Síða 1 af 1

Fréttir af Spjall.Vaktin.is (2. júlí 2004)

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:58
af MezzUp
Góðan daginn.

Nokkrar breytingar hafa verið á vaktinni nýverið og má nefna að myndavéla spjallborðið var lagt niður og bréfin þar færð í Vélbúnaður: Annað. Upp komu svo 2 ný spjallborð, nefnilega Overclocking og DVD & CD-ROM borðin. Stjórnendur tóku sig svo til og færðu overclocking og dvd/cd þræði á rétta staði. Vonandi munu þessi borð skapa skemmtilegar og líflegar umræður. :D

Fyrir nokkru bættust þónokkrir við í hóp þráðastjóra, en lista yfir alla núverandi þráðsjtórna má sjá hér.
Einnig má geta því að stjórnendur hafa nú bætt úr samskiptum sín á milli svo að auðveldara verði fyrir okkur að koma boðum til annara stjórnenda.

Hæst ber þó væntanlega Reglurnar sem að ég skellti hérna inn rétt áðan. Það er okkar von að sem flestir fylgi þeim og þá mun okkur öllum koma vel saman í framtíðinni (einsog áður :)).

Bráðlega verður sett upp FAQ safn sem að hefur verið í vinnslu seinustu vikur. Þar má meðal annars finna svör við spurningum s.s. Hver er munurinn á venjulegum og crossover netkapli? og Get ég notað ATA100 með disk stærri en 137GB? Ef að einhverjum langar að skrifa FAQ sendið mér endilega línu(PS takkinn fyrir neðan þetta bréf) og við skulum spjallla saman. :) Einnig eru allar tillögur að FAQ velkomnar.

Allt hefur annars gengið vel undanfarið, lítið um rifrildi, og nokkuð mikið um innihaldsríka pósta og svör að mínu mati. Endilega höldum þessu áfram! :D :D

Kveðja, Gummi // MezzUp

Sent: Fös 02. Júl 2004 15:33
af Arnar
Heyrðu, það vantar mig á þráðastjóralistan.

Tæknin að stríða okkur eflaust :(

Sent: Fim 08. Júl 2004 18:49
af Andri Fannar
lol :lol: við getum bara beðið meðan þessir tækniörðugleikar komast í gagnið , þetta var sagt í sjónvarpi :roll: