Síða 1 af 1

Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 05:51
af sprelligosi
Samkvæmt Morgunblaðinu er spjaldtölva jólagjöfin í ár.

Þetta er vöruflokkur sem væri afgerandi snilld að koma upp á verðvaktina enda eru þessar tölvur staðlaðar og ekki margar týpur í gangi samanber fartölvunum.
Ætti ekki að vera flókið í framkvæmd.

Hvað finnst mönnum um þessa hugmynd?

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 08:17
af ZiRiuS
Hef einmitt verið í spjaldtölvuhugleiðingum. Veit einhver tollinn á þessum kvikindum? Er ekki vsk á þessu líka eins og öllu öðru?

Langar rosalega í Kindle Fire þar sem hún er á $200 en með sendingarkostnaði, toll og vsk (ágiskun) er þetta orðið ansi dýrt...

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 10:02
af cure
ég held að ég sé allveg öruglega af fara með rétt mál þegar ég segi að gjöld sem voru á spjaldtölvum og ipodum voru látin fallin niður á sama tíma..
en það þarf samt alltaf að borga VSK + sendingargjald, getur séð það með því að fara hérna http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700 og velja Tölvur og tölvubúnaður svo rafbókarlesarar með þráðlaust net.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 10:05
af dori
ZiRiuS skrifaði:Hef einmitt verið í spjaldtölvuhugleiðingum. Veit einhver tollinn á þessum kvikindum? Er ekki vsk á þessu líka eins og öllu öðru?

Langar rosalega í Kindle Fire þar sem hún er á $200 en með sendingarkostnaði, toll og vsk (ágiskun) er þetta orðið ansi dýrt...

Þetta er "tölva" er það ekki (s.s. ekki eins og gamla Kindle sem var bara tæki til að lesa bækur að mati tollsins)? Þá er enginn tollur en 25,5% virðisaukaskattur.

Það ætti s.s. að verða 30.500 kr. með öllum gjöldum. Svo ef pósturinn tollafgreiðir þetta þá taka þeir held ég 3500 kr. fyrir tollskýrslugerð (af því að heildarverðmæti fer yfir 30 þúsund ](*,), annars væri það held ég ~500 kr.) Gerðu ráð fyrir að þetta kosti ~35000 kr.

EDIT: sjúklega illa nýtt 1337. innlegg :P

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 10:37
af GuðjónR
sprelligosi skrifaði:Samkvæmt Morgunblaðinu er spjaldtölva jólagjöfin í ár.

Þetta er vöruflokkur sem væri afgerandi snilld að koma upp á verðvaktina enda eru þessar tölvur staðlaðar og ekki margar týpur í gangi samanber fartölvunum.
Ætti ekki að vera flókið í framkvæmd.

Hvað finnst mönnum um þessa hugmynd?


Það er verið að vinna í þessari hugmynd :)
Ætlaði ekki að opinbera það fyrr en hún væri tilbúin, en fyrst þú minnist á það þá er þetta í vinnslu.

Það verður samanburður á iPhone, iPad,MBP, MB air, iMac ... og hugsanlega iPod.
Mjög auðvelt að bera þessa hluti saman þar sem þeir eru jú staðlaðir.

Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 10:55
af isr
Ég var að fá archos 70 8G frá usa,hún kostaði 39 þús kominn til mín,sama tölva kostar tæp 70 þús á Íslandi.
http://www.omnis.is/vorulisti/spjaldtol ... gory_id=80
Ég pantaði tölvuna á mánudaginn síðasta og hún kom til mín í gær,austur á land.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 10:59
af capteinninn
Ég er mjög spenntur fyrir Kindle fire. Held að þetta sé þrusugræja. Ég átti Kindle 3G+WiFi og las eins og vitleysingur á hana.
Fólk var fyrst að segja að hún væri svo aum og iPadinn væri betri og svona sem er alveg rétt en þegar þú ert að kaupa hana á þriðjung verðsins með öllu sem amazon hefur upp á að bjóða er þetta hörkugræja.

Mér finnst samt skrítið með jólagjöf ársins, finnst eins og það sé verið að gera það eitthvað óeðlilegt að hafa ekki efni á að kaupa sér 100 þús iPad fyrir jól ásamt öllum öðrum gjöfum. Mér þætti það allavega skrítið að fá svo dýra gjöf.
Svo var líka eitthvað að formaður nefndarinnar er gift eiganda epli.is eða eitthvað álíka. Þar á undan voru líka einhvern tengsl milli þessarar nefndar og þess sem þeir mældu með.
Þeir ættu ekki að fá svona mikla athygli því það er ekki eins og þetta sé einhver sjálfstæð nefnd útí bæ sem er bara að finna hvað verður vinsælast heldur er þetta bara auglýsing

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 11:26
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.


Held að ég hafi séð í Tölvutek bæklingnum að þeir væru komnir með Apple vörur.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 11:38
af vesley
Klaufi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.


Held að ég hafi séð í Tölvutek bæklingnum að þeir væru komnir með Apple vörur.



http://www.tolvutek.is/vorur/spjaldtolvur/apple-velar?

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 12:43
af dedd10
Tölvulistin er líka byrjaður að selja ipad

http://tl.is/voruflokkur/fartolvur/spja ... lvur_apple

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 13:58
af MarsVolta
vesley skrifaði:
Klaufi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.


Held að ég hafi séð í Tölvutek bæklingnum að þeir væru komnir með Apple vörur.



http://www.tolvutek.is/vorur/spjaldtolvur/apple-velar?


Tölvutek selja líka MB air og MBP.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 14:09
af Glazier
GuðjónR skrifaði:
sprelligosi skrifaði:Samkvæmt Morgunblaðinu er spjaldtölva jólagjöfin í ár.

Þetta er vöruflokkur sem væri afgerandi snilld að koma upp á verðvaktina enda eru þessar tölvur staðlaðar og ekki margar týpur í gangi samanber fartölvunum.
Ætti ekki að vera flókið í framkvæmd.

Hvað finnst mönnum um þessa hugmynd?


Það er verið að vinna í þessari hugmynd :)
Ætlaði ekki að opinbera það fyrr en hún væri tilbúin, en fyrst þú minnist á það þá er þetta í vinnslu.

Það verður samanburður á iPhone, iPad,MBP, MB air, iMac ... og hugsanlega iPod.
Mjög auðvelt að bera þessa hluti saman þar sem þeir eru jú staðlaðir.

Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.

budin.is ?

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 14:15
af ZiRiuS
GuðjónR skrifaði:
sprelligosi skrifaði:Samkvæmt Morgunblaðinu er spjaldtölva jólagjöfin í ár.

Þetta er vöruflokkur sem væri afgerandi snilld að koma upp á verðvaktina enda eru þessar tölvur staðlaðar og ekki margar týpur í gangi samanber fartölvunum.
Ætti ekki að vera flókið í framkvæmd.

Hvað finnst mönnum um þessa hugmynd?


Það er verið að vinna í þessari hugmynd :)
Ætlaði ekki að opinbera það fyrr en hún væri tilbúin, en fyrst þú minnist á það þá er þetta í vinnslu.

Það verður samanburður á iPhone, iPad,MBP, MB air, iMac ... og hugsanlega iPod.
Mjög auðvelt að bera þessa hluti saman þar sem þeir eru jú staðlaðir.

Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.


Það eru fleiri tegundir af spjaldtölvum en iPad [-X :(

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 15:10
af Tesy
Klaufi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þeir sem mér dettur í hug að selji þessar vörur eru:
epli, macland, iphone, isiminn, buy, elko og eldhaf.
Endilega látið vita ef fleiri eru að selja.


Held að ég hafi séð í Tölvutek bæklingnum að þeir væru komnir með Apple vörur.


Já, og svo eru líka símafyrirtæki
Síminn: https://vefverslun.siminn.is/vorur/tolvur/ iPad, Galaxy Tab og Blackberry Playbook
Nova: Þeir eru með iPad
Vodafone: Þeir eru með iPad

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Fös 02. Des 2011 15:56
af Fletch
Þessi er nokkuð flottur, Asus Prime

http://www.youtube.com/watch?v=hL5Pg15eDBU

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 12:44
af isr

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 12:51
af GuðjónR
isr skrifaði:Hvernig lýst mönnum á þessa.?
http://budin.is/678999549-archos-10-spjaldtolva.html

Ílla.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 13:03
af isr
Þetta er alltof einfalt svar Guðjón. Hvað er slæmt við þessa tölvu, er að fara kaupa spjaldtölvu fyrir 12 ára dóttur mína,var bara að spá í hvað ég ætti að taka,ætla ekki að kaupa ipad því það er verkfæri djöfulsins,ert með einhverja hugmynd.?

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 13:19
af Fletch
fínasta vél, dual core 1ghz, bara reyndar 512mb vinnsluminni, Archos eru flottar líka í video playback, styðja svotil alla codecs out of the box, ekki skoðað hvort þú þarft að kaupa codec pakka frá þeim eins og var með eldri græjurnar þeirra

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 18:56
af PalliLut
isr skrifaði:Hvernig lýst mönnum á þessa.?
http://budin.is/678999549-archos-10-spjaldtolva.html


Archos G9 101 er ekki slæm vél og ætti að vera ágæt fyrir 12 ára stúlku svo lengi sem hún fer vel með hana. Ég nefni það vegna þess að ytri byggðin er algerlega úr plasti, en Archos eru taldir hafa aðeins subpar build quality. Hinsvegar í samanburði við G9 80 vélina, þá flexar hún ekki jafn mikið, eða semsagt plastið gefur ekki jafn mikið eftir, og virðist það vera liður í að laga öldu (ripple) effektið sem kom á G9 80 vélinni þegar þrýst var aftan á vélina, en G9 101 vélin á að vera betri er kemur að því. Ég er sammála Fletch þegar það kemur að kvikmynda afspilun, vélin er mjög góð til þess og eins og hann nefnir, þá eru codec'ar þegar á vélinni til þess að spila flest og er svo einnig pinni sem hægt er að losa aftan úr henni (kick stand) til að láta hana standa upprétta í landscape view, og svo auðvitað HDMI tengi til að spila yfir á sjónvarp sem gerir vélina að sjónvarpsflakkara einnig. TI OMAP 4 tvíkjarna örgjörvinn er snarpur, ekkert slæmt þar. USB tengillinn er auðvitað bara plús, en það hafa ekki allar spjaldtölvur þannig tengil á sér. Það hafa verið reportaðir smá böggar í kerfinu á henni en Archos hefur gefið uppfærslur til að laga eitthvað af þeim, en ekki vera hissa ef eitthvað skildi koma upp. Skjárinn er talinn góður, t.d. í samanburði við Motorola Xoom, en samt nær ekki Galaxy Tab 10" vélin, en sá skjár er talinn mjög góður. En, semsagt, skjárinn er góður og ekkert að kvarta yfir þar.

Smá mínus er að það er aðeins 512MB minni á vélinni þannig að System Monitor forritið sem Archos lætur fylgja getur komið sér vel til að drepa forrit sem ekki eru í notkun. Ef stúlkan vill taka myndir með vélinni, þá fylgir einnig Photo Frame með, en það verður að segjast að myndavélin er ekkert til að hrópa húrra yfir. Það er greinilegt að hún er frekar gerð til webcam notkunar heldur en til þess að taka góðar point-and-shoot myndir. Ef hún hefur gaman að Angry Birds, þá skilst mér að hann sé þegar innkeyrður á vélina.

Ef áhugi er á Android 4.0 Ice Cream Sandwitch stýrikerfinu, þá hef ég ekki ath. hvort Archos áætli að gefa út uppfærslu, en ef það er ekki áhyggjuefni, þá skiptir það engu máli.

Ég legg samt til að þú skoðir einnig t.d. ASUS Eee Pad Transformer TF101 bara til að hafa samanburð, en hún er á 69900kr. á buy.is. Ég ætla ekki að fara skrifa jafn mikið um hana, en hún er verðug til að líta einnig á eftir samanburði. Endilega bara finna review's á netinu til að lesa.

Kv.
Palli

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 19:40
af berteh
Ekkert að lasta archos vélina en fyrir 5þús aukalega geturu fengið honeycomb tablet, sem er stóóóórt skerf uppávið í spjaldtölvum :) og þar að auki færðu 16gig í internal memoery og 1gig í ram

http://buy.is/product.php?id_product=9208149

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 20:03
af PalliLut
berteh skrifaði:Ekkert að lasta archos vélina en fyrir 5þús aukalega geturu fengið honeycomb tablet, sem er stóóóórt skerf uppávið í spjaldtölvum :) og þar að auki færðu 16gig í internal memoery og 1gig í ram

http://buy.is/product.php?id_product=9208149


Archos vélin er Honeycomb 3.2 vél, eins og ASUS vélin. Sjá: http://store.archos.com/archos-p-5017.html

Til samanburðar: http://www.asus.com/Eee/Eee_Pad/Eee_Pad ... mer_TF101/

Edit: Bætti ASUS hlekknum við

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Lau 03. Des 2011 23:51
af isr
Takk fyrir þetta Palli,góð lesning.

Re: Verður vaktin með puttann á púslinum um jólin? (spjaldtölvur

Sent: Sun 04. Des 2011 02:45
af Carc
Transformer TF101 er kominn með arftaka væri betra að skrifa um hann ;)

http://eee.asus.com/en/eeepad/transformer-prime/

Langar asnalega mikið í hann.