Ég ítreka aftur að Verðvaktin er aðallega til að veita dæmi um verðþróun, það er útilokað að sjá til þess að Verðvaktin sé rétt að öllum stundum, nema hafa mann í fullri vinnu við þetta.. og meiraðsegja þá er ekki hægt að passa að þetta sé rétt. Verslanirnar sem uppfæra sjálfar, gera það ekki alltaf í takt við uppfærslur á þeirra eigin heimasíðum, að auki sem verslanir eiga það til að merkja vörur rangt.
Sumar þær verslanir sem virðast ekki hafa uppfært í töluverðan tíma, hafa oft einfaldlega ekki uppfært verðin sín.
Ef við förum að stjórna Vaktinni eftir hlutum eins og... hvað er no-name, hvað er drasl og hvað er gott, setja inn bara búðirnar sem eru að standa sig vel í verðum og uppfærslum, þá verður ekki mikið varið í hana. Hlutleysið verður að vera algjört, og hún verður að spanna eins mikið
af markaðnum og mögulegt er.
Fyrir þá sem hafa mikið út á skjákortahlutann að setja, vinsamlegast prófið að setja þessa töflu upp í Excel og uppfærið hana sjálfir. Það er hreint út sagt _kvikindislegt_ af framleiðendunum að leiða okkur svona út í buskann með öllum þessum útgáfum og villandi vöruheitum, þetta getur meiraðsegja verið svo flókið að verslanirnar sjálfar átta sig ekki á hvað þær eru með nákvæmlega. Við erum að gera okkar besta, en auðvitað getum við ekki tekið ábyrgð á þeim verslunum sem sjá sjálfar um uppfærslurnar.
Fyrir þá sem hafa út á 2-vikna uppfærslutímann að setja, þá kæmi ykkur kannski á óvart að breytingar eru vægast sagt sjaldgæfari en ykkur myndi gruna, og þær breytingar sem eiga sér stað á 2-6 vikna fresti eru oft innan 5% marka.
Verðvaktinni er ætlað að sýna ykkur hvað er til, í hvaða búðum og á
~ca hvaða verði.
Lífið er ekki alltaf eins og best er á kosið
Okkur langar að bæta við fullt af vöruflokkum, en því miður eru bara
örfáar verslanir sem myndu hugsanlega styðja við það, og við sjálfir höfum einfaldlega ekki tíma til að bæta fleiri flokkum við dagskrána hjá okkur.