Síða 1 af 1

Lykilorð á vaktina

Sent: Fös 23. Sep 2011 21:35
af aevar86
Ég er að spá hvernig þið eruð að geyma lykilorðin hérna á vaktinni. Það er að segja síðan.
Þegar ég bið um lykilorðið þá fæ ég núverandi lykilorð sent í pósti,
sem bendir til þess að annaðhvort eruð þið með þau ókriptuð í grunninum eða þannig að hægt væri að afkripta þau.
Það mætti alveg breyta þessu þarsem þetta er stór öryggisgalli finnst mér.
Ekki viss um að ég vilji nota sama lykilorð hér og annarstaðar ef þetta er svona opið.. just saying..

Re: Lykilorð á vaktina

Sent: Fös 23. Sep 2011 21:41
af biturk
ég hef líka tekið eftir að oft kemur ekki fram að maður sé búnað fá pm.........ég var til dæmis að fara að skoða gamalt pm hjá mér og þá var allt í einu komið nýtt þar inn..........frá því síðann á miðvikudaginn en samt stóð 0 ný skilaboð :thumbsd

Re: Lykilorð á vaktina

Sent: Fös 23. Sep 2011 21:46
af lukkuláki
Er búinn að vera hérna í nokkur ár og aldrei nokkurn tíman hefur þetta klikkað hjá mér.
Þér hefur ekki dottið í hug að þetta sé browser vandamál hjá þér biturk eða einfaldlega þér sjálfum að kenna einhvernvegin.
Hvað varðar lykilorðið þá spyr ég bara, í alvöru ? :shock: segðu að þú sért að grínast

Re: Lykilorð á vaktina

Sent: Fös 23. Sep 2011 21:49
af aevar86
lukkuláki skrifaði:Er búinn að vera hérna í nokkur ár og aldrei nokkurn tíman hefur þetta klikkað hjá mér.
Þér hefur ekki dottið í hug að þetta sé browser vandamál hjá þér biturk eða einfaldlega þér sjálfum að kenna einhvernvegin.
Hvað varðar lykilorðið þá spyr ég bara, í alvöru ? :shock: segðu að þú sért að grínast

Er ég eitthvað að misskilja hvernig þetta er að virka?

Re: Lykilorð á vaktina

Sent: Fös 23. Sep 2011 21:52
af biturk
lukkuláki skrifaði:Er búinn að vera hérna í nokkur ár og aldrei nokkurn tíman hefur þetta klikkað hjá mér.
Þér hefur ekki dottið í hug að þetta sé browser vandamál hjá þér biturk eða einfaldlega þér sjálfum að kenna einhvernvegin.
Hvað varðar lykilorðið þá spyr ég bara, í alvöru ? :shock: segðu að þú sért að grínast



ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að svara þessu en allt ílagi

nei, þetta er svon í öllum browserum og tölvum sem ég fer í og meira að segja í tapatalk og hvernig í veröldinni gæti það verið mér að kenna :uhh1

byrjaði bara allt í einu fyrir svona mánuði, ég hélt að það hefði bara verið eitt tilvik en þau eru orðin fleiri núna