vikur
maður sér stundum minnst á sig eins og "kannski LukkuLáki geti hjálpað þér" og þh.
en ég les alls ekki alla þræði þannig að ég held að þetta væri sniðugt.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mán 19. Mar 2012 19:39
af GuðjónR
Þetta er sniðugt
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 03:16
af gardar
Er þá ekki um að gera að hrinda þessu í framkvæmd?
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 04:36
af tanketom
Það yrði mjög þreytandi að fá alltaf tilkynningu, sérstaklega á þræði sem er alltaf verið að commenta á.
Það þyrfti þá að vera mjöguleiki að taka það af á þráðum sem maður vill ekki fá tilkynningu(haka við og af)
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 05:27
af gardar
tanketom skrifaði:Það yrði mjög þreytandi að fá alltaf tilkynningu, sérstaklega á þræði sem er alltaf verið að commenta á.
Það þyrfti þá að vera mjöguleiki að taka það af á þráðum sem maður vill ekki fá tilkynningu(haka við og af)
Mín hugmynd felst ekki í því að þú fáir tilkynningu þegar það skrifar einhver í þráð sem þú hefur skrifað í. Mín hugmynd felst í því að þú færð tilkynningu þegar það skrifar einhver nafnið þitt.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 07:29
af kubbur
myndi þá vera tag ? td [nick]kubbur[/nick] ?
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 09:11
af GuðjónR
gardar skrifaði:Er þá ekki um að gera að hrinda þessu í framkvæmd?
Jú þetta kemur, er að skoða þetta
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 09:16
af braudrist
GuðjónR skrifaði:gardar skrifaði:Er þá ekki um að gera að hrinda þessu í framkvæmd?
Jú þetta kemur, er að skoða þetta
Vonandi ekki þegar þú ert í glasi, vil helst komast á vaktina næstu daga
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 09:20
af GuðjónR
braudrist skrifaði:GuðjónR skrifaði:gardar skrifaði:Er þá ekki um að gera að hrinda þessu í framkvæmd?
Jú þetta kemur, er að skoða þetta
Vonandi ekki þegar þú ert í glasi, vil helst komast á vaktina næstu daga
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 09:40
af chaplin
braudrist skrifaði:Vonandi ekki þegar þú ert í glasi, vil helst komast á vaktina næstu daga
HA!
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 09:49
af vesi
er þetta ekki svona á bland.is
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 10:24
af Leviathan
Skemmtilegur fídus fyrir notendur með algeng orð sem nick.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 10:25
af lukkuláki
vesi skrifaði:er þetta ekki svona á bland.is
Jú það er víst.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 10:26
af lukkuláki
Leviathan skrifaði:Skemmtilegur fídus fyrir notendur með algeng orð sem nick.
Það er nú lítið um það held ég. Þeim var þá bara nær
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 10:39
af gardar
kubbur skrifaði:myndi þá vera tag ? td [nick]kubbur[/nick] ?
Leviathan skrifaði:Skemmtilegur fídus fyrir notendur með algeng orð sem nick.
Viðbótin sem ég hlekkjaði í í er með þetta þannig að þú þarft að skrifa @ merki fyrir framan nick notandans. Svona rétt eins og ef þú ætlar að vitna í nafn einhvers á facebook
t.d. @gardar til að merkja mig í póst.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 12:24
af tdog
aumingja gaurinn sem er með "og" sem username
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 12:45
af noizer
Leviathan skrifaði:Skemmtilegur fídus fyrir notendur með algeng orð sem nick.
Skiptir ekki máli samkvæmt lýsingunni á þessu mod:
If some user calls you in own message you will get a PM about it.
You can mention users with the notify by using statements like @username and @"user name" for usernames with spaces, in a post/topic title or in a post message.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Mið 21. Mar 2012 13:00
af tdog
/me flýtir sér að stofna notandann @gmail.com
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Fim 22. Mar 2012 16:49
af Leviathan
tdog skrifaði:/me flýtir sér að stofna notandann @gmail.com
HAHA
en það væri þá "gmail.com"
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Fim 22. Mar 2012 18:37
af Joi_BASSi!
er þá ekki málið að fá líka pm þegar að einhver qoute'ar einhvað sem að maður skrifaði
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Fim 22. Mar 2012 20:04
af Jim
Koma frekar upp einhverju tilkynningakerfi.
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Fim 22. Mar 2012 20:24
af Joi_BASSi!
pm sem að hverfur þegar að það er búið að lesa það?
Re: Hugmynd: Einkaskilaboð þegar minnst er á þig í þræði
Sent: Fim 22. Mar 2012 20:55
af gardar
Joi_BASSi! skrifaði:er þá ekki málið að fá líka pm þegar að einhver qoute'ar einhvað sem að maður skrifaði
Það getur orðið alveg frekar pirrandi.
Skoðaðu frekar
"mín innlegg" þegar þú heimsækir vefinn.
Jim skrifaði:Koma frekar upp einhverju tilkynningakerfi.
Hvurslags tilkynningarkerfi? Til að fá tilkynningu þegar skrifað er í þráð sem þú fylgist með?
PHPBB inniheldur fídus þar sem þú getur bæði gerst áskrifandi af þráðum og bókamerkt þræði (subscribe & bookmark) en þemað sem vaktin er að nota virðist ekki vera með takka fyrir þá fídusa
Þetta er þó eitthvað sem ég tel vera ótengt minni hugmynd og ætti því kannski frekar heima í sér þræði